Sigurður Ragnar sækir um stóra stöðu í Singapúr Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. janúar 2019 12:45 Sigurður Ragnar Eyjólfsson. Vísir/Getty Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017. Fótbolti Singapúr Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fyrrum landsliðsþjálfari Íslands og Kína, stefnir á frekari ævintýri í Asíu ef marka má fréttir frá Singapúr. Sigurður Ragnar hefur nefnilega sótt um stöðu yfirmanns knattspyrnumála hjá Singapúr en Siggi Raggi talar um starfið í viðtali við The Straits Times sem er stærsta blaðið í Singapúr. Sigurður talar þar meðal annars um það að Ísland og velgengni landsliða okkar geti verið fyrirmynd fyrir land eins og Singapúr. Ísland telur 350 þúsund og hefur farið með bæði karla- og kvennalandsliðið á fleira en eitt stórmót á síðustu árum en 5,6 milljónir búa í Singapúr. Belginn Michael Sablon hætti sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Knattspyrnusambandi Singapúr í lok desember en þessi 71 árs gamli Belgi hafði verið í starfinu síðan í apríl 2015 eða í tvö og hálft ár. Landsliðum Singapúr hafði gengið illa í mörgum aldursflokkum og umræða hafði verið um framtíð Sablon þegar hann hætti. Nú horfi menn til framtíðar hjá knattspyrnusambandi Singapúr og vilja fá mann með sterka framtíðarsýn. Knattspyrnusamband Singapúr var stofnað fyrir 127 árum síðan en það fékk þó ekki inngöngu í FIFA fyrr en árið 1952. Singapúr hefur aldrei komist á HM og bara einu sinni í Asíubikarinn en það var árið 1984. Sigurður Ragnar Eyjólfsson var síðast með kvennalandslið Kína frá 2017 til 2018 en hann hætti í maí 2018 þegar kínverska knattspyrnusambandið ákvað að endurnýja ekki samning hans. Sigurður Ragnar þjálfaði íslenska kvennalandsliðið í sjö ár frá 2006 til 2013 og eftir það hafði hann þjálfað karlalið ÍBV, verið astoðarþjálfari Lilleström og þjálfari kínverska kvennaliðsins Jiangsu Suning sem hann gerði að bikarmeisturum 2017.
Fótbolti Singapúr Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Sjá meira