Nýr Panenka-kóngur í knattspyrnuheiminum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2019 10:30 Sergio Ramos með enn eitt Panenka vítið. Getty/Gonzalo Arroyo Moreno Næsti markvörður sem stendur frammi fyrir vítaspyrnu hjá Real Madrid manninum Sergio Ramos ætti að hafa eitt í huga. Miðvörður Real Madrid er vítaskytta liðsins eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus og skoraði í gær úr sinni sjöundu vítaspyrnu á tímabilinu í 4-2 sigri Real Madrid á Girona í spænska bikarnum. Sergio Ramos er náttúrulegur töffari og hann bauð enn einu sinni upp á „stælavíti“ í gær.He's going to get caught out soon, surely? Sergio Ramos bagged ANOTHER Panenka penalty as Real Madrid sealed a Copa del Rey win. Report: https://t.co/QjhKLhY1vTpic.twitter.com/e1mZvBis1y — BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2019Sergio Ramos skoraði með svokallaðri Panenka-vítaspyrnu en það er þegar vítaskyttan lyftir boltanum í mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér í annaðhvort hornið. Hefði markvörðurinn verið kyrr þá hefði hann gripið boltann auðveldlega. Það er mikil áhætta fólgin í slíkri spyrnu en hún var skírð eftir Tékkanum Antonín Panenka sem tryggði Tékkóslóvakíu Evrópumeistaratitilinn 1976 með því að taka svona spyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.Sergio Ramos Panenka penalty expresses his "individuality"... That's what he says... pic.twitter.com/G3obWddLwC — Busy Buddies (@thebusybuddies) January 25, 2019Það sem er þó fréttnæmast við þessa Panenka vítaspyrnu Sergio Ramos er að hann var að reyna þetta í fjórða sinn á tímabilinu. „Þetta er stór persónuleg stund fyrir mig og þetta er leið fyrir mig til að tjá tilfinningar mínar og sýna það hvernig maður ég er,“ sagði Sergio Ramos heimspekilegur eftir leikinn. „Markverðirnir bíða alltaf lengur og lengur eftir mér og ef þeir bíða þá þarf ég bara að setja boltann í annaðhvort hornið,“ sagði Sergio Ramos. Alls hafa 7 af 15 vítaspyrnum Sergio Ramos á ferlinum verið Panenka-spyrnur.Hér fyrir neðan eru þær sem hann hefur tekið á þessu tímabili.Sergio Ramos has now already scored 4 Panenka Penalties this season: Girona Valladolid Celta Vigo Girona Lucky number 4 #HalaMadridpic.twitter.com/Tf0D1zSScX — SergioRamosismo (@SergioRamosismo) January 24, 2019Vítaspyrnur Sergio Ramos fyrir Real Madrid á leiktíðinni: 15. ágúst - 4-2 tap í framlengingu á móti Atletico Madrid - hægra hornið niðri 26. áhúst - 4-1 sigur Girona í deildinni - Panenka 1. september - 4-1 sigur á Leganes í deildinni - til hægri 3. nóvember - 2-0 sigur á Real Valladolid í deildinni - Panenka 11. nóvember - 4-2 sigur á Celta Vigo í deildinni - Panenka 9. janúar - 3-0 sigur á Leganes í bikarnum - vinstra hornið niðri 24. janúar - 4-2 sigur á Girona í bikarnum - Panenka Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira
Næsti markvörður sem stendur frammi fyrir vítaspyrnu hjá Real Madrid manninum Sergio Ramos ætti að hafa eitt í huga. Miðvörður Real Madrid er vítaskytta liðsins eftir að Cristiano Ronaldo var seldur til Juventus og skoraði í gær úr sinni sjöundu vítaspyrnu á tímabilinu í 4-2 sigri Real Madrid á Girona í spænska bikarnum. Sergio Ramos er náttúrulegur töffari og hann bauð enn einu sinni upp á „stælavíti“ í gær.He's going to get caught out soon, surely? Sergio Ramos bagged ANOTHER Panenka penalty as Real Madrid sealed a Copa del Rey win. Report: https://t.co/QjhKLhY1vTpic.twitter.com/e1mZvBis1y — BBC Sport (@BBCSport) January 24, 2019Sergio Ramos skoraði með svokallaðri Panenka-vítaspyrnu en það er þegar vítaskyttan lyftir boltanum í mitt markið á meðan markvörðurinn skutlar sér í annaðhvort hornið. Hefði markvörðurinn verið kyrr þá hefði hann gripið boltann auðveldlega. Það er mikil áhætta fólgin í slíkri spyrnu en hún var skírð eftir Tékkanum Antonín Panenka sem tryggði Tékkóslóvakíu Evrópumeistaratitilinn 1976 með því að taka svona spyrnu í vítaspyrnukeppni í úrslitaleiknum.Sergio Ramos Panenka penalty expresses his "individuality"... That's what he says... pic.twitter.com/G3obWddLwC — Busy Buddies (@thebusybuddies) January 25, 2019Það sem er þó fréttnæmast við þessa Panenka vítaspyrnu Sergio Ramos er að hann var að reyna þetta í fjórða sinn á tímabilinu. „Þetta er stór persónuleg stund fyrir mig og þetta er leið fyrir mig til að tjá tilfinningar mínar og sýna það hvernig maður ég er,“ sagði Sergio Ramos heimspekilegur eftir leikinn. „Markverðirnir bíða alltaf lengur og lengur eftir mér og ef þeir bíða þá þarf ég bara að setja boltann í annaðhvort hornið,“ sagði Sergio Ramos. Alls hafa 7 af 15 vítaspyrnum Sergio Ramos á ferlinum verið Panenka-spyrnur.Hér fyrir neðan eru þær sem hann hefur tekið á þessu tímabili.Sergio Ramos has now already scored 4 Panenka Penalties this season: Girona Valladolid Celta Vigo Girona Lucky number 4 #HalaMadridpic.twitter.com/Tf0D1zSScX — SergioRamosismo (@SergioRamosismo) January 24, 2019Vítaspyrnur Sergio Ramos fyrir Real Madrid á leiktíðinni: 15. ágúst - 4-2 tap í framlengingu á móti Atletico Madrid - hægra hornið niðri 26. áhúst - 4-1 sigur Girona í deildinni - Panenka 1. september - 4-1 sigur á Leganes í deildinni - til hægri 3. nóvember - 2-0 sigur á Real Valladolid í deildinni - Panenka 11. nóvember - 4-2 sigur á Celta Vigo í deildinni - Panenka 9. janúar - 3-0 sigur á Leganes í bikarnum - vinstra hornið niðri 24. janúar - 4-2 sigur á Girona í bikarnum - Panenka
Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Fleiri fréttir Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sjá meira