Sérfræðingurinn: Til að byrja með fær þessi ofboðslega framliggjandi vörn falleinkunn Anton Ingi Leifsson skrifar 23. janúar 2019 16:30 Nafnarnir reyna að stöðva einn Brassann í dag. vísir/getty Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, segir að tap Íslands gegn Brasilíu hafi verið slakasti leikur liðsins á HM í handbolta en Ísland lauk keppni í dag. Ísland tapaði með þriggja marka mun, 32-29, eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 15-15. Basti var ekki hrifinn af liðinu í dag. „Mér fannst þetta slakasti leikur liðsins á mótinu, bæði varnar- og sóknarlega,“ sagði Basti í samtali við Vísi í leikslok. „Ég ítreka það að það er mín skoðun en ég skil ekki afhverju við erum svona framarlega í vörn.“ „Við erum að búa til mikið af svæðum og skiljum marga leikmenn eftir í einn á móti einum. Mér fannst við vera spilaðir úr stöðum, línumenn ná að rykkja í stór svæði. Ég hefði viljað sjá okkur á köflum í þessu móti og sérstaklega í dag að prufa að vera aðeins aftar.“ „Markvarslan var fín. Mér fannst við spila frábæra vörn gegn Makedóníu, Þýskalandi og stórum hluta gegn Frökkum en þá vorum við ekki svona framarlega. Á móti Frökkunum fórum við reyndar framar en þá byrjuðu vandræðin varnarlega.“ „Maðurinn er með einhverja sýn og hefur trú á þessu consepti sem við skulum gefa honum tíma til að innleiða. Til að byrja með fær þessi ofboðslega framliggjandi vörn falleinkunn.“Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í baráttunni. Elvar Örn var einn sprækastur sóknarlega segir Basti.vísir/gettyElvar og Ómar sóknarlega sprækastir Brassarnir pressuðu okkar drengi langt út á völlinn og Basti segir að það gæti hafa tekið um sig einhver taugatitringur en segir fyrst og fremst að menn hafi verið allt of staðir. „Við vorum rosalega staðir. Það var lítil hreyfing án bolta og við nýttum völlinn illa. Það var erfitt þegar þeir pressuðu okkar ungu leikmenn framarlega. Þeir gerðu sig seka um klaufaleg mistök en það er að mörgu leyti af því við vorum svo staðir.“ „Þeir ráku okkur mikið frá vörninni og það gerist í tvígang að Gísli Þorgeir fær hann á eigin vallarhelming. Planið hjá Brasilíu var að reka skytturnar frá vörninni því þá er vegalengdin lengri og þú ert lengi að koma þér í skotfæri.“ „Mér fannst sóknarleikurinn lagast í síðari hálfleik er við fengum innleysingar og aðeins betra flæði á boltann en alltof mikið staðir í sóknarleiknum og gerðum vörninni þetta auðvelt fyrir. Sér í lagi í fyrri hálfleik. Mér fannst Elvar og Ómar sóknarlega sprækastir.“Það voru þreytumerki á íslenska liðinu í dag, sagði Basti.vísir/gettyÞreytumerki á hópnum Ísland spilaði hörkuleiki bæði laugardag og sunnudag en síðustu tveir dagar hafa svo verið frí. Basti veit ekki hvort að það hafi eitthvað truflað hópinn að fá einn auka frídag í gær. „Það var augjós þreytumerki á hópnum. Það er búið að vera rosaleg stemning og leikgleði í hópnum. Það er oft þannig að þegar maður er þreyttur og fær frídag þá er oft erfitt að gíra sig í gang. Mér fannst við sita eftir í því.“ „Það er voðalega auðvelt fyrir okkur sem erum ekki í þessu álagi að tala eitthvað um það að gíra sig upp. Það er meira en að segja það. Margir af þessum strákum hafa aldrei kynnst svona álagi áður.“ „Það vantar svo afar öfluga leikmenn hjá okkur og við höfum einfaldlega ekki sömu breidd og aðrar þjóðir. Ef maður skoðar mótið þá er þetta rosalega mikilvægt mót fyrir þetta framtíðarlið okkar. Liðið er í ofboðslega góðum höndum.“ Þrátt fyrir tapið í síðasta leiknum í dag horfir Basti björtum augum á framhaldið. „Ég hef sagt það áður að ef við losnum við meiðsli í þessum hópi þá verðum við með eitt af bestu liðunum eftir þrjú til fimm ár. Ungu drengirnir verða þroskaðri og við erum með frábæran þjálfara. Við erum ekki í topp tíu í dag.“ „Það er ekkert sem maður á að sætta sig við en við erum þar og við verðum að vinna í því og reyna að komast í hóp með tíu bestu þjóðum heims. Núna erum við í 10.-15. sæti,“ sagði Basti. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Pirringur í fólki á Twitter: Góð skita Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins voru ekki yfir sig hrifnir af frammistöðu íslenska liðsins í dag. Skiljanlega. 23. janúar 2019 16:02 Guðmundur: Brasilía með betra lið en Ísland í dag Guðmundur Guðmundsson segir að þrátt fyrir tapið sé margt jákvætt við stöðu íslenska landsliðsins í dag. Ísland tapaði í dag lokaleik sínum á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:28 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Í mínus þrettán í mörkum úr uppsettum sóknum Íslenska liðið gerði vel í hröðum upphlaupum og seinni bylgju á móti Brasilíu en fær falleinkunn fyrir uppsettan sóknarleik. 23. janúar 2019 16:24 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira
Sebastian Alexandersson, sérfræðingur Stöðvar 2 Sports, segir að tap Íslands gegn Brasilíu hafi verið slakasti leikur liðsins á HM í handbolta en Ísland lauk keppni í dag. Ísland tapaði með þriggja marka mun, 32-29, eftir að staðan hafi verið jöfn í hálfleik, 15-15. Basti var ekki hrifinn af liðinu í dag. „Mér fannst þetta slakasti leikur liðsins á mótinu, bæði varnar- og sóknarlega,“ sagði Basti í samtali við Vísi í leikslok. „Ég ítreka það að það er mín skoðun en ég skil ekki afhverju við erum svona framarlega í vörn.“ „Við erum að búa til mikið af svæðum og skiljum marga leikmenn eftir í einn á móti einum. Mér fannst við vera spilaðir úr stöðum, línumenn ná að rykkja í stór svæði. Ég hefði viljað sjá okkur á köflum í þessu móti og sérstaklega í dag að prufa að vera aðeins aftar.“ „Markvarslan var fín. Mér fannst við spila frábæra vörn gegn Makedóníu, Þýskalandi og stórum hluta gegn Frökkum en þá vorum við ekki svona framarlega. Á móti Frökkunum fórum við reyndar framar en þá byrjuðu vandræðin varnarlega.“ „Maðurinn er með einhverja sýn og hefur trú á þessu consepti sem við skulum gefa honum tíma til að innleiða. Til að byrja með fær þessi ofboðslega framliggjandi vörn falleinkunn.“Elvar Örn og Arnar Freyr Arnarsson í baráttunni. Elvar Örn var einn sprækastur sóknarlega segir Basti.vísir/gettyElvar og Ómar sóknarlega sprækastir Brassarnir pressuðu okkar drengi langt út á völlinn og Basti segir að það gæti hafa tekið um sig einhver taugatitringur en segir fyrst og fremst að menn hafi verið allt of staðir. „Við vorum rosalega staðir. Það var lítil hreyfing án bolta og við nýttum völlinn illa. Það var erfitt þegar þeir pressuðu okkar ungu leikmenn framarlega. Þeir gerðu sig seka um klaufaleg mistök en það er að mörgu leyti af því við vorum svo staðir.“ „Þeir ráku okkur mikið frá vörninni og það gerist í tvígang að Gísli Þorgeir fær hann á eigin vallarhelming. Planið hjá Brasilíu var að reka skytturnar frá vörninni því þá er vegalengdin lengri og þú ert lengi að koma þér í skotfæri.“ „Mér fannst sóknarleikurinn lagast í síðari hálfleik er við fengum innleysingar og aðeins betra flæði á boltann en alltof mikið staðir í sóknarleiknum og gerðum vörninni þetta auðvelt fyrir. Sér í lagi í fyrri hálfleik. Mér fannst Elvar og Ómar sóknarlega sprækastir.“Það voru þreytumerki á íslenska liðinu í dag, sagði Basti.vísir/gettyÞreytumerki á hópnum Ísland spilaði hörkuleiki bæði laugardag og sunnudag en síðustu tveir dagar hafa svo verið frí. Basti veit ekki hvort að það hafi eitthvað truflað hópinn að fá einn auka frídag í gær. „Það var augjós þreytumerki á hópnum. Það er búið að vera rosaleg stemning og leikgleði í hópnum. Það er oft þannig að þegar maður er þreyttur og fær frídag þá er oft erfitt að gíra sig í gang. Mér fannst við sita eftir í því.“ „Það er voðalega auðvelt fyrir okkur sem erum ekki í þessu álagi að tala eitthvað um það að gíra sig upp. Það er meira en að segja það. Margir af þessum strákum hafa aldrei kynnst svona álagi áður.“ „Það vantar svo afar öfluga leikmenn hjá okkur og við höfum einfaldlega ekki sömu breidd og aðrar þjóðir. Ef maður skoðar mótið þá er þetta rosalega mikilvægt mót fyrir þetta framtíðarlið okkar. Liðið er í ofboðslega góðum höndum.“ Þrátt fyrir tapið í síðasta leiknum í dag horfir Basti björtum augum á framhaldið. „Ég hef sagt það áður að ef við losnum við meiðsli í þessum hópi þá verðum við með eitt af bestu liðunum eftir þrjú til fimm ár. Ungu drengirnir verða þroskaðri og við erum með frábæran þjálfara. Við erum ekki í topp tíu í dag.“ „Það er ekkert sem maður á að sætta sig við en við erum þar og við verðum að vinna í því og reyna að komast í hóp með tíu bestu þjóðum heims. Núna erum við í 10.-15. sæti,“ sagði Basti.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11 Pirringur í fólki á Twitter: Góð skita Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins voru ekki yfir sig hrifnir af frammistöðu íslenska liðsins í dag. Skiljanlega. 23. janúar 2019 16:02 Guðmundur: Brasilía með betra lið en Ísland í dag Guðmundur Guðmundsson segir að þrátt fyrir tapið sé margt jákvætt við stöðu íslenska landsliðsins í dag. Ísland tapaði í dag lokaleik sínum á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:28 Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15 Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Í mínus þrettán í mörkum úr uppsettum sóknum Íslenska liðið gerði vel í hröðum upphlaupum og seinni bylgju á móti Brasilíu en fær falleinkunn fyrir uppsettan sóknarleik. 23. janúar 2019 16:24 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Enski boltinn Fleiri fréttir Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar Sjá meira
Arnar Freyr: Allt of dýrt í svona leik Arnar Freyr Arnarsson sagði að strákarnir okkar hefðu ekki átt góðan dag á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:11
Pirringur í fólki á Twitter: Góð skita Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins voru ekki yfir sig hrifnir af frammistöðu íslenska liðsins í dag. Skiljanlega. 23. janúar 2019 16:02
Guðmundur: Brasilía með betra lið en Ísland í dag Guðmundur Guðmundsson segir að þrátt fyrir tapið sé margt jákvætt við stöðu íslenska landsliðsins í dag. Ísland tapaði í dag lokaleik sínum á HM í handbolta. 23. janúar 2019 16:28
Leik lokið: Brasilía - Ísland 32-29 | Slæmt tap í síðasta leik Ísland tapaði fyrir Brasilíu í lokaleik sínum á HM í handbolta. Strákarnir náðu sér illa á strik og komust aldrei yfir í leiknum. 23. janúar 2019 16:15
Topparnir í tölfræðinni á móti Brasilíu: Í mínus þrettán í mörkum úr uppsettum sóknum Íslenska liðið gerði vel í hröðum upphlaupum og seinni bylgju á móti Brasilíu en fær falleinkunn fyrir uppsettan sóknarleik. 23. janúar 2019 16:24