Menningarhús á Seltjarnarnesi Kristinn E. Hrafnsson og Kristján S. Jónsson skrifar 23. janúar 2019 07:30 Sala eða leiga Seltjarnarnesbæjar á svokölluðu Lækningaminjasafni vestast á Nesinu lýsir uppgjöf við að leysa jákvætt samfélagslegt úrlausnarefni sem snúið hefur verið upp í fjárhagslegt vandamál. Það má hins vegar vel leggja fram sjónarmið um að þetta sé fjárhagslegt smámál í samanburði við menningarlegt mikilvægi þess. Í pólitískri framsetningu málsins er fullyrt að byggingarkostnaður sé of mikill fyrir bæjarfélagið og aldrei fjallað um það í stærra samhengi. Yfirlit um fjármála- og byggingarsögu Lækningaminjasafnsins er aðgengilegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014, en í henni er samandregin niðurstaða málsins þessi í uppreiknuðum tölum: Áætlaður byggingarkostnaður árið 2007 var 648 millj.kr. og samtals höfðu um 306 millj.kr. verið lagðar í húsið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar. Seltjarnarnesbær lagði út helming byggingarkostnaðar, en átti skv. samkomulagi að greiða hann að fullu. Hinn helminginn greiddu ríkið og læknafélögin sem stóðu að safninu. Árið 2009 var verkefnið kostnaðarmetið að nýju og fór þá áætlunin í um 992 millj.kr. og framkvæmdir voru stöðvaðar. Bærinn sagði sig frá samningnum í árslok 2012 og lagði safnið niður. Lagt er til í skýrslunni að ríkið krefjist endurgreiðslu á stofnframlaginu. Fram hefur komið hjá bæjaryfirvöldum að þessi krafa (92 millj.kr.) og áætlaður byggingarkostnaður við að klára húsið, sé bæjarfélaginu ofviða og því sé húsið til sölu. Verði þessi reikningur hins vegar gerður upp eignast bærinn húsið á 246 millj.kr. í núverandi ástandi. Endurmatið á byggingarkostnaðinum miðaðist við safnabyggingu fyrir Lækningaminjasafnið og því er óviðeigandi að ræða þá tölu frekar. Húsið var í upphafi einnig ætlað undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar og það atriði teljum við ekki síður mikilvægt í dag en þegar lagt var upp í þennan leiðangur. Með því að leggja niður Lækningaminjasafnið var bærinn ekki endilega að kasta frá sér möguleikanum á að nýta húsið fyrir eigin menningarstarfsemi. Samanburður á Seltjarnarnesi við önnur sveitarfélög á landinu í menningarlegum efnum er allt að því ósanngjarn. Bókasafn, sýningarsalur og tónlistarskóli eru rekin líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum og í skipuriti bæjarins er starfandi sviðsstjóri menningarsviðs. Bærinn á vísi að listasafni og hann hefur sína eigin menningarstefnu. Seltjarnarnes er ellefta stærsta bæjarfélag á landinu og til samanburðar má taka Ísafjörð (15. sæti). Í þeim ágæta bæ er auk þess sem hér var talið rekið Safnahús (4 söfn eru í húsinu) og Edinborgarhúsið með listaskóla, leikhúsi, sýningarsal, upplýsingamiðstöð og veitingahúsi. Bæði þessi sveitarfélög styrkja bæjarlistamenn á hverju ári. Menningarhúsin á Ísafirði skila mun meiru til samfélagsins en hægt er að mæla í krónum og aurum. Til frekari áréttingar má nefna Menningarhúsið Berg á Dalvík (23. sæti), en menningartengd starfsemi er víða helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi sveitarfélaga.Kristján S. JónssonÞað er í þessum anda sem við viljum leggja fram hugmynd um menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafnið er 1.363 m2 á stærð á gríðarstórri lóð. Það er hannað sem sveigjanleg skrifstofu- og safnabygging og rými eru stór, flest súlulaus og lofthæð rífleg. Á jarðhæð (937 m2) teljum við auðvelt að koma fyrir bókasafni, sýningarsal fyrir myndlist, tónleika- og ráðstefnusal fyrir um 250 sitjandi gesti og veitingahúsi. Öll þessi starfsemi hefur til ráðstöfunar geymslur, tæknirými og sérsýningarrými í kjallara (425 m2). Samrekstur þessara eininga er hagkvæmur og tekjumöguleikar hússins ættu að vera nokkrir. Að okkar mati ætti sveitarfélagið að kortleggja málið nákvæmlega; gera úttekt á stöðu menningarmála á Nesinu, gera þarfagreiningu fyrir þær stofnanir sem koma til greina í húsið og reikna út kostnað og ávinning af samnýtingu. Að þessu fengnu væri arkitektum hússins falið að endurhanna innviði þess með tilliti til framkominna þarfa og að síðustu að kostnaðarmeta pakkann. Þetta á að vera forgangsmál og að niðurstöðu fenginni gætu stjórnmálamenn og bæjarbúar rætt hugmyndina og tekið til hennar afstöðu. Mikilvægur þáttur í ásýnd og nýtingu svona húss er tengsl þess við náttúru og mannlíf. Menningarhús í útjaðri byggðarinnar vestast á Nesinu fellur vel að skipulagi, en samkvæmt aðalskipulagi er Nesið vestan byggðar helgað menningu, útivist og náttúruskoðun, enda stór hluti þessa svæðis friðlönd og/eða á náttúru- og menningarminjaskrá. Það verður ekki á betra kosið. Það er að okkar mati órökrétt og villandi að kasta fram einhverjum tölum um kostnað við að klára húsið út frá fyrri hugmyndum um notkun þess. Þeir fjármunir sem leggja þarf fram til að klára dæmið eru líklega smáaurar miðað við þann ávinning sem hafa má af svona verkefni. Uppgjör við ríkið getur varla verið þvílíkur biti að menn kjósi frekar að henda frá sér gullnu tækifæri til að efla mannlíf á Nesinu. Hér er lögð fram hugmynd til að komast nær veruleikanum hvað kostnað varðar, en okkur kæmi ekki á óvart þó þetta borgaði sig til framtíðar, ef einhverjum væri huggun í því. Það á öllum að vera ljóst að samfélag þarf að leggja eitthvað til sjálfs sín ef einhver á að lifa í því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Sala eða leiga Seltjarnarnesbæjar á svokölluðu Lækningaminjasafni vestast á Nesinu lýsir uppgjöf við að leysa jákvætt samfélagslegt úrlausnarefni sem snúið hefur verið upp í fjárhagslegt vandamál. Það má hins vegar vel leggja fram sjónarmið um að þetta sé fjárhagslegt smámál í samanburði við menningarlegt mikilvægi þess. Í pólitískri framsetningu málsins er fullyrt að byggingarkostnaður sé of mikill fyrir bæjarfélagið og aldrei fjallað um það í stærra samhengi. Yfirlit um fjármála- og byggingarsögu Lækningaminjasafnsins er aðgengilegt í skýrslu Ríkisendurskoðunar frá 2014, en í henni er samandregin niðurstaða málsins þessi í uppreiknuðum tölum: Áætlaður byggingarkostnaður árið 2007 var 648 millj.kr. og samtals höfðu um 306 millj.kr. verið lagðar í húsið þegar framkvæmdir voru stöðvaðar. Seltjarnarnesbær lagði út helming byggingarkostnaðar, en átti skv. samkomulagi að greiða hann að fullu. Hinn helminginn greiddu ríkið og læknafélögin sem stóðu að safninu. Árið 2009 var verkefnið kostnaðarmetið að nýju og fór þá áætlunin í um 992 millj.kr. og framkvæmdir voru stöðvaðar. Bærinn sagði sig frá samningnum í árslok 2012 og lagði safnið niður. Lagt er til í skýrslunni að ríkið krefjist endurgreiðslu á stofnframlaginu. Fram hefur komið hjá bæjaryfirvöldum að þessi krafa (92 millj.kr.) og áætlaður byggingarkostnaður við að klára húsið, sé bæjarfélaginu ofviða og því sé húsið til sölu. Verði þessi reikningur hins vegar gerður upp eignast bærinn húsið á 246 millj.kr. í núverandi ástandi. Endurmatið á byggingarkostnaðinum miðaðist við safnabyggingu fyrir Lækningaminjasafnið og því er óviðeigandi að ræða þá tölu frekar. Húsið var í upphafi einnig ætlað undir aðra menningartengda starfsemi Seltjarnarnesbæjar og það atriði teljum við ekki síður mikilvægt í dag en þegar lagt var upp í þennan leiðangur. Með því að leggja niður Lækningaminjasafnið var bærinn ekki endilega að kasta frá sér möguleikanum á að nýta húsið fyrir eigin menningarstarfsemi. Samanburður á Seltjarnarnesi við önnur sveitarfélög á landinu í menningarlegum efnum er allt að því ósanngjarn. Bókasafn, sýningarsalur og tónlistarskóli eru rekin líkt og í mörgum öðrum sveitarfélögum og í skipuriti bæjarins er starfandi sviðsstjóri menningarsviðs. Bærinn á vísi að listasafni og hann hefur sína eigin menningarstefnu. Seltjarnarnes er ellefta stærsta bæjarfélag á landinu og til samanburðar má taka Ísafjörð (15. sæti). Í þeim ágæta bæ er auk þess sem hér var talið rekið Safnahús (4 söfn eru í húsinu) og Edinborgarhúsið með listaskóla, leikhúsi, sýningarsal, upplýsingamiðstöð og veitingahúsi. Bæði þessi sveitarfélög styrkja bæjarlistamenn á hverju ári. Menningarhúsin á Ísafirði skila mun meiru til samfélagsins en hægt er að mæla í krónum og aurum. Til frekari áréttingar má nefna Menningarhúsið Berg á Dalvík (23. sæti), en menningartengd starfsemi er víða helsti vaxtarsprotinn í atvinnulífi sveitarfélaga.Kristján S. JónssonÞað er í þessum anda sem við viljum leggja fram hugmynd um menningarmiðstöð á Seltjarnarnesi. Lækningaminjasafnið er 1.363 m2 á stærð á gríðarstórri lóð. Það er hannað sem sveigjanleg skrifstofu- og safnabygging og rými eru stór, flest súlulaus og lofthæð rífleg. Á jarðhæð (937 m2) teljum við auðvelt að koma fyrir bókasafni, sýningarsal fyrir myndlist, tónleika- og ráðstefnusal fyrir um 250 sitjandi gesti og veitingahúsi. Öll þessi starfsemi hefur til ráðstöfunar geymslur, tæknirými og sérsýningarrými í kjallara (425 m2). Samrekstur þessara eininga er hagkvæmur og tekjumöguleikar hússins ættu að vera nokkrir. Að okkar mati ætti sveitarfélagið að kortleggja málið nákvæmlega; gera úttekt á stöðu menningarmála á Nesinu, gera þarfagreiningu fyrir þær stofnanir sem koma til greina í húsið og reikna út kostnað og ávinning af samnýtingu. Að þessu fengnu væri arkitektum hússins falið að endurhanna innviði þess með tilliti til framkominna þarfa og að síðustu að kostnaðarmeta pakkann. Þetta á að vera forgangsmál og að niðurstöðu fenginni gætu stjórnmálamenn og bæjarbúar rætt hugmyndina og tekið til hennar afstöðu. Mikilvægur þáttur í ásýnd og nýtingu svona húss er tengsl þess við náttúru og mannlíf. Menningarhús í útjaðri byggðarinnar vestast á Nesinu fellur vel að skipulagi, en samkvæmt aðalskipulagi er Nesið vestan byggðar helgað menningu, útivist og náttúruskoðun, enda stór hluti þessa svæðis friðlönd og/eða á náttúru- og menningarminjaskrá. Það verður ekki á betra kosið. Það er að okkar mati órökrétt og villandi að kasta fram einhverjum tölum um kostnað við að klára húsið út frá fyrri hugmyndum um notkun þess. Þeir fjármunir sem leggja þarf fram til að klára dæmið eru líklega smáaurar miðað við þann ávinning sem hafa má af svona verkefni. Uppgjör við ríkið getur varla verið þvílíkur biti að menn kjósi frekar að henda frá sér gullnu tækifæri til að efla mannlíf á Nesinu. Hér er lögð fram hugmynd til að komast nær veruleikanum hvað kostnað varðar, en okkur kæmi ekki á óvart þó þetta borgaði sig til framtíðar, ef einhverjum væri huggun í því. Það á öllum að vera ljóst að samfélag þarf að leggja eitthvað til sjálfs sín ef einhver á að lifa í því.
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar