Emiliano Sala átti að mæta á fyrstu æfinguna með Cardiff í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2019 15:15 Emiliano Sala og Ken Choo við undirritun samningsins. Mynd/Twitter/@CardiffCityFC Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. Tveggja manna flugvél með Emiliano Sala og flugmanni hvarf í gærkvöldi á leið sinni frá Nantes til Cardiff. Hún hefur ekki enn fundist og er talin af. Cardiff City var nýbúið að ganga frá kaupunum á Emiliano Sala frá franska félaginu og hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Emiliano Sala kom til Cardiff um helgina og gekk frá öllu en snéri svo aftur til Nantes til að ganga frá lausum endum og kveðja liðsfélaga sína í Nantes. Ken Choo, framkvæmdastjóri Cardiff City, sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þessa hræðilega máls.Cardiff’s Executive Director Ken Choo has released a statement on Emiliano Sala. Latest: https://t.co/HbV8bVtJlMpic.twitter.com/TfVf26UcdM — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2019„Það var mikið áfall fyrir okkur að heyra af því að flugvélin hefði horfið. Okkar fyrsta verk var að taka ákvörðunin um að fresta æfingu liðsins í dag og vorum þar að hugsa um okkar leikmenn, starfsmenn félagsins, allan klúbbinn auk Emiliano og flugmannsins,“ skrifaði Ken Choo.Statement from Cardiff CEO Ken Choo: "We were very shocked upon hearing the news that the plane had gone missing. We expected Emiliano to arrive last night and today was to be his first day with the team."https://t.co/OjpraFLes2 — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 22, 2019 „Við bjuggumst við Emiliano í gærkvöldi og hans fyrsta æfing með liðinu átti að vera í dag. Við höldum áfram að biðja fyrir jákvæðum fréttum,“ bætti hann við. „Það sást á andliti hans hversu ánægður hann var að skrifa undir hjá Cardiff. Þetta leit út fyrir að vera einn af hans bestu dögum. Við erum mjög leið yfir þessu en viljum þakka fyrir allan stuðninginn,“ skrifaði Ken Choo en hér fyrir neðan má sjá þegar Argentínumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður Cardiff City.@EmilianoSala1: "I can’t wait to start training, meet my new teammates and get down to work."https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC — Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019 Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Æfingu Arons Einars Gunnarssonar og félaga í Cardiff City, sem átti að fara fram í dag, var aflýst eftir að fréttist að örlögum Argentínumannsins Emiliano Sala. Tveggja manna flugvél með Emiliano Sala og flugmanni hvarf í gærkvöldi á leið sinni frá Nantes til Cardiff. Hún hefur ekki enn fundist og er talin af. Cardiff City var nýbúið að ganga frá kaupunum á Emiliano Sala frá franska félaginu og hann var dýrasti leikmaðurinn í sögu félagsins. Emiliano Sala kom til Cardiff um helgina og gekk frá öllu en snéri svo aftur til Nantes til að ganga frá lausum endum og kveðja liðsfélaga sína í Nantes. Ken Choo, framkvæmdastjóri Cardiff City, sendi frá sér yfirlýsingu í dag vegna þessa hræðilega máls.Cardiff’s Executive Director Ken Choo has released a statement on Emiliano Sala. Latest: https://t.co/HbV8bVtJlMpic.twitter.com/TfVf26UcdM — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 22, 2019„Það var mikið áfall fyrir okkur að heyra af því að flugvélin hefði horfið. Okkar fyrsta verk var að taka ákvörðunin um að fresta æfingu liðsins í dag og vorum þar að hugsa um okkar leikmenn, starfsmenn félagsins, allan klúbbinn auk Emiliano og flugmannsins,“ skrifaði Ken Choo.Statement from Cardiff CEO Ken Choo: "We were very shocked upon hearing the news that the plane had gone missing. We expected Emiliano to arrive last night and today was to be his first day with the team."https://t.co/OjpraFLes2 — Sky Sports News (@SkySportsNews) January 22, 2019 „Við bjuggumst við Emiliano í gærkvöldi og hans fyrsta æfing með liðinu átti að vera í dag. Við höldum áfram að biðja fyrir jákvæðum fréttum,“ bætti hann við. „Það sást á andliti hans hversu ánægður hann var að skrifa undir hjá Cardiff. Þetta leit út fyrir að vera einn af hans bestu dögum. Við erum mjög leið yfir þessu en viljum þakka fyrir allan stuðninginn,“ skrifaði Ken Choo en hér fyrir neðan má sjá þegar Argentínumaðurinn var kynntur sem nýr leikmaður Cardiff City.@EmilianoSala1: "I can’t wait to start training, meet my new teammates and get down to work."https://t.co/qhYX2deJ9G#CityAsOne pic.twitter.com/vgpAHRgdQC — Cardiff City FC (@CardiffCityFC) January 19, 2019
Emiliano Sala Enski boltinn Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira