Virkilega ánægður með svörin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. janúar 2019 07:00 Elín Metta Jensen skoraði bæði mörkin gegn Skotlandi. „Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun. Verkefnið hefur gengið vel og liðið virkilega öflugt þessa viku. Það hefur gengið vel hérna og sigurinn er kærkominn,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga í gær. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs sem tók við sem landsliðsþjálfari síðasta haust. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni. Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir á 51. mínútu eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Þremur mínútum síðar skoraði Elín Metta öðru sinni eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Skotar minnkuðu muninn með glæsilegu marki með síðustu spyrnu leiksins. Elín Metta er nú komin með tíu landsliðsmörk en hún lék sinn 37. landsleik í gær. Valskonan er sú tólfta sem nær því að skora tíu mörk fyrir kvennalandsliðið. Hún er jöfn Katrínu Ómarsdóttur í 11. sæti markalistans. „Við byrjuðum leikinn af krafti. Vörnin var öflug allan leikinn en sóknin var stirð á köflum í fyrri hálfleik. En við náðum betri takti í sóknarleikinn í seinni hálfleik, héldum boltanum betur, færðum hann hraðar og komumst í þau svæði sem við vildum komast í,“ sagði Jón Þór. „Elín Metta gerði virkilega í mörkunum og undirbúningurinn að þeim var góður. Við sköpuðum okkur líka góð færi í seinni hálfleik og áttum nokkrar frábærar sóknir.“ Jón Þór segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Skotar kæmu til baka, jafnvel þótt skortur á leikformi færi að segja til sín hjá íslenska liðinu eftir því sem leið á leikinn. „Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum og stjórna honum. Skotarnir færðu sig aðeins upp á skaftið undir lokin en það mátti kannski búast við því að það myndi draga af okkur síðasta stundarfjórðunginn. Flestir okkar leikmanna eru að hefja sitt undirbúningstímabil og fáar sem eru á miðju tímabili,“ sagði Skagamaðurinn. „Það var lítið hægt að gera við markinu þeirra. Það var stórglæsilegt skot upp í vinkilinn en alltaf svekkjandi að fá á sig mark.“ Jón Þór nýtti allar sex skiptingarnar sem hann mátti nota. Tveir leikmenn komu inn á í sínum fyrsta A-landsleik; markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir. „Auðvitað hefði ég viljað spila fleiri leikmönnum en við höfðum bara sex skiptingar. Frábærir leikmenn fengu ekkert að spila en sýndu mikla fagmennsku og voru til fyrirmyndar í því erfiða hlutverki. Ég er virkilega ánægður með þau svör sem ég fékk í ferðinni og í leiknum,“ sagði Jón Þór. „Við vorum meðvitaðir um að við gætum ekki farið yfir alla heimsins hluti strax í fyrsta verkefninu. Síðan eru margir leikmenn sem eru að hefja sitt undirbúningstímabil um þessar mundir. Við vildum ná upp góðri liðsheild og undirbúa okkar vel fyrir leikinn því það var mikilvægt að byrja þetta landsliðsár vel.“ Heilt yfir er nýi landsliðsþjálfarinn ánægður með fyrsta alvöru landsliðsverkefnið sitt. „Liðsheildin er öflug og liðsandinn góður. Það er mikill karakter í þessu liði og það sýndi það í þessari viku,“ sagði Jón Þór að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira
„Það er ekki hægt að biðja um betri byrjun. Verkefnið hefur gengið vel og liðið virkilega öflugt þessa viku. Það hefur gengið vel hérna og sigurinn er kærkominn,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, í samtali við Fréttablaðið eftir 2-1 sigur á Skotlandi í vináttulandsleik á La Manga í gær. Þetta var fyrsti leikur íslenska liðsins undir stjórn Jóns Þórs sem tók við sem landsliðsþjálfari síðasta haust. Eftir markalausan fyrri hálfleik dró til tíðinda snemma í þeim seinni. Elín Metta Jensen kom Íslandi yfir á 51. mínútu eftir sendingu Öglu Maríu Albertsdóttur. Þremur mínútum síðar skoraði Elín Metta öðru sinni eftir undirbúning Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Skotar minnkuðu muninn með glæsilegu marki með síðustu spyrnu leiksins. Elín Metta er nú komin með tíu landsliðsmörk en hún lék sinn 37. landsleik í gær. Valskonan er sú tólfta sem nær því að skora tíu mörk fyrir kvennalandsliðið. Hún er jöfn Katrínu Ómarsdóttur í 11. sæti markalistans. „Við byrjuðum leikinn af krafti. Vörnin var öflug allan leikinn en sóknin var stirð á köflum í fyrri hálfleik. En við náðum betri takti í sóknarleikinn í seinni hálfleik, héldum boltanum betur, færðum hann hraðar og komumst í þau svæði sem við vildum komast í,“ sagði Jón Þór. „Elín Metta gerði virkilega í mörkunum og undirbúningurinn að þeim var góður. Við sköpuðum okkur líka góð færi í seinni hálfleik og áttum nokkrar frábærar sóknir.“ Jón Þór segist ekki hafa haft miklar áhyggjur af því að Skotar kæmu til baka, jafnvel þótt skortur á leikformi færi að segja til sín hjá íslenska liðinu eftir því sem leið á leikinn. „Mér fannst við hafa mjög góð tök á leiknum og stjórna honum. Skotarnir færðu sig aðeins upp á skaftið undir lokin en það mátti kannski búast við því að það myndi draga af okkur síðasta stundarfjórðunginn. Flestir okkar leikmanna eru að hefja sitt undirbúningstímabil og fáar sem eru á miðju tímabili,“ sagði Skagamaðurinn. „Það var lítið hægt að gera við markinu þeirra. Það var stórglæsilegt skot upp í vinkilinn en alltaf svekkjandi að fá á sig mark.“ Jón Þór nýtti allar sex skiptingarnar sem hann mátti nota. Tveir leikmenn komu inn á í sínum fyrsta A-landsleik; markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir og miðjumaðurinn Alexandra Jóhannsdóttir. „Auðvitað hefði ég viljað spila fleiri leikmönnum en við höfðum bara sex skiptingar. Frábærir leikmenn fengu ekkert að spila en sýndu mikla fagmennsku og voru til fyrirmyndar í því erfiða hlutverki. Ég er virkilega ánægður með þau svör sem ég fékk í ferðinni og í leiknum,“ sagði Jón Þór. „Við vorum meðvitaðir um að við gætum ekki farið yfir alla heimsins hluti strax í fyrsta verkefninu. Síðan eru margir leikmenn sem eru að hefja sitt undirbúningstímabil um þessar mundir. Við vildum ná upp góðri liðsheild og undirbúa okkar vel fyrir leikinn því það var mikilvægt að byrja þetta landsliðsár vel.“ Heilt yfir er nýi landsliðsþjálfarinn ánægður með fyrsta alvöru landsliðsverkefnið sitt. „Liðsheildin er öflug og liðsandinn góður. Það er mikill karakter í þessu liði og það sýndi það í þessari viku,“ sagði Jón Þór að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenski boltinn Mest lesið Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Sjá meira