Fulltrúi Frakka í Eurovision tilkynnir morðhótanir og hatursummæli til lögreglu Atli Ísleifsson skrifar 31. janúar 2019 08:25 Bilal Hassani mun flytja lagið Roi í Eurovision-keppninni. Eurovision.tv Fulltrúi Frakka í Eurovision hefur tilkynnt morðhótanir og hatursummæli sem honum hafa borist til lögreglu. Franskir fjölmiðlar segja að söngvaranum, Bilal Hassani, hafi verið hótað vegna samkynhneigðar sinnar. Hinn nítján ára Bilal Hassani, sem mun flytja lagið Roi í keppninni í Ísrael í maí. Lögmaður hans, Etienne Deshoulières, segir í samtali við Le Monde að þeir hafi tilkynnt fjölda fólks fyrir meiðyrði, hatursummæli og hótanir um líkamsmeiðingar. Hassani þakkaði fyrir þann stuðning, sem hann hafi fengið eftir að hann tilkynnti málin til lögreglu, á Twitter í gær. Segir hann skilaboðahólf sín full af hlýjum orðum frá stuðningsmönnum.Il y’a surtout beaucoup d’amour , pleins de messages de soutien... #SpreadLoveNotHatehttps://t.co/1KYJwR9x8e — Bilal Hassani (@iambilalhassani) January 30, 2019Hassani kemur frá París og er af marokkóskum uppruna. Hann sló í gegn í Frakklandi eftir þátttöku sína í The Voice árið 2015 þar sem hann söng meðal annars lagið Rise Like a Phoenix sem Conchita Wurst söng í Eurovision árið 2014 og skilaði Austurríkismönnum sigri. Lagið Roi, sem útleggst á íslensku sem Kóngur, ku fjalla um það að vera trúr sjálfum sér. Lokakeppni Eurovision fer fram dagana 14., 16. og 18. maí í Tel Avív í Ísrael. Þar sem Frakkland er eitt „hinna fimm stóru“ mun Hassani ekki þurfa að taka þátt á öðru undanúrslitakvöldinu, heldur stígur fyrst á stokk á úrslitakvöldinu sjálfu. Eurovision Frakkland Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Fulltrúi Frakka í Eurovision hefur tilkynnt morðhótanir og hatursummæli sem honum hafa borist til lögreglu. Franskir fjölmiðlar segja að söngvaranum, Bilal Hassani, hafi verið hótað vegna samkynhneigðar sinnar. Hinn nítján ára Bilal Hassani, sem mun flytja lagið Roi í keppninni í Ísrael í maí. Lögmaður hans, Etienne Deshoulières, segir í samtali við Le Monde að þeir hafi tilkynnt fjölda fólks fyrir meiðyrði, hatursummæli og hótanir um líkamsmeiðingar. Hassani þakkaði fyrir þann stuðning, sem hann hafi fengið eftir að hann tilkynnti málin til lögreglu, á Twitter í gær. Segir hann skilaboðahólf sín full af hlýjum orðum frá stuðningsmönnum.Il y’a surtout beaucoup d’amour , pleins de messages de soutien... #SpreadLoveNotHatehttps://t.co/1KYJwR9x8e — Bilal Hassani (@iambilalhassani) January 30, 2019Hassani kemur frá París og er af marokkóskum uppruna. Hann sló í gegn í Frakklandi eftir þátttöku sína í The Voice árið 2015 þar sem hann söng meðal annars lagið Rise Like a Phoenix sem Conchita Wurst söng í Eurovision árið 2014 og skilaði Austurríkismönnum sigri. Lagið Roi, sem útleggst á íslensku sem Kóngur, ku fjalla um það að vera trúr sjálfum sér. Lokakeppni Eurovision fer fram dagana 14., 16. og 18. maí í Tel Avív í Ísrael. Þar sem Frakkland er eitt „hinna fimm stóru“ mun Hassani ekki þurfa að taka þátt á öðru undanúrslitakvöldinu, heldur stígur fyrst á stokk á úrslitakvöldinu sjálfu.
Eurovision Frakkland Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira