Guðrún Inga er hætt en segir að KSÍ sé ekki karlaklúbbur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2019 11:30 Guðrún Inga Sívertsen. Mynd/S2 Sport Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira
Guðrún Inga Sívertsen segir það áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa innan knattspyrnusambandsins. Guðrún Inga er að hætta í stjórn Knattspyrnusambands Íslands eftir tólf ára setu en hún hefur verið varaformaður sambandsins undanfarin ár. Arnar Björnsson ræddi við hana og spurði hana af hverju hún sé að hætta í stjórn KSÍ. „Af hverju ekki? Ég er búin að vera í tólf ár í stjórn, fannst þetta vera orðin góður tími og ákvað að segja að þetta væri komið gott. Það er engin ein sérstök ástæða fyrir því að ég hætti,“ sagði Guðrún Inga Sívertsen. Guðrún Inga var kjörin í stjórn KSÍ árið 2007 og er ein fárra kvenna í áhrifastöðu innan knattspyrnuhreyfingarinnar. Var hún einhvern tímann að velta því fyrir sér að bjóða sig fram til formanns? „Ég skal segja þér alveg satt. Ég hugsaði þetta fyrir tveimur árum og ígrundaði það vel. Ég var þá í spennandi verkefni í vinnunni og var ekki tilbúin að fara í slaginn. Sú afstaða var sú sama núna,“ sagði Guðrún Inga. Konum fækkar í þessum stórum störfum innan íslensku knattspyrnuhreyfingarinnar. „Það er áhyggjuefni og ég viðurkenni það líka að ég hefði viljað sjá fleiri nöfn á konum sem væru að bjóða sig fram í stjórnina. Þetta er eitthvað sem við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að huga að jafnt hjá KSÍ sem og hjá aðildarfélögunum okkar. Kvenfólk er stór hluti af hreyfingunni og við þurfum líka að láta til okkar taka innan stjórna jafnt hjá KSÍ og félögunum,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga segir að Knattspyrnusamband Íslands sé ekki karlaklúbbur. „Ég held að það væri samt sterkt að fá fleiri konur til starfa,“ sagði Guðrún Inga sem á góðar minningar frá stjórnarsetuárum sínum. „Þetta eru búin að vera yndisleg ár, tólf flott ár og fimm stórmót. Ég er gríðarlega stolt að hafa verið þátttakandi í þessari uppbyggingu. Ég er búin að kynnast mörgu góðu fólki og eignast frábæra vini. Auðvitað verður þetta skrýtið en ég er ekki hætt í fótboltanum. Ég bý við fótboltavöll og ég er ekkert farin. Ég verð áfram þátttakandi í íslenskri knattspyrnu,“ sagði Guðrún Inga. Guðrún Inga Sívertsen ætlar ekki að blanda sér í kosningabaráttu þeirra Guðna Bergssonar og Geirs Þorsteinssonar sem báðir sækjast nú eftir formannsstöðu KSÍ. „Ég vil bara gott fólk til þess að stýra knattspyrnunni á Íslandi,“ sagði Guðrún Inga að lokum en það má sjá allt viðtalið hér fyrir neðan.Klippa: Áhyggjuefni að fleiri konur veljist ekki til ábyrgðarstarfa
Íslenski boltinn Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Enski boltinn Fleiri fréttir Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Sjá meira