Seildist eftir handsprengju sem sprakk í höndunum á honum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. febrúar 2019 19:57 Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Vísir/ap Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019 Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Ljósmyndari sem myndaði laugardagsmótmælin í París sem kennd eru við gul öryggisvesti tók upp handsprengju til að forða því að hún myndi springa inn í mannmergðinni en við það sprakk hún í höndunum á honum með þeim afleiðingum að hann missti aðra höndina. Þetta kemur fram í frönskum fjölmiðlum. Ljósmyndarinn var í óða önn að taka ljósmyndir af óeirðunum sem voru fyrir fram franska þinghúsið þegar atvikið gerðist. Þegar lögreglan reyndi að brjóta mótmælin á bak aftur fékk ljósmyndarinn handsprengju í fótinn, sagði einn af sjónvarvottum í samtali við fréttastofu AFP. Ljósmyndarinn hafi þá samstundis tekið þá ákvörðun að ná handsprengjunni og kasta henni í burtu til að forða sjálfum sér og fólki í kringum hann frá sprengingu en hún sprakk í höndunum á honum um leið og hann tók hana upp. „Við tókum hann afsíðis og kölluðum eftir lækni. Þetta var ekki fögur sjón; hann æpti upp yfir sig af sársauka, hann hafði enga fingur og í raun var ekki mikið fyrir neðan úlnlið hans.“Eldur borinn að heimili þingforsetans Þúsundir fylktu liði í Frakklandi í dag til að mótmæla efnahagsstefnu yfirvalda en þetta er þrettánda helgin í röð sem mótmælendur þramma um götur Frakklands klæddir gulum öryggisvestum til að knýja á um breytingar. Auk sprengingarinnar var borinn eldur að heimili Richards Ferrands forseta franska þjóðþingsins. Hann birti ljósmynd af stofunni sinni á Twitter sem voru brunarústir einar eftir íkveikjuna. „Það er ekkert sem réttlætir ógnanir og ofbeldi í garð þjóðkjörins fulltrúa lýðveldisisins,“ segir Ferrand."Rien ne justifie les intimidations, rien ne justifie les violences et les dégradations."https://t.co/xGaQYvxXPa pic.twitter.com/oGA4DlifRD— Richard Ferrand (@RichardFerrand) February 8, 2019
Frakkland Tengdar fréttir Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50 „Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54 Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Macron ávarpar þjóðina: Lofar að hækka lágmarkslaun og gera breytingar á skattkerfinu Macron ætlar að hækka laun þeirra lægst launuðu um hundrað Evrur í hverjum mánuði frá ársbyrjun 2019 og þá hyggst hann hætta við ætlaða skattahækkun á eftirlaunaþega. 10. desember 2018 19:50
„Gulu vestin“ hyggjast bjóða fram til Evrópuþingsins Hreyfingin hefur tilkynnt um tíu frambjóðendur og að vonir standi til að 79 verði á framboðslistanum þegar upp er staðið. 24. janúar 2019 23:54
Gulstakkar mættu í sendiráð Íslands í París Óskuðu eftir áliti íslenskra stjórnvalda á aðgerðum þeirra. 30. janúar 2019 11:35