Neitað um laun nema framvísa vegabréfi Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 4. febrúar 2019 21:00 Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir að líkja megi ólaunuðum prufuvöktum við nútíma þrælahald. Vísir/Sigurjón Ólason Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”. Kjaramál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Koma átti í veg fyrir að útlendingi yrðu greidd laun fyrir svokallaða prufuvakt hjá þjónustufyrirtæki með því að óska eftir framvísun vegabréfs þegar hann innheimti skuldina. Halldór Oddsson, lögfræðingur hjá ASÍ, segir það með öllu óheimilt. Prufuvaktir hafa verið að ryðja sér rúms hér á landi síðustu árin. Þá er boðið upp á að prófa vaktir á vinnustað til að kanna hvort viðkomandi valdi starfinu og standi sig vel. Í sumum tilfellum er starfinu landað en öðrum ekki. Sama hvernig fer þá á alltaf að fá greiðslu fyrir slíkar vaktir. „Þetta er bara neikvæð þróun að þetta sé í gangi. Það jaðrar í raun við einhverskonar þrælahald að vera að plata ungt fólk og útlendinga jafnvel til þess að vinna ólaunaða vinnu. Það segir sig sjálft. Við skorum á alla, sérstaklega þá atvinnurekendur sem þetta stunda að láta af þessu og þá sem lenda í þessu að hafa samband við viðeigandi stéttarfélag og hlutast til um að þetta sé leiðrétt," segir Halldór. Fær sjaldan greitt fyrir prufuvakt Hjón sem fréttastofa ræddi við segja algengt að brotið sé á útlendingum á þennan hátt. Vegna veikrar stöðu sinnar á vinnumarkaði vilja þau ekki koma fram undir nafni. Maðurinn hefur ítrekað upplifað þetta og af þeim sex stöðum sem hann hefur farið á prufuvakt hafa aðeins tveir greitt honum laun fyrir. Nýjasta dæmið er að hann var krafinn um vegabréf til þess að fá greidd laun fyrir prufuvakt sem hann vann fyrir tiltekið fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu. Ég myndi ætla að þetta hafi verið gert til þess að fæla viðkomandi frá. Þetta kemur bara vinnu og launagreiðslum ekkert við, hvaða vegabréf viðkomandi hefur,” segir Halldór. Aðspurður hvort þetta hreinlega megi er svarið einfalt: „Nei”.
Kjaramál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira