Klókir njósnarar Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. febrúar 2019 07:00 Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Einhvern tímann skoðaði ég á Pinterest uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi í súrsætri sósu að asískum hætti. Ég eldaði góða uppskrift og hlaut mikið hrós fyrir frá mínu fólki. Síðan þá hef ég stundum gripið aftur til þessarar uppskriftar og árangurinn verður sífellt betri og betri. Ég má heita sérfræðingur, orðið, í sesamkjúklingi að asískum hætti. En hvað um það. Það sem er athyglisvert við þetta litla framtak mitt, er það að fólkið á Pinterest-skrifstofunni er greinilega rosalega upptekið af því að ég skuli hafa leitað að uppskrift hjá þeim að sesamkjúklingi. Alveg síðan ég leitaði að þessu fyrst, fyrir um fjórum árum, hafa stöðugt komið frá Pinterest fleiri tillögur að alls konar uppskriftum að slíkum kjúklingi. Athugaðu þessar uppskriftir að stökkum sesamkjúklingi, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið mitt. Mér líður eins og þau þarna á Pinterest haldi að þetta sé það eina sem ég geri: Að elda sesamkjúkling. Það er eins og þau átti sig ekki á því, að leit minni að hinum fullkomna sesamkjúklingi er lokið.Snjöll sölumennska Pinterest telur greinilega líka að eftir að ég skoðaði mismunandi útfærslur af stigum og smíðaði stiga fyrir nokkrum árum, sé ég enn að smíða stiga. Skoðaðu þennan stiga, Guðmundur! kemur reglulega í pósthólfið, á milli kjúklinganna. Pinterest heldur kannski að ég sé endalaust að bæta við stigann, til að komast hærra. Konan mín pantaði einu sinni gistingu fyrir okkur hjónin á fallegu nýju hóteli við Úlfljótsvatn. Þetta hótel reyndist áður hafa verið meðferðarheimilið Byrgið — sem gerði mig að Guðmundi í Byrginu um stundarsakir — en það sem skiptir máli hér, er það að hotels.com er alveg með það á hreinu að konan mín leiti enn að gistingu á þessum slóðum. Samkvæmt hotels.com linnir hún ekki látum. Hún verður að þefa uppi fleiri gistingar við Úlfljótsvatn. Skoðaðu þetta hótel við Úlfljótsvatn! kemur í pósthólfið hennar.Hver er ég? Ég er viss um að borgarstjórnarminnihlutinn, eftir að hafa gúgglað pálmatré alla síðustu viku, mun fá sendar tillögur að síðum um pálmatré í áratugi hér eftir. Svona gengur algóriþmum stórfyrirtækjanna vel að skilgreina áhugasvið neytendanna, eða hitt þó heldur. Mikið er rætt þessa dagana um njósnir Facebook, Instagram og annarra samfélagsmiðla, netverslana og bókunarsíðna. Um það hvernig upplýsingum er safnað um hegðun fólks og þær ganga kaupum og sölum. Óprúttnir aðilar reyna að færa sér þetta í nyt. Auðvitað er þetta áhyggjuefni og auðvitað þarf að setja þessari gagnaöflun skorður og það þarf að tryggja vernd persónuupplýsinga. En hitt er aftur annað mál: Ég held að það sé full ástæða til þess að minna sig ítrekað á það, að alveg sama hvað Zuckerberg — eða hvað hann nú heitir sá ágæti maður — safnar mörgum leitarorðum frá mér, þá veit hann samt auðvitað ekki hver ég er. Allar manneskjur eru miklu flóknari, dýpri og meira spennandi en öll leitarorð heimsins geta sagt til um. Ég er ekki miðillinn sem ég nota eða netið sem ég skoða. Að því sögðu er ég rokinn á Úlfljótsvatn til að smíða stiga og búa til sesamkjúkling.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun