Söguleg heimsókn páfa til Arabíuskaga Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. febrúar 2019 08:00 Frans páfi sést hér ásamt krónprinsinum Mohammed bin Zayed við komuna til Abú Dabí í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins. Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Frans páfi kom í gær til Abú Dabí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum (S.A.F.) en um er að ræða sögulega fyrstu heimsókn leiðtoga kaþólsku kirkjunnar til Arabíuskaga. Það var krónprins landsins Mohammed bin Zayed sem bauð páfa til þátttöku í trúarráðstefnu. Á þriðjudag mun Frans páfi halda messu sem búist er við að um 120 þúsund manns muni sækja en tæplega milljón kaþólikka er búsett í S.A.F. Við brottförina frá Róm lagði Frans páfi áherslu á þjáningarnar sem íbúar Jemens ganga í gegnum vegna stríðsátaka í landinu en hann hefur áður biðlað til alþjóðasamfélagsins um að binda enda á átökin. Páfinn hrósaði yfirvöldum í S.A.F. í aðdraganda heimsóknarinnar og sagði þau reyna að tryggja sambúð ólíkra menningarheima. Árið 2019 hefur verið nefnt „ár umburðarlyndis“ í landinu. S.A.F. hafa ásamt Sádi Arabíu stutt stjórnarherinn í Jemen gegn uppreisnarsveitum Húta. Ýmsir hafa gagnrýnt heimsókn páfa vegna aðkomu S.A.F. að stríðinu í Jemen. Þannig sagði fyrrverandi CIA-maðurinn Emile Nakhleh að heimsóknin væri ekki réttlætanleg á meðan S.A.F. væru tengd stríðinu í Jemen. Ef páfinn myndi ekki taka málið upp í viðræðum sínum við ráðamenn í S.A.F. myndi hann tapa trúverðugleika sínum í Miðausturlöndum. Paul Lansu sem starfar hjá kaþólsku friðarsamtökunum Pax Christi International sagðist vonast til þess að páfanum tækist að sannfæra ráðamenn í S.A.F. um að breyta um stefnu varðandi stríðið í Jemen. Leiðarahöfundur í breska blaðinu The Guardian bendir á að páfinn hafi áður verið gagnrýndur fyrir að hafa svikið kaþólsku kirkjuna í Kína fyrir samkomulag við þarlend stjórnvöld. Þá hafi hann ekki viljað styggja stjórnvöld í Mjanmar með því að minnast á Róhingja í heimsókn sinni þangað. Þótt það sé ólíklegt að páfinn noti tækifærið til að ræða ástandið í Jemen séu það engu að síður mikilvæg skilaboð að kristnir geti á friðsælan hátt komið saman til trúarathafnar í múslimsku landi. Friðarviðræður milli stríðsaðila í Jemen héldu áfram í gær eftir að hafa legið niðri í um einn mánuð. Viðræðurnar fóru fram í skipi á vegum Sameinuðu þjóðanna á Rauðahafi þar sem hvorki náðist samkomulag um fundarstað á yfirráðasvæðum Húta né stjórnarhersins.
Birtist í Fréttablaðinu Páfagarður Sameinuðu arabísku furstadæmin Tengdar fréttir Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Fleiri fréttir Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Sjá meira
Fyrstur páfa til að sækja Arabíuskaga heim Leiðtogi kaþólsku kirkjunnar, Frans páfi, mun í dag sækja Sameinuðu arabísku furstadæmin heim. 3. febrúar 2019 16:00