Telur tillögur ríkisstjórnarinnar ábyrgar og raunsæjar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2019 14:01 Halldór Benjamín Þorbergsson er framkvæmdastjóri SA. vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. SA fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um tillögurnar í dag. „Það voru kynntar mögulegar ráðstafanir varðandi breytingar á tekjuskattskerfi, tillögur um það hvernig mæta megi framboðsskorti á húsnæðismarkaði og síðan hluti sem ég vil kalla aðrar ráðstafanir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga. Þessar tillögur taka mið af því efnahagsumhverfi sem við búum í, að takturinn í hagkerfinu er að hægjast tiltölulega hratt, og mér þóttu þessar tillögur ábyrgar og raunsæjar,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi lengi legi ljóst fyrir í hans huga að kjarasamningarnir myndu leysast með þeim hætti að allir aðilar myndu slá af sínum ítrustu kröfum. „Atvinnurekendur myndu leggja sitt inn til lausnar kjaradeilunni og verkalýðsfélögin myndu meta það framlag sem kæmi frá atvinnurekendum og ríkinu sem einhvers konar samsetta lausn. Eftir þennan fund erum við komin með gleggri mynd af því hver möguleg aðkoma ríkisvaldsins gæti orðið við úrlausn kjarasamninga.“En eru tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til þess fallnar að liðka fyrir lausn kjaradeilunnar? „Miðað við þá stuttu yfirferð sem við fengum á þessum mögulegu tillögum þá eru þær sannarlega innlegg í úrlausn kjaradeilunnar en tíminn verður að leiða í ljós hversu þungt þetta vegur.“ Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30 Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að tillögur ríkisstjórnarinnar um mögulegar aðgerðir til að liðka fyrir kjarasamningum séu ábyrgar og raunsæjar. SA fundaði með fulltrúum ríkisstjórnarinnar um tillögurnar í dag. „Það voru kynntar mögulegar ráðstafanir varðandi breytingar á tekjuskattskerfi, tillögur um það hvernig mæta megi framboðsskorti á húsnæðismarkaði og síðan hluti sem ég vil kalla aðrar ráðstafanir ríkisvaldsins í tengslum við kjarasamninga. Þessar tillögur taka mið af því efnahagsumhverfi sem við búum í, að takturinn í hagkerfinu er að hægjast tiltölulega hratt, og mér þóttu þessar tillögur ábyrgar og raunsæjar,“ segir Halldór Benjamín í samtali við Vísi. Hann segir að það hafi lengi legi ljóst fyrir í hans huga að kjarasamningarnir myndu leysast með þeim hætti að allir aðilar myndu slá af sínum ítrustu kröfum. „Atvinnurekendur myndu leggja sitt inn til lausnar kjaradeilunni og verkalýðsfélögin myndu meta það framlag sem kæmi frá atvinnurekendum og ríkinu sem einhvers konar samsetta lausn. Eftir þennan fund erum við komin með gleggri mynd af því hver möguleg aðkoma ríkisvaldsins gæti orðið við úrlausn kjarasamninga.“En eru tillögur ríkisstjórnarinnar að mögulegum aðgerðum til þess fallnar að liðka fyrir lausn kjaradeilunnar? „Miðað við þá stuttu yfirferð sem við fengum á þessum mögulegu tillögum þá eru þær sannarlega innlegg í úrlausn kjaradeilunnar en tíminn verður að leiða í ljós hversu þungt þetta vegur.“
Kjaramál Tengdar fréttir Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30 Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36 Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Sjá meira
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48
Búist við að stjórnvöld sýni á spilin í dag Stjórnvöld munu funda með aðilum vinnumarkaðarins í dag þar sem búist er við að þau muni kynna aðgerðir sem stjórnvöld eru reiðubúin að grípa til til að liðka fyrir gerð kjarasamninga. 19. febrúar 2019 11:30
Sauð upp úr í stjórnarráðinu Vilhjálmur Birgisson gekk út af fundi með ríkisstjórninni. 19. febrúar 2019 12:36