„Ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum“ Stefán Rafn Sigurbjörnsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 18. febrúar 2019 12:21 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. vísir/vilhelm Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór. Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, gefur lítið fyrir fréttaflutning Fréttablaðsins í dag um að brestir séu komnir í samstöðu verkalýðsfélaganna fjögurra sem sitja við samningaborðið hjá ríkissáttasemjara og eiga í kjaraviðræðum við Samtök atvinnulífsins. Hann segir uppsláttinn dapurlegan vitnisburð um þann áróður sem félögin hafi þurft að þola síðan þau ákváðu að vera í samfloti í viðræðunum en í Fréttablaðinu var vísað í heimildarmenn blaðsins sem mátu hagsmuni félaganna of ólíka til þess að hægt væri að klára viðræðurnar saman. „Það er náttúrulega ótrúlegt að þurfa að svara svona fabúleringum um samstöðuleysi og einhverja bresti í okkar vinnu. Ég myndi segja að samstaða hópsins og traust hafi aldrei verið meira og betra,“ segir Ragnar Þór í samtali við fréttastofu.Myndi veikja hreyfinguna að vera í sundur Hann segir félögin vita að samstaða þeirra muni skila sér á endanum í betri samningum fyrir þau öll. „Það myndi veikja hreyfinguna gríðarlega og okkur sjálf ef við værum í sundur. Þetta höfum við alltaf vitað og það hefur aldrei fallið skuggi á okkar samstarf og vinnu,“ segir Ragnar Þór. Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gær ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins boði til verkfalla á næstu viku ef þeim líst ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Fyrir liggur að yfirgnæfandi meirihluti félagsmanna í Eflingu er hlynntur verkfalli en í frétt Fréttablaðsins í morgun kom fram ólíklegt væri að verkfall yrði samþykkt innan VR.Félagsmenn VR taki afstöðu til verkfalla ef þess þarf Aðspurður hvort vilji félagsmanna í VR til verkfalls hafi eitthvað verið kannaður segir hann slíka könnun ekki hafa farið fram. „Ég reikna nú bara með að í okkar samfélagi séu skiptar skoðanir um vinnudeilur almennt. En komi til átaka eða aðgerða þá munum við leggja það í dóm okkar félagsmanna. Það eru bara félagsmenn sjálfir sem munu á endanum kjósa um það hvort það komi til átaka á vinnumarkaði eins og var gert hérna 2015,“ segir Ragnar. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að leggja það fyrir félagsmenn að taka afstöðu til harðari aðgerða í kjaradeilunni. „Ég er þess fullviss að þegar okkar félagsmenn vita hvað við erum að gera og hvað er í boði þá hef ég ekki áhyggjur af stuðningi okkar baklands fyrir aðgerðum ef til þess kemur,“ segir Ragnar Þór.
Kjaramál Tengdar fréttir Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07 Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00 Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Sjá meira
Gunnar Smári hvetur fólk til þess að afþakka Fréttablaðið Gunnar Smári Egilsson, sem kom að stofnun Fréttablaðsins og er einn af stofnendum Sósíalistaflokksins, hvetur fólk til þess að afþakka blaðið sem hann ritstýrði um árabil. 18. febrúar 2019 11:07
Brestur í blokkinni? Ólíkir hagsmunir félagsmanna gætu gert verkalýðsfélögum í samfloti erfitt að klára kjaraviðræður saman. Fleiri félög gætu þó bæst í hópinn. Ráðherrahópur fundar um breytingar á skattkerfi í dag. Úrslitastund gæti runnið upp á fimmtudag 18. febrúar 2019 07:00
Starfsgreinasambandið metur hvort vísa eigi kjaradeilu til ríkissáttasemjara Á fundi samninganefndar Starfsgreinasambandsins í liðinni var samþykkt einróma að veita viðræðunefnd sambandsins umboð til þess að vísa kjaradeilunni við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara á næstu dögum ef nefndin telur ástæðu til. 18. febrúar 2019 11:48