Prinsinn í Sádi-Arabíu ætlar ekki að kaupa Man. United Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. febrúar 2019 09:30 Bandaríkjamennirnir verða áfram við völdin á Old Trafford. vísir/getty Prins Mohammed bin Salman, prinsinn af Sádi-Arabíu, ætlar ekki að kaupa Manchester United eins og greint hefur verið frá í enskum miðlum en þetta fullyrðir Turki al-Shabanah, fjölmiðlaráðherra landsins, á Twitter. Greint var frá því í ensku pressunni að Bin Salman ætlaði sér að kaupa United fyrir 3,8 milljarða punda en það er alrangt samkvæmt fjölmiðlaráðherranum sem blés á þessar sögusagnir í dag.Reports claiming that HRH the Crown Prince Mohammed Bin Salman intends on buying @ManUtd are completely false. Manchester United held a meeting with @PIFSaudi to discuss sponsorship opportunity . No deal has been materialized. — تركي الشبانه (@TurkiAlshabanah) February 17, 2019 Hann bætti svo við að Manchester United hefði vissulega sest niður með fjárfestingasjóð í Sádi-Arabíu þar sem ræddir voru styrktarmöguleikar en ekki hefur verið gengið formlega frá neinu. Síðast í október greindi Sky Sports frá því að Manchester United væri ekki til sölu þegar fyrst var sagt frá meintum áhuga Bin Salman. Manchester United er í eigu Glazer-fjölskyldunnar bandarísku sem tilkynnti um 208 milljóna punda tekjur á öðrum fjórðungi ársins en búist er við að tekjur Manchester United á þessu fjármálaári verði á milli 615-630 milljónir punda. Prinsinn í Sádi-Arabíu er einn ríkasti og voldugasti maður heims og er talið nokkuð víst að hann ætli sér að komast í Evrópufótboltann á næstu misserum. Nágrannar hans frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar hafa verið duglegir að fjárfesta í fótboltaliðum en Sheik Mansour á Manchester City og þá er Paris Saint-Germain í eigu Qatar Sports Investments. Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira
Prins Mohammed bin Salman, prinsinn af Sádi-Arabíu, ætlar ekki að kaupa Manchester United eins og greint hefur verið frá í enskum miðlum en þetta fullyrðir Turki al-Shabanah, fjölmiðlaráðherra landsins, á Twitter. Greint var frá því í ensku pressunni að Bin Salman ætlaði sér að kaupa United fyrir 3,8 milljarða punda en það er alrangt samkvæmt fjölmiðlaráðherranum sem blés á þessar sögusagnir í dag.Reports claiming that HRH the Crown Prince Mohammed Bin Salman intends on buying @ManUtd are completely false. Manchester United held a meeting with @PIFSaudi to discuss sponsorship opportunity . No deal has been materialized. — تركي الشبانه (@TurkiAlshabanah) February 17, 2019 Hann bætti svo við að Manchester United hefði vissulega sest niður með fjárfestingasjóð í Sádi-Arabíu þar sem ræddir voru styrktarmöguleikar en ekki hefur verið gengið formlega frá neinu. Síðast í október greindi Sky Sports frá því að Manchester United væri ekki til sölu þegar fyrst var sagt frá meintum áhuga Bin Salman. Manchester United er í eigu Glazer-fjölskyldunnar bandarísku sem tilkynnti um 208 milljóna punda tekjur á öðrum fjórðungi ársins en búist er við að tekjur Manchester United á þessu fjármálaári verði á milli 615-630 milljónir punda. Prinsinn í Sádi-Arabíu er einn ríkasti og voldugasti maður heims og er talið nokkuð víst að hann ætli sér að komast í Evrópufótboltann á næstu misserum. Nágrannar hans frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar hafa verið duglegir að fjárfesta í fótboltaliðum en Sheik Mansour á Manchester City og þá er Paris Saint-Germain í eigu Qatar Sports Investments.
Enski boltinn Sádi-Arabía Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Sjá meira