Brestur í blokkinni? Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 18. febrúar 2019 07:00 Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, Ragnar Þór Ingólfsson,formaður VR, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, á fundi hjá ríkissáttasemjara í síðustu viku. vísir/vilhelm Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af því að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og formaður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launakjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Vilhjálmur segir það á vettvangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar. Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu félagsmenn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðsins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samningsumboðið verði tekið af Starfsgreinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Verkalýðsfélögin fjögur sem sitja saman við samningaborð Ríkissáttasemjara hafa of ólíka hagsmuni til að geta klárað viðræðurnar í samfloti, að mati heimildarmanna Fréttablaðsins innan verkalýðshreyfingarinnar. Formenn Verkalýðsfélags Akraness og VR hafi sameiginlega hagsmuni af því að ræða vexti, verðtryggingu, vísitölu og húsnæðismál en formaður Eflingar þarf að semja um kjör hinna lægst launuðu. Formaður Verkalýðsfélags Grindavíkur er sagður á svipuðum nótum og formaður Eflingar enda að semja fyrir fiskverkafólk á svipuðum launakjörum og félagsmenn Eflingar. „Það er algerlega af og frá,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, aðspurður um bresti í samstöðu félaganna fjögurra. „Við erum mjög samhent í þessari vinnu og stöndum og föllum með henni saman.“ Hann segir fund forsetateymis ASÍ með stjórnvöldum á morgun geta haft úrslitaáhrif á hvort samningar náist en næsti fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara verður á fimmtudag. Félögin bíða nú eftir tillögum stjórnvalda um skattkerfisbreytingar. Vilhjálmur segir það á vettvangi ASÍ að ræða við stjórnvöld en fundur félaganna fjögurra hjá Ríkissáttasemjara næsta fimmtudag muni að sjálfsögðu taka mið af fundi ASÍ með stjórnvöldum sem ráðgerður er í vikunni. Starfshópur fjármálaráðherra um skattkerfisbreytingar hefur lokið sinni vinnu og eru tillögur hópsins til pólitískrar meðferðar en ráðherrar úr öllum f lokkum ríkisstjórnar funda um þær í dag. Tillögurnar eru hugsaðar sem útspil í kjaraviðræðurnar en samkvæmt fjármálaáætlun má ráðstafa fjórtán milljörðum í skattkerfisbreytingar. Ljóst er að það getur haft mjög ólík áhrif á félagsmenn félaganna fjögurra hvernig því fé verður varið. Af sömu ástæðum gætu félagsmenn þeirra haft mjög ólíka afstöðu til verkfalls og telja heimildir blaðsins meðal félagsmanna VR ólíklegt að verkfall verði samþykkt í VR. Ragnar Þór hafi ekki annan kost en að ná samningum, enda megi líta svo á að hann hafi þegar náð helstu markmiðum félagsins. Þá herma heimildir blaðsins að boðað verði til félagsfundar í stéttarfélaginu Framsýn á Húsavík í vikunni til að ákveða hvort samningsumboðið verði tekið af Starfsgreinasambandinu og félagið gangi í bandalag félaganna fjögurra.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira