Tryggvi fær loksins að snúa heim á Hvolsvöll í haust Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. febrúar 2019 19:45 Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði. Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Tryggvi Ingólfsson fær að snúa heim aftur á dvalar- og hjúkrunarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli í haust, eftir að hafa verið í stofufangelsi á Landspítalanum í á að verða eitt ár. Tryggvi fagnar fréttunum en segir þó allt of langt að bíða til haustsins. Stuðningsmenn Tryggva afhentu félags- og barnamálaráðherra samantekt um málefni Tryggva fyrir helgi, auk þess sem oddviti Rangárþings eystra og sveitarstjóri fengu samskonar gögn. Tryggvi lamaðist frá hálsi þegar hann datt af hestbaki árið 2006 en eftir slysið fékk hann pláss á Kirkjuhvoli í heimabæ sínum Hvolsvelli og leið þar mjög vel í þau ellefu ár sem hann bjó þar. Tryggvi þurfti að fara í aðgerð á Landspítalanum og dvelja þar í þrjá mánuði en þegar hann ætlaði að snúa aftur heim á Kirkjuhvol höfðu tólf starfsmenn heimilisins skrifað undir bréf þess efnis að þeir myndu ganga út ef Tryggvi kæmi aftur. Á meðan hefur Tryggvi þurft að vera í „stofufangelsi á Landspítalanum, eins og hann segir sjálfur, í að verða eitt ár. Hafa læknar þó metið hann útskriftarhæfan.Ásmundur Einar Daðason, félags og barnamálaráðherra tók við skýrslu um málefni Tryggva frá stuðningsmönnum hans á föstudaginn. Þar var líka Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi.Magnús HlynurEn getur Tryggvi ímyndað sér af hverju þessi tólf starfsmenn vildu ekki fá hann aftur á Kirkjuhvol?„Nei, það get ég ekki. Ég hef í tvígang beðið um að fá að tala við þau og funda með þeim ef það væri eitthvað, sem ég hefði gert af mér, sem ég áttaði mig ekki á. Vildi þá leiðrétta það og koma því í lag. Í bæði skiptin var mér neitað um það,“ segir Tryggvi. En Tryggvi vill fara aftur á Kirkjuhvol. „Já, ég hef alltaf sagt það að ég vildi fara á Kirkjuhvol þrátt fyrir þetta, því að þarna leið mér vel. Mér fannst starfsfólkið sem annaðist mig alla vega mjög góðir vinir mínir,“ bætir Tryggvi við. Tryggvi eyðir deginum mikið í tölvunni þar sem hann stýrir músinni með hökunni og kinnum. Á föstudaginn fékk Tryggvi bestu fréttir sem hann hefur fengið lengi þegar hann fékk tölvupóst frá Antoni Kára Halldórssyni, sveitarstjóra Rangárþings eystra. „Þar sem að hann tilkynnti mér það að Kirkjuhvoll væri tilbúinn að taka á móti mér 1. september næstkomandi. Ég er mjög lukkulegur með þetta. Það eina sér mér finnst slæmt að þurfa að bíða í sjö mánuði í viðbót og ég veit í rauninni ekkert hvar ég á að bíða.“ Tryggvi hrósar starfsfólki lungadeildar Landspítalans fyrri frábæra umönnun en hann þráir þó ekkert heitara en að komast heim á Kirkjuhvol sem fyrst. Ekki hafa fengist neinar skýringar hjá sveitarstjórn Rangárþings eystra, sem fer með málefni Kirkjuhvols, af hverju Tryggva var úthýst af heimilinu á sínum tíma.Lilja Einarsdóttir, oddviti Rangárþings eystra og Anton Kári Halldórsson, sveitarstjóri tóku líka á móti skýrslu um málefni Tryggva á föstudaginn en það var Sæunn Þóra Þórarinsdóttir, sem vann skýrsluna sem sá um að afhenda þeim hana.AðsendTryggvi styttir sér stundir með því að vinna í tölvunni sinni en hann notar hökuna og kinnar til að stjórna músinni.Magnús HlynurTryggvi sem segist vera í stofufangelsi á Landsspítalanum enda voru læknar búnir að útskrifa hann af spítalanum fyrir tæplegu ári síðan. Á meðan hann kemst ekki í burtu þá teppir hann tvö pláss á lungadeildinni með tilheyrandi kostnaði.
Heilbrigðismál Landspítalinn Rangárþing eystra Tengdar fréttir Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Innlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Fleiri fréttir Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Sjá meira
Þráir að komast heim á Hvolsvöll Stuðningshópur Tryggva Ingólfssonar á Hvolsvelli hefur sett á laggirnar undirskriftalista þar sem skorað er á sveitarstjóra Rangárþings eystra og ráðherra heilbrigðisráðuneytis að finna lausn á búsetuúrræðum fyrir Tryggva. 31. janúar 2019 09:45