Múrinn um matarkörfuna Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 14. febrúar 2019 13:30 Það er sjarmi að búa í svo fámennu samfélagi að við spjöllum við kunningja þegar við kaupum í matinn og nikkum til granna við kassann. Návígið hefur gert að ég raða í körfuna eftir ákveðinni aðferðafræði. Matarkörfunni fylgir nefnilega alltaf einhver feimni, því matarkarfa segir ákveðna sögu. Ég fel dömubindin í körfunni. Reyndar líka Bingókúlurnar (undir salatpoka) þrátt fyrir að það teljist kannski ekki fréttnæmt að fertugar konur kaupi dömubindi og að það sé lógískt skynsömu fólki að konur kaupa dömubindi einmitt á sama tíma og þær kaupa súkkulaði. Ég reyni að líta aldrei ofan í körfur annarra, ekki frekar en ég myndi lesa dagbók þó hún stæði opin. Matarkarfan segir ekki bara sögu okkar. Hún segir sögu um samfélagið. Rjómi og beikon rokselst. Allir með sómakennd fela brauð og ávexti í körfunni. Og svo segir ein matarkarfa í hverfisverslun á Íslandi sögu um pólitík. Íslenska matarkarfan kostar 40-67% meira en sama matarkarfa í höfuðborgum Norðurlandanna. Verðmunurinn felst að stórum hluta í innlendum landbúnaðarvörum. Ástæðan er pólitík, múrinn sem stjórnvöld hafa reist kringum matarkörfuna. Vernd landbúnaðar er hvergi meiri innan OECD og greinin er að hluta undanþegin samkeppnislögum. Hæstiréttur Bandaríkjanna rammaði inn mikilvægi samkeppnislaga með því að segja samkeppnislög hafa sömu þýðingu fyrir frjálsan markað og stjórnarskrána fyrir vernd mannréttinda. Múrinn um matarkörfuna hefur áhrif á lífskjör okkar, karfan okkar er dýrari og fábreyttari. Í því ljósi er merkilegt hvað stjórnvöld gera lítið til að vernda frelsi okkar þegar við kaupum í matinn. Það eru nefnilega mannréttindi í matarkörfunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Sjá meira
Það er sjarmi að búa í svo fámennu samfélagi að við spjöllum við kunningja þegar við kaupum í matinn og nikkum til granna við kassann. Návígið hefur gert að ég raða í körfuna eftir ákveðinni aðferðafræði. Matarkörfunni fylgir nefnilega alltaf einhver feimni, því matarkarfa segir ákveðna sögu. Ég fel dömubindin í körfunni. Reyndar líka Bingókúlurnar (undir salatpoka) þrátt fyrir að það teljist kannski ekki fréttnæmt að fertugar konur kaupi dömubindi og að það sé lógískt skynsömu fólki að konur kaupa dömubindi einmitt á sama tíma og þær kaupa súkkulaði. Ég reyni að líta aldrei ofan í körfur annarra, ekki frekar en ég myndi lesa dagbók þó hún stæði opin. Matarkarfan segir ekki bara sögu okkar. Hún segir sögu um samfélagið. Rjómi og beikon rokselst. Allir með sómakennd fela brauð og ávexti í körfunni. Og svo segir ein matarkarfa í hverfisverslun á Íslandi sögu um pólitík. Íslenska matarkarfan kostar 40-67% meira en sama matarkarfa í höfuðborgum Norðurlandanna. Verðmunurinn felst að stórum hluta í innlendum landbúnaðarvörum. Ástæðan er pólitík, múrinn sem stjórnvöld hafa reist kringum matarkörfuna. Vernd landbúnaðar er hvergi meiri innan OECD og greinin er að hluta undanþegin samkeppnislögum. Hæstiréttur Bandaríkjanna rammaði inn mikilvægi samkeppnislaga með því að segja samkeppnislög hafa sömu þýðingu fyrir frjálsan markað og stjórnarskrána fyrir vernd mannréttinda. Múrinn um matarkörfuna hefur áhrif á lífskjör okkar, karfan okkar er dýrari og fábreyttari. Í því ljósi er merkilegt hvað stjórnvöld gera lítið til að vernda frelsi okkar þegar við kaupum í matinn. Það eru nefnilega mannréttindi í matarkörfunni.
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar