Alvarleg árekstrarhætta þegar flugvél rétt náði yfir söndunarbíl í flugtaki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. febrúar 2019 08:55 Reykjavíkurflugvöllur í Vatnsmýri. Vísir/Vilhelm Litlu mátti muna að flugvél rækist á söndunarbíl á Reykjavíkurflugvelli 11.janúar á síðasta ári í flugtaki. Flugvélin tók á loft án heimildar frá flugturni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað inn lokaskýrslu vegna málsins, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik, en um einkaþotu af gerð Cessna 525A var að ræða. Þrír voru um borð. Flugvélin var að undirbúa sig undir flugtak á flugbraut 19 en á sama tíma var söndunarbíll að sanda flugbraut 13. Í skýrslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki gert sér grein að verið væri að sanda hina flugbrautina.Eins og ef til vill má sjá á þessari óskýru mynd mátti ekki miklu muna að illa færi.Mynd/RNSAÍ skýrslunni kemur einnig fram að áhöfnin hafi ekki fengið heimild frá flugturninum til þess að hefja flugtak, áhöfnin hafi heyrt einhverjar upplýsingar frá flugturninum, en ekki skilið þær þar sem þau samskipti hafi verið á íslensku, enda ætlaðar annarri flugvél. Engu að síður hóf flugmaðurinn flugtak á sama tíma og söndunarbílinn var við það að fara yfir þar sem flugbrautirnar mætast. Bílstjóri bílsins sagðist hafa tekið eftir flugvélinni á síðustu stundu og ekki haft tíma til að bregðast við. Í skýrslunni kemur fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast og að flugvélin hafi rétt sloppið yfir söndunarbílinn í flugtakinu, en talið er að minna en einum metra hafi munað á bílnum og flugvélinni þegar minnst var. Rannsóknarnefndin mælir með því að öll samskipti á milli flugturns og flugvéla fari fram á ensku, þegar áhöfn minnst einnar flugvélar í samskiptum við flugturninn, tali ensku við flugturninn. Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Litlu mátti muna að flugvél rækist á söndunarbíl á Reykjavíkurflugvelli 11.janúar á síðasta ári í flugtaki. Flugvélin tók á loft án heimildar frá flugturni. Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur skilað inn lokaskýrslu vegna málsins, sem flokkað er sem alvarlegt flugatvik, en um einkaþotu af gerð Cessna 525A var að ræða. Þrír voru um borð. Flugvélin var að undirbúa sig undir flugtak á flugbraut 19 en á sama tíma var söndunarbíll að sanda flugbraut 13. Í skýrslunni kemur fram að áhöfn vélarinnar hafi ekki gert sér grein að verið væri að sanda hina flugbrautina.Eins og ef til vill má sjá á þessari óskýru mynd mátti ekki miklu muna að illa færi.Mynd/RNSAÍ skýrslunni kemur einnig fram að áhöfnin hafi ekki fengið heimild frá flugturninum til þess að hefja flugtak, áhöfnin hafi heyrt einhverjar upplýsingar frá flugturninum, en ekki skilið þær þar sem þau samskipti hafi verið á íslensku, enda ætlaðar annarri flugvél. Engu að síður hóf flugmaðurinn flugtak á sama tíma og söndunarbílinn var við það að fara yfir þar sem flugbrautirnar mætast. Bílstjóri bílsins sagðist hafa tekið eftir flugvélinni á síðustu stundu og ekki haft tíma til að bregðast við. Í skýrslunni kemur fram að alvarleg árekstrarhætta hafi skapast og að flugvélin hafi rétt sloppið yfir söndunarbílinn í flugtakinu, en talið er að minna en einum metra hafi munað á bílnum og flugvélinni þegar minnst var. Rannsóknarnefndin mælir með því að öll samskipti á milli flugturns og flugvéla fari fram á ensku, þegar áhöfn minnst einnar flugvélar í samskiptum við flugturninn, tali ensku við flugturninn.
Fréttir af flugi Reykjavík Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum