Sjáðu ótrúlegt jöfnunarmark Vals á móti Stjörnunni Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2019 11:30 Valur missteig sig í toppbaráttu Olís-deildar kvenna í gærkvöldi þegar að liðið gerði jafntefli, 23-23, á móti Stjörnunni á heimavelli. Minnstu munaði að Stjarnan skellti toppliðinu í Origo-höllinni en Kristín Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, skoraði 23. mark gestanna þegar að um 20 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og fór Valur í lokasóknina þegar að sextán sekúndur voru eftir af leiknum og þurftu Valskonur að skora til að ná í stig. Eftir fínt spil kom Sandra Erlinsdóttir boltanum út í horn á Írisi Ástu Pétursdóttur sem fór inn úr þröngu færi með Stefaníu Theodórsdóttur fyrir framan sig en Íris náði að skora framhjá Hildi Öder Einarsdóttur í marki Stjörnunnar. Íris hefði nú líklega fengið víti ef Hildur hefði varið en boltinn í netinu og ekki nægur tími fyrir Stjörnuna til að komast aftur í sókn. Valur er áfram á toppnum með 26 stig, stigi á undan Íslands- og bikarmeisturum Fram, þegar fimm umferðir eru eftir en Valur og Fram mætast í lokaumferðinni í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Stjarnan er nú með ellefu stig í sjötta sæti, fjórum stigum á undan HK og náði með stiginu að öllum líkindum endanlega að bjarga sér frá sæti í umspilinu. Markið magnaða hjá Írisi Ástu má sjá hér að ofan. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram 39-27 ÍBV | Skellur hjá ÍBV aðra vikuna í röð Fram kaffærði ÍBV í Framhúsi í kvöld. 12. febrúar 2019 20:45 Jafntefli í háspennuleik á Hlíðarenda Stjarnan tók stig af toppliði Vals í Olísdeild kvenna þegar liðin mættust í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi. 12. febrúar 2019 21:12 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Valur missteig sig í toppbaráttu Olís-deildar kvenna í gærkvöldi þegar að liðið gerði jafntefli, 23-23, á móti Stjörnunni á heimavelli. Minnstu munaði að Stjarnan skellti toppliðinu í Origo-höllinni en Kristín Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Vals, skoraði 23. mark gestanna þegar að um 20 sekúndur voru eftir. Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, tók leikhlé og fór Valur í lokasóknina þegar að sextán sekúndur voru eftir af leiknum og þurftu Valskonur að skora til að ná í stig. Eftir fínt spil kom Sandra Erlinsdóttir boltanum út í horn á Írisi Ástu Pétursdóttur sem fór inn úr þröngu færi með Stefaníu Theodórsdóttur fyrir framan sig en Íris náði að skora framhjá Hildi Öder Einarsdóttur í marki Stjörnunnar. Íris hefði nú líklega fengið víti ef Hildur hefði varið en boltinn í netinu og ekki nægur tími fyrir Stjörnuna til að komast aftur í sókn. Valur er áfram á toppnum með 26 stig, stigi á undan Íslands- og bikarmeisturum Fram, þegar fimm umferðir eru eftir en Valur og Fram mætast í lokaumferðinni í leik sem gæti orðið úrslitaleikur um deildarmeistaratitilinn. Stjarnan er nú með ellefu stig í sjötta sæti, fjórum stigum á undan HK og náði með stiginu að öllum líkindum endanlega að bjarga sér frá sæti í umspilinu. Markið magnaða hjá Írisi Ástu má sjá hér að ofan.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram 39-27 ÍBV | Skellur hjá ÍBV aðra vikuna í röð Fram kaffærði ÍBV í Framhúsi í kvöld. 12. febrúar 2019 20:45 Jafntefli í háspennuleik á Hlíðarenda Stjarnan tók stig af toppliði Vals í Olísdeild kvenna þegar liðin mættust í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi. 12. febrúar 2019 21:12 Mest lesið „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Íslenski boltinn Ricky Hatton fyrirfór sér Sport NRK um Sædísi í kvöld: Grét sáran eftir að hafa „misst hausinn gjörsamlega“ Fótbolti Dóttir Katrínar Tönju komin í heimin Sport Tímabilið búið hjá Sævari Atla: „Ótrúlega svekkjandi“ Fótbolti HM í fótbolta „í samkeppni“ við HM í handbolta Fótbolti Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Körfubolti Messi með nýtt fótboltamót og býður öllum „félögunum sínum“ nema einu Fótbolti Súmóglímukappar mættir til London: Þurftu að styrkja salernin Sport Faðir Lamine Yamal sagður pressa á brottför frá Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Mér finnst þetta bara ömurlegt“ Varnaræfingar bitnuðu á sóknarleiknum Ísland - Færeyjar 22-24 | Þungt kvöld í Úlfarsárdal Viktor Gísli í sigurliði í Meistaradeildinni Magdeburg hélt sigurgöngunni áfram í Meistaradeildinni „Við skulum ekki tala mikið um það“ Nefndin svaf á verðinum og Ívar Logi slapp eftir „hræðilegt“ brot Eins í íþróttum og jarðgöngum Hæstánægð þrátt fyrir krefjandi áskoranir utan vallar Uppgjörið: Fram - Porto 26-38 | Vel studdur Þorsteinn fer glaður til Portúgals „Allt þetta fólk sem kemur að þessu á þvílíkan heiður skilinn“ Donni öflugur í sigri á Spáni Íslendingar í Evrópudeild: Óðinn raðaði inn mörkum í Sviss „Þá geta menn alveg eins verið heima í stofu í Playstation“ Snýr aftur í landsliðið eftir að hafa fengið blóðtappa í heila og farið í hjartaaðgerð Langþráður sigur FH fyrir austan fjall Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Haukar skelltu ÍBV í Eyjum Íslensku strákarnir klikkuðu ekki á skoti í stórsigri Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og félögum Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik „Ætla mér að spila fyrir íslenska landsliðið í framtíðinni“ Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram 39-27 ÍBV | Skellur hjá ÍBV aðra vikuna í röð Fram kaffærði ÍBV í Framhúsi í kvöld. 12. febrúar 2019 20:45
Jafntefli í háspennuleik á Hlíðarenda Stjarnan tók stig af toppliði Vals í Olísdeild kvenna þegar liðin mættust í Origohöllinni að Hlíðarenda í kvöld. Haukar unnu öruggan sigur á Selfossi. 12. febrúar 2019 21:12