Tyrkneska ríkið selur grænmeti til að vinna gegn verðbólgu Kjartan Kjartansson skrifar 11. febrúar 2019 16:52 Verð á matvælum hefur hækkað verulega í Tyrklandi. Stjórnvöld segjast berjast gegn verðbólgu með því að opna ríkismarkaði með grænmeti. Vísir/EPA Tuga prósenta verðbólga í matvöruverði varð til þess að tyrknesk stjórnvöld hafa opnað opinbera matarmarkaði þar sem grænmeti er selt beint til neytenda. Yfirvöld saka matvöruverslanir um að keyra upp verðið. Matvöruverð í Tyrklandi hækkaði um 31% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orsökin er meðal annars rakin til slæmrar tíðar í landbúnaðarhéruðum í suðurhluta landsins og vaxandi launa- og flutningskostnaðar. Stjórnvöld hafa tekið verðhækkununum af hörku og hóta því að refsa þeim sem hækka verð að óþörfu. Ákveðið var að opna ríkismarkaði með grænmeti í Istanbúl og Ankara nýlega en ríkisstjórnarflokkur Recep Erdogan forseta stendur frammi fyrir sveitarstjórnarkosningum í næsta mánuði. „Þetta var leikur. Þeir byrjuðu að eiga við verðið, þeir reyndu að láta verðið rjúka upp úr öllu valdi. Þetta var tilraun til að valda ógn,“ fullyrti Erdogan í framboðsræðu í dag. Verðið á mörkuðunum er um 50% af almennu verðlagi. Þriggja kílóa hámark er á því hvað fólk getur keypt þar. Erdogan segir að bráðum verði hrísgrjón, linsubaunir og hreingerningarvörur seldar á þessum ríkismörkuðum. Ólíklegt er sagt að markaðirnir hafi mikil áhrif á verðbólgu í landinu þar sem þeir eru bundnir við tvær stærstu borgir landsins. Þeir gætu þó lækkað verð fyrir borgarbúa í aðdraganda kosninganna. Sumir verslunarmenn þar kvarta undan því að þeir geti ekki keppt við ríkismarkaðina sem þeir segja að séu niðurgreiddir af skattgreiðendum til þess að kaupa flokki Erdogan atkvæði. Tyrkland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira
Tuga prósenta verðbólga í matvöruverði varð til þess að tyrknesk stjórnvöld hafa opnað opinbera matarmarkaði þar sem grænmeti er selt beint til neytenda. Yfirvöld saka matvöruverslanir um að keyra upp verðið. Matvöruverð í Tyrklandi hækkaði um 31% í janúar miðað við sama mánuð í fyrra, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Orsökin er meðal annars rakin til slæmrar tíðar í landbúnaðarhéruðum í suðurhluta landsins og vaxandi launa- og flutningskostnaðar. Stjórnvöld hafa tekið verðhækkununum af hörku og hóta því að refsa þeim sem hækka verð að óþörfu. Ákveðið var að opna ríkismarkaði með grænmeti í Istanbúl og Ankara nýlega en ríkisstjórnarflokkur Recep Erdogan forseta stendur frammi fyrir sveitarstjórnarkosningum í næsta mánuði. „Þetta var leikur. Þeir byrjuðu að eiga við verðið, þeir reyndu að láta verðið rjúka upp úr öllu valdi. Þetta var tilraun til að valda ógn,“ fullyrti Erdogan í framboðsræðu í dag. Verðið á mörkuðunum er um 50% af almennu verðlagi. Þriggja kílóa hámark er á því hvað fólk getur keypt þar. Erdogan segir að bráðum verði hrísgrjón, linsubaunir og hreingerningarvörur seldar á þessum ríkismörkuðum. Ólíklegt er sagt að markaðirnir hafi mikil áhrif á verðbólgu í landinu þar sem þeir eru bundnir við tvær stærstu borgir landsins. Þeir gætu þó lækkað verð fyrir borgarbúa í aðdraganda kosninganna. Sumir verslunarmenn þar kvarta undan því að þeir geti ekki keppt við ríkismarkaðina sem þeir segja að séu niðurgreiddir af skattgreiðendum til þess að kaupa flokki Erdogan atkvæði.
Tyrkland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Sjá meira