„Við getum ekki skilið hann eftir þarna“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. febrúar 2019 11:17 Brak vélarinnar á hafsbotni. AP/AAIB Fjölskylda David Ibbotson, flugmannsins sem talið er að hafi látist er hann flaug knattspyrnumanninum Emilio Sala til Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að finna lík hans. Guardian greinir frá. David Ibbotson var að fljúga með Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Búið er að finna brak vélarinnar og í því fannst lík Sala, Ibbotson er þó enn saknað. Meðal þess sem fjölskyldan stendur fyrir er söfnun til að safna fjármagni svo leit geti hafist að nýju en henni var hætt eftir að lík Sala fannst. Fjölskyldan hefur hafið söfnun á vefsíðunni GoFundMe þar sem safnast hafa um 150 þúsund pund, um 23 milljónir. Markmiðið er að safna 300 þúsund pundum, um 45 milljónum en stjörnur á borð við Kylian Mpabbe og Gary Lineker hafa stutt söfnunina með háum fjárhæðum. „Við þurfum þessa hjálp,“ sagði Nora Ibbotson, eiginkona David, er hún ræddi missinn og söfnunina í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun.'We can't leave him out there on his own.' The wife of missing pilot David Ibbotson says they just want to bring his body home. Recovery efforts for his body ended last week, but the Ibbotsons have started a fundraising page to restart the search. pic.twitter.com/fIOrAqNxRr — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Vill hún að leitarkafbátur samskonar þeim sem fann brakið af vélinni verður sendur aftur á staðinn til að leita að líki eiginmanns hennar í grennd við brakið. Það myndi létta fjölskyldunni áfallið mikið að vita að allt hafi verið reynt til þess að finna Ibbotson.„Bara það að fara þarna aftur niður og leita í síðasta skipti. Leita almennilega. Ég veit að aðstæður þarna eru erfiðar, þetta er hættulegt hafsvæði en þá myndum við vita að allt hafi verið reynt,“ sagði Ibbotson.Hún segir undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir fjölskylduna en við hlið Noru í viðtalinu sat 21 árs gömul dóttir þeirra, Danielle. Hún sagðist hafa neitað að trúa því að faðir hennar hafi lent í flugslysinu, þegar hún fékk fregnir af því.Greindi Danielle frá því að hún hafi ítrekað reynt að hringja í föður sinn eftir að hún fékk fregnirnar án árangurs.„Ég veit að leitin gæti tekið langan tíma en ég vil ekki að þetta endi svona,“ sagði Danielle. Móðir hennar tók í sama streng.„Við getum ekki skilið hann eftir þarna.“David Ibbotson's daughter Danielle opens up about the moment she found out something had gone wrong on her father's flight over the English channel. pic.twitter.com/37j8rOL0OA — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Bretland Tengdar fréttir Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30 Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Fjölskylda David Ibbotson, flugmannsins sem talið er að hafi látist er hann flaug knattspyrnumanninum Emilio Sala til Bretlands, leitar nú allra leiða til þess að finna lík hans. Guardian greinir frá. David Ibbotson var að fljúga með Sala frá Nantes til Cardiff 21. janúar síðastliðinn þegar vélin hrapaði rétt hjá Guernsey í Ermasundi. Búið er að finna brak vélarinnar og í því fannst lík Sala, Ibbotson er þó enn saknað. Meðal þess sem fjölskyldan stendur fyrir er söfnun til að safna fjármagni svo leit geti hafist að nýju en henni var hætt eftir að lík Sala fannst. Fjölskyldan hefur hafið söfnun á vefsíðunni GoFundMe þar sem safnast hafa um 150 þúsund pund, um 23 milljónir. Markmiðið er að safna 300 þúsund pundum, um 45 milljónum en stjörnur á borð við Kylian Mpabbe og Gary Lineker hafa stutt söfnunina með háum fjárhæðum. „Við þurfum þessa hjálp,“ sagði Nora Ibbotson, eiginkona David, er hún ræddi missinn og söfnunina í sjónvarpsþættinum Good Morning Britain í morgun.'We can't leave him out there on his own.' The wife of missing pilot David Ibbotson says they just want to bring his body home. Recovery efforts for his body ended last week, but the Ibbotsons have started a fundraising page to restart the search. pic.twitter.com/fIOrAqNxRr — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019 Vill hún að leitarkafbátur samskonar þeim sem fann brakið af vélinni verður sendur aftur á staðinn til að leita að líki eiginmanns hennar í grennd við brakið. Það myndi létta fjölskyldunni áfallið mikið að vita að allt hafi verið reynt til þess að finna Ibbotson.„Bara það að fara þarna aftur niður og leita í síðasta skipti. Leita almennilega. Ég veit að aðstæður þarna eru erfiðar, þetta er hættulegt hafsvæði en þá myndum við vita að allt hafi verið reynt,“ sagði Ibbotson.Hún segir undanfarnar vikur hafa verið erfiðar fyrir fjölskylduna en við hlið Noru í viðtalinu sat 21 árs gömul dóttir þeirra, Danielle. Hún sagðist hafa neitað að trúa því að faðir hennar hafi lent í flugslysinu, þegar hún fékk fregnir af því.Greindi Danielle frá því að hún hafi ítrekað reynt að hringja í föður sinn eftir að hún fékk fregnirnar án árangurs.„Ég veit að leitin gæti tekið langan tíma en ég vil ekki að þetta endi svona,“ sagði Danielle. Móðir hennar tók í sama streng.„Við getum ekki skilið hann eftir þarna.“David Ibbotson's daughter Danielle opens up about the moment she found out something had gone wrong on her father's flight over the English channel. pic.twitter.com/37j8rOL0OA — Good Morning Britain (@GMB) February 11, 2019
Bretland Tengdar fréttir Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30 Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30 Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Mbappe búinn að gefa meira en átta milljónir Franska ungstirnið Kylian Mbappe hefur komið mjög sterkur inn í að fjármagna leitina af Emiliano Sala og flugmanninum David Ibbotson í Ermarsundi. 11. febrúar 2019 09:30
Búið að ná í líkið úr braki vélarinnar Aðgerðin fór fram við erfiðar aðstæður en vélin sem Emiliano Salah hrapaði í er komið á fast land. 7. febrúar 2019 07:30
Lögreglan staðfestir að líkið sem fannst var af Sala Lögreglan á Bretlandseyjum staðfesti nú í kvöld að líkið sem fannst í braki vélarinnar sem fórst yfir utan eyjuna Guernsey sé af Emiliano Sala. 7. febrúar 2019 23:00