Tvöfaldur ljóðaverðlaunahafi Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 28. febrúar 2019 07:00 Ægir Þór Jahnke verðlaunaskáld er að undirbúa útgáfu á menningartímariti sem á að fá hið frumlega heiti Skandali. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Ægir Þór Jahnke vann nýlega fyrstu og önnur verðlaun í ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins. Verðlaunaljóðið heitir Slabb og ljóðið sem lenti í öðru sæti nefnist Auðvald og íslenskt veðurfar „Þetta er þriðja ljóðakeppnin sem ég tek þátt í og í þeirri fyrstu, ljóðasamkeppni í Verslunarskólanum, vann ég fyrstu og þriðju verðlaun, þannig að þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér. Ég fékk engin verðlaun í næstu ljóðakeppni þannig að ég kann líka að tapa,“ segir Ægir sem er að ljúka við meistararitgerð í heimspeki. Um verðlaunaljóðið segir hann: „Það er hluti af handriti sem heitir Drabb sem er sería af ljóðum sem tengjast, ekki síst í gegnum veðrabrigði og liti. Í þessu ljóði er ég að fjalla um hnattræna hlýnun og hnignun jarðarinnar en reyni að gera það á skemmtilegan máta.“Byrjaði að yrkja í leikskóla Hann segist hafa byrjað að yrkja strax í leikskóla. „Ég átti öflugt tímabil við lok grunnskóla og eitthvað fram í menntaskóla en síðan tók við fjögurra ára tímabil þar sem afköstin voru nær engin. Ég datt svo inn í ljóðahóp Fríyrkjunnar sem gaf út þrjú safnrit en ég á efni í því þriðja. Síðustu ár hef ég staðið fyrir einum fimmtán ljóðakvöldum á Gauknum og mér telst til að um það bil 60 skáld séu búin að lesa upp með mér, mörg hver í fyrsta sinn. Mér er hugleikið að koma ungum höfundum á framfæri. Sjálfur er ég að detta út úr því að teljast ungur höfundur, orðinn þrítugur.“ Ægir hefur gefið út eina ljóðabók, Ódýrir endahnútar, sem kom út í lok nóvember. Næsta bók er smárit, langt prósaljóð sem væntanleg er á allra næstu vikum. „Sú bók heitir Þetta er ekki manifestó og er vissulega eins konar manifestó,“ segir hann. Síðan er von á tveimur ljóðabókum sem geyma sigurljóðin tvö og þær koma út í síðasta lagi í haust, önnur mögulega í sumar. Hann gefur þær út sjálfur og segist hafa góða reynslu af sjálfsútgáfu. Skandali á leiðinni Þessa dagana vinnur Ægir að útgáfu tímaritsins Skandali. „Þetta er menningartímarit sem ég ritstýri í samstarfi við sex aðra einstaklinga sem allir eru upprennandi höfundar, sá yngsti er átján ára, sá elsti þrjátíu og fjögurra ára. Hugmyndin er sú að ritstjórnin sé fjölbreytt og síbreytileg. Þarna verða ekki bara textaverk heldur líka ljósmyndir og menningarrýni. Þetta á að vera allsherjar menningarblað.“ Fjáröflun er í gangi á Karolina fund. „Það er dýrt að gefa út en við vonumst til að ná inn því fjármagni sem þarf,“ segir Ægir. Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira
Ægir Þór Jahnke vann nýlega fyrstu og önnur verðlaun í ljóðasamkeppni Stúdentablaðsins. Verðlaunaljóðið heitir Slabb og ljóðið sem lenti í öðru sæti nefnist Auðvald og íslenskt veðurfar „Þetta er þriðja ljóðakeppnin sem ég tek þátt í og í þeirri fyrstu, ljóðasamkeppni í Verslunarskólanum, vann ég fyrstu og þriðju verðlaun, þannig að þetta er ekki alveg nýtt fyrir mér. Ég fékk engin verðlaun í næstu ljóðakeppni þannig að ég kann líka að tapa,“ segir Ægir sem er að ljúka við meistararitgerð í heimspeki. Um verðlaunaljóðið segir hann: „Það er hluti af handriti sem heitir Drabb sem er sería af ljóðum sem tengjast, ekki síst í gegnum veðrabrigði og liti. Í þessu ljóði er ég að fjalla um hnattræna hlýnun og hnignun jarðarinnar en reyni að gera það á skemmtilegan máta.“Byrjaði að yrkja í leikskóla Hann segist hafa byrjað að yrkja strax í leikskóla. „Ég átti öflugt tímabil við lok grunnskóla og eitthvað fram í menntaskóla en síðan tók við fjögurra ára tímabil þar sem afköstin voru nær engin. Ég datt svo inn í ljóðahóp Fríyrkjunnar sem gaf út þrjú safnrit en ég á efni í því þriðja. Síðustu ár hef ég staðið fyrir einum fimmtán ljóðakvöldum á Gauknum og mér telst til að um það bil 60 skáld séu búin að lesa upp með mér, mörg hver í fyrsta sinn. Mér er hugleikið að koma ungum höfundum á framfæri. Sjálfur er ég að detta út úr því að teljast ungur höfundur, orðinn þrítugur.“ Ægir hefur gefið út eina ljóðabók, Ódýrir endahnútar, sem kom út í lok nóvember. Næsta bók er smárit, langt prósaljóð sem væntanleg er á allra næstu vikum. „Sú bók heitir Þetta er ekki manifestó og er vissulega eins konar manifestó,“ segir hann. Síðan er von á tveimur ljóðabókum sem geyma sigurljóðin tvö og þær koma út í síðasta lagi í haust, önnur mögulega í sumar. Hann gefur þær út sjálfur og segist hafa góða reynslu af sjálfsútgáfu. Skandali á leiðinni Þessa dagana vinnur Ægir að útgáfu tímaritsins Skandali. „Þetta er menningartímarit sem ég ritstýri í samstarfi við sex aðra einstaklinga sem allir eru upprennandi höfundar, sá yngsti er átján ára, sá elsti þrjátíu og fjögurra ára. Hugmyndin er sú að ritstjórnin sé fjölbreytt og síbreytileg. Þarna verða ekki bara textaverk heldur líka ljósmyndir og menningarrýni. Þetta á að vera allsherjar menningarblað.“ Fjáröflun er í gangi á Karolina fund. „Það er dýrt að gefa út en við vonumst til að ná inn því fjármagni sem þarf,“ segir Ægir.
Birtist í Fréttablaðinu Bókmenntir Menning Mest lesið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið Valdi fallegasta karlmanninn Lífið Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Knútur vann graskerskeppni FM957 og Fjarðarkaupa Lífið samstarf Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Elskar að bera klúta Lífið Fleiri fréttir Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sjá meira