Gengið vel að ná til erlendra starfsmanna Sighvatur Arnmundsson skrifar 26. febrúar 2019 06:00 Bíll frá Eflingu keyrði milli gististaða þar sem hægt var að greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Atkvæðagreiðslan um verkfallsaðgerðirnar er rafræn en einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyrir sérstakur bíll milli vinnustaða og safnar utankjörfundaratkvæðum. Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, ánægður með viðtökurnar. „Við höfum heldur betur fengið góð viðbrögð við þessu. Það hafa verið raðir á vinnustöðum og ótrúleg stemning. Þetta er alveg magnað og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar. Rétt til að greiða atkvæði hafa allir félagsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu í veitinga- og gistihúsum. Aðflutt verkafólk er um helmingur félagsmanna í Eflingu og enn stærri hluti þeirra sem mögulega fara í verkfall 8. mars. Viðar segir mjög vel hafa gengið að ná til þessa hóps og koma til hans skilaboðum. „Það er hluti þess sem við höfum verið að undirbúa síðustu mánuði. Við höfum verið að rækta okkar tengsl við þessa félagsmenn. Það hefur verið eitt af okkar forgangsmálum en við höfum til dæmis verið að fara inn á vinnustaði með fundi þar sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar.Visir/Stöð 2Oft sé um að ræða vinnustaði þar sem aldrei áður hafi verið kosinn trúnaðarmaður. „Það er hluti af okkar nýju hugmyndafræði að virkja fólk til þátttöku í félaginu og til þess að standa almennt vörð um sín réttindi sjálft. Við höfum því búið rækilega í haginn fyrir þetta og finnum það mjög skýrt þegar við rúllum af stað svona aðgerð eins og verkfallskosningu.“ Samkvæmt nýjustu kjarakönnun Eflingar sem gerð var síðastliðið haust voru meðalheildarlaun þeirra sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu 449 þúsund krónur á mánuði. Var það um 30 þúsund krónum minna en meðaltal allra félagsmanna Eflingar. Í eldri könnunum Eflingar og Flóabandalagsins voru laun ræstingafólks sérstaklega könnuð. Haustið 2017 voru meðalheildarlaun þess hóps 393 þúsund á mánuði. Til samanburðar voru meðalheildarlaun í gisti- og veitingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá öllum félagsmönnum 473 þúsund. Þess ber að geta að launarannsóknir Hagstofunnar ná ekki til starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu. Viðar segir ljóst að ræstingafólk sé hópur sem vinni oft mjög langan vinnudag og vaktavinna sé regla frekar en undantekning. „Þótt við sjáum einhverjar tölur sem ná yfir 400 þúsund á mánuði þá er það ekki vegna þess að fólk sé yfirborgað. Það er bara vegna þess að fólk er að vinna margar vaktir og er að hala þetta inn með álagsgreiðslum.“ Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 „Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Atkvæðagreiðslan um verkfallsaðgerðirnar er rafræn en einnig er hægt að greiða atkvæði á skrifstofu Eflingar. Þar að auki keyrir sérstakur bíll milli vinnustaða og safnar utankjörfundaratkvæðum. Hófst sú þjónusta í gær og var Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, ánægður með viðtökurnar. „Við höfum heldur betur fengið góð viðbrögð við þessu. Það hafa verið raðir á vinnustöðum og ótrúleg stemning. Þetta er alveg magnað og hreint stórkostlegt,“ segir Viðar. Rétt til að greiða atkvæði hafa allir félagsmenn sem vinna samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu í veitinga- og gistihúsum. Aðflutt verkafólk er um helmingur félagsmanna í Eflingu og enn stærri hluti þeirra sem mögulega fara í verkfall 8. mars. Viðar segir mjög vel hafa gengið að ná til þessa hóps og koma til hans skilaboðum. „Það er hluti þess sem við höfum verið að undirbúa síðustu mánuði. Við höfum verið að rækta okkar tengsl við þessa félagsmenn. Það hefur verið eitt af okkar forgangsmálum en við höfum til dæmis verið að fara inn á vinnustaði með fundi þar sem kosnir hafa verið trúnaðarmenn.“Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Stéttafélagsins Eflingar.Visir/Stöð 2Oft sé um að ræða vinnustaði þar sem aldrei áður hafi verið kosinn trúnaðarmaður. „Það er hluti af okkar nýju hugmyndafræði að virkja fólk til þátttöku í félaginu og til þess að standa almennt vörð um sín réttindi sjálft. Við höfum því búið rækilega í haginn fyrir þetta og finnum það mjög skýrt þegar við rúllum af stað svona aðgerð eins og verkfallskosningu.“ Samkvæmt nýjustu kjarakönnun Eflingar sem gerð var síðastliðið haust voru meðalheildarlaun þeirra sem starfa í gisti- og veitingaþjónustu 449 þúsund krónur á mánuði. Var það um 30 þúsund krónum minna en meðaltal allra félagsmanna Eflingar. Í eldri könnunum Eflingar og Flóabandalagsins voru laun ræstingafólks sérstaklega könnuð. Haustið 2017 voru meðalheildarlaun þess hóps 393 þúsund á mánuði. Til samanburðar voru meðalheildarlaun í gisti- og veitingaþjónustu þá 423 þúsund en hjá öllum félagsmönnum 473 þúsund. Þess ber að geta að launarannsóknir Hagstofunnar ná ekki til starfsfólks í gisti- og veitingaþjónustu. Viðar segir ljóst að ræstingafólk sé hópur sem vinni oft mjög langan vinnudag og vaktavinna sé regla frekar en undantekning. „Þótt við sjáum einhverjar tölur sem ná yfir 400 þúsund á mánuði þá er það ekki vegna þess að fólk sé yfirborgað. Það er bara vegna þess að fólk er að vinna margar vaktir og er að hala þetta inn með álagsgreiðslum.“
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Kjaramál Tengdar fréttir Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36 „Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30 Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Sjá meira
Kom til snarpra orðaskipta á milli hóteleiganda í Ármúla og formanns Eflingar Til snarpra orðaskipta kom nú um hádegisbil á milli Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, og Árna Vals Sólonssonar, eiganda Park City Hotel í Ármúla í Reykjavík, vegna fyrirhugaðrar atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á meðal starfsmanna hótelsins sem eru í Eflingu. 25. febrúar 2019 12:36
„Breiðu bökin í ferðaþjónustunni“ skotmörk verkfalla Fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir beinast að "breiðu bökunum“ í ferðaþjónustu en Ragnar Þór vildi ekki gefa upp hvaða fyrirtækjum umræddar aðgerðir beinast að. 25. febrúar 2019 19:30
Áhyggjur innan hótelgeirans Þungt hljóð í rekstraraðilum innan hótelgeirans. Framkvæmdastjóri Hótel Sögu segir launakostnað víða um helming útgjalda. Framkvæmdastjóri Íslandshótela segir svigrúm til launahækkana, en ekki mikilla. 26. febrúar 2019 06:00