Ekki einsdæmi að félög deili sjóðum í verkfallsaðgerðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 25. febrúar 2019 07:30 Stéttarfélögin fjögur, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðsfélag Akraness, VR og Efling, vilja deila kostnaði vegna verkfallsaðgerða og tryggja þeim hópi sem leggja mun niður störf hverju sinni full laun. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Það eru til fordæmi fyrir því að stéttarfélög deili með sér kostnaði vegna verkfalla. Síðasta dæmi um slíkt eru verkföll í álverinu í Straumsvík,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR. Efasemdir hafa verið uppi um hvort heimild sé innan hvers samflotsfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði vegna verkfalla. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa viðrað hugmyndir sínar um skipulögð skæruverkföll minni hópa ef kemur til verkfallsaðgerða líkt og nú stefnir í. Félögin hafa talað um að standa sameiginlega undir kostnaði vegna þessara verkfalla úr verkfallssjóðum sínum. Þannig að ef senda á tiltekinn hóp félagsmanna Eflingar í verkfall muni öll félögin taka þátt í kostnaðinum, hlutfallslega eftir stærð þeirra, við að láta viðkomandi félagsmenn halda fullum launum. Ljóst er þá að mikið mun mæða á verkfallssjóði stærsta félagsins, VR, sem samkvæmt síðasta ársreikningi stóð í 3,6 milljörðum króna en er í dag líklega nær fjórum milljörðum og ríflega það ef marka má ummæli formanns VR í síðustu viku um sjóðinn sem er í stýringu hjá Kviku banka.Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.Sjóður Eflingar, næststærsta stéttarfélagsins, stóð í í tæpum 2,7 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársreikningi en hefur vafalaust vaxið síðan þá. Áætla má því að stóru félögin leggi til um og yfir sjö milljarða í digrum verkfallssjóðum sínum. Aðspurður um fordæmi þessa að verkfallssjóðum mismunandi félaga sé deilt með þessum hætti jánkar Stefán því og vísar til verkfallsaðgerða í Straumsvík. „Þar sem starfsmenn við upp- og útskipun fóru í verkfall fyrir alla starfsmenn í Straumsvík. Kostnaði var deilt á milli stéttarfélaga sem eru með samning við álverið í Straumsvík.“ Samflotsfélögin fjögur, VR, Ef ling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur, lýstu á fimmtudag viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara sem árangurslausum og var þeim slitið. Í dag, klukkan 10.00, hefst atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hjá ræstingafólki sem sér um þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gististöðum. Verði vinnustöðvunin samþykkt hefst verkfall að morgni 8. mars og stendur til miðnættis sama dag. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
„Það eru til fordæmi fyrir því að stéttarfélög deili með sér kostnaði vegna verkfalla. Síðasta dæmi um slíkt eru verkföll í álverinu í Straumsvík,“ segir Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR. Efasemdir hafa verið uppi um hvort heimild sé innan hvers samflotsfélaganna fjögurra að standa sameiginlega undir kostnaði vegna verkfalla. Forsvarsmenn verkalýðsfélaganna hafa viðrað hugmyndir sínar um skipulögð skæruverkföll minni hópa ef kemur til verkfallsaðgerða líkt og nú stefnir í. Félögin hafa talað um að standa sameiginlega undir kostnaði vegna þessara verkfalla úr verkfallssjóðum sínum. Þannig að ef senda á tiltekinn hóp félagsmanna Eflingar í verkfall muni öll félögin taka þátt í kostnaðinum, hlutfallslega eftir stærð þeirra, við að láta viðkomandi félagsmenn halda fullum launum. Ljóst er þá að mikið mun mæða á verkfallssjóði stærsta félagsins, VR, sem samkvæmt síðasta ársreikningi stóð í 3,6 milljörðum króna en er í dag líklega nær fjórum milljörðum og ríflega það ef marka má ummæli formanns VR í síðustu viku um sjóðinn sem er í stýringu hjá Kviku banka.Stefán Sveinbjörnsson, framkvæmdastjóri VR.Sjóður Eflingar, næststærsta stéttarfélagsins, stóð í í tæpum 2,7 milljörðum króna samkvæmt síðasta ársreikningi en hefur vafalaust vaxið síðan þá. Áætla má því að stóru félögin leggi til um og yfir sjö milljarða í digrum verkfallssjóðum sínum. Aðspurður um fordæmi þessa að verkfallssjóðum mismunandi félaga sé deilt með þessum hætti jánkar Stefán því og vísar til verkfallsaðgerða í Straumsvík. „Þar sem starfsmenn við upp- og útskipun fóru í verkfall fyrir alla starfsmenn í Straumsvík. Kostnaði var deilt á milli stéttarfélaga sem eru með samning við álverið í Straumsvík.“ Samflotsfélögin fjögur, VR, Ef ling, Verkalýðsfélag Akraness og Verkalýðsfélag Grindavíkur, lýstu á fimmtudag viðræðum við Samtök atvinnulífsins hjá Ríkissáttasemjara sem árangurslausum og var þeim slitið. Í dag, klukkan 10.00, hefst atkvæðagreiðsla um vinnustöðvun hjá ræstingafólki sem sér um þrif, hreingerningar og frágang á hótelum og gististöðum. Verði vinnustöðvunin samþykkt hefst verkfall að morgni 8. mars og stendur til miðnættis sama dag.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00 Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58 Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Fleiri fréttir Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sjá meira
Segir ræstingafólk tilbúið í aðgerðir „Eins og ég sé stöðuna þurfa atvinnurekendur að finna fyrir þrýstingi, og finna fyrir því að við munum gera allt í okkar valdi til að breyta stöðunni,“ segir Zsófia Sidlovits, ræstitæknir á Hótel Borg og Apóteki hóteli. 25. febrúar 2019 07:00
Hvorki græðgi né frekja að vilja lifa af á launum sínum Í ræðunni sinni varpaði Þuríður Harpa ljósi á þá alvarlegu stöðu sem fátækt fólk og öryrkjar búa við á Íslandi og sagði að frá þeirra sjónarhorni væri ísland svo sannarlega ekki land tækifæranna og velsældar. Fátækt sé þjóðarskömm í ríku landi. 23. febrúar 2019 14:58
Segir áherslur félaganna einkennilegar Ferðamálaráðherra hefur áhyggjur af stöðunni sem upp er komin í deilu fjögurra verkalýðsfélaga við SA. Það skjóti skökku við að aðilar virðist ekki vissir um hvert þrætueplið sé. 25. febrúar 2019 06:00