Talinn hafa látist eftir að hafa tekið inn heilaörvandi efni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. febrúar 2019 15:18 Lyfjastofnun og MAST vara við notkun efnisins tianeptine. fréttablaðið/gva Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine. Í tilkynningu MAST vegna málsins segir að efnin séu algeng í netsölu erlendis frá. Í sumum tilfellum megi finna í þeim lyfjavirk efni sem geti verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. „Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstaklingsins og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. Ekki er að fullu ljóst hvort efnið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tianeptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðsleyfi sums staðar í Evrópu, Asíu og Suður Ameríku,“ segir í tilkynningu MAST. Þar kemur jafnframt fram að tianeptine er yfirleitt ekki selt sem lyf heldur markaðssett fæðubótarefni. „Efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgreiningar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt er að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna eins og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem innihalda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði. Röng inntaka lyfja getur valdið aukaverkunum og í versta falli dauða. Því er mikilvægt að hafa ávallt samráð við lækni áður en lyfseðilsskyld lyf eru notuð og fylgja leiðbeiningum sem fylgja lausasölulyfjum. Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning fjölda efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics og innihalda efnið tianeptine. Nootropics eru fjölbreyttur flokkur efna með mismunandi efnainnihald. Innflutningur þeirra sem fæðubótarefni er óheimill ef þau innihalda lyfjavirk efni,“ segir í tilkynningu MAST. Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við neyslu á efninu tianeptine og öðrum efnum sem seld eru á netinu undir heitinu Nootropics. Mörg þessara efna hafa lyfjavirkni og eru meðal annars sögð örva heilastarfsemi en talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis eftir að hafa tekið inn tianeptine. Í tilkynningu MAST vegna málsins segir að efnin séu algeng í netsölu erlendis frá. Í sumum tilfellum megi finna í þeim lyfjavirk efni sem geti verið hættuleg heilsu ef þau eru notuð án samráðs við lækni. „Talið er að einstaklingur hafi nýlega látist hérlendis vegna inntöku tianeptine. Efnið tianeptine sulphate fannst í fórum einstaklingsins og telja læknar að það kunni að hafa valdið dauða hans. Ekki er hægt að veita nánari upplýsingar um atvikið. Ekki er að fullu ljóst hvort efnið sem einstaklingurinn tók og innihélt tianeptine hafi verið flutt inn sem lyf eða fæðubótarefni. Eins er óljóst hvort viðkomandi hafi flutt inn efnið sjálfur og hve lengi hann hafi notað það. Tianeptine er lyf notað við þunglyndi. Tianeptine er ekki með markaðsleyfi á Íslandi og því engin lyf til sölu á Íslandi sem innihalda efnið. Það er hins vegar með markaðsleyfi sums staðar í Evrópu, Asíu og Suður Ameríku,“ segir í tilkynningu MAST. Þar kemur jafnframt fram að tianeptine er yfirleitt ekki selt sem lyf heldur markaðssett fæðubótarefni. „Efnið virðist einnig vera markaðssett án skilgreiningar á því hvort um lyf eða fæðubótarefni sé að ræða. Rétt er að benda á að ólíkar reglur er að finna í mismunandi ríkjum um hvort efni séu skilgreind sem fæðubótarefni eða lyf. Ekki eru gerðar jafn ríkar kröfur til framleiðslu fæðubótarefna eins og gerist með lyf. Því skal ávallt gæta varúðar við kaup og notkun slíkra efna, einkum ef þau eru keypt erlendis eða í gegnum erlendar vefverslanir. Matvælastofnun og Lyfjastofnun vara við notkun á vörum sem innihalda tianeptine, sérstaklega ef efnið er ekki notað í þeim tilgangi sem upphaflega var ætlað, þ.e. sem lyf við þunglyndi í skömmtum skv. læknisráði. Röng inntaka lyfja getur valdið aukaverkunum og í versta falli dauða. Því er mikilvægt að hafa ávallt samráð við lækni áður en lyfseðilsskyld lyf eru notuð og fylgja leiðbeiningum sem fylgja lausasölulyfjum. Matvælastofnun sinnir innflutningseftirliti með fæðubótarefnum og hefur stöðvað innflutning fjölda efna sem markaðssett eru undir heitinu Nootropics og innihalda efnið tianeptine. Nootropics eru fjölbreyttur flokkur efna með mismunandi efnainnihald. Innflutningur þeirra sem fæðubótarefni er óheimill ef þau innihalda lyfjavirk efni,“ segir í tilkynningu MAST.
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira