Frá Halla og Ladda í Pepsi Max Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2019 11:30 Halli og Laddi voru aðalmennirnir í auglýsingu fyrstu aðalstyrktaraðila efstu deildar í knattspyrnu árið 1987. Mynd/Auglýsing Samvinnuferða-Landsýn Efsta deild karla og kvenna í knattspyrnu fengu nýtt nafn í gær en í sumar munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar. Það eru liðin meira en þrjátíu ár síðan að fyrirtæki urðu fyrst aðalstyrktaraðilar Íslandsmótsins í knattspyrnu og fengu deildirnar skírðar eftir sér. Fyrsta fyrirtækið var Samvinnuferðir-Landsýn sem styrkti deildina sumurin 1987 og 1988. Samvinnuferðar-Landsýn mótið þótti reyndar svo óþjált að það var stytt í SL-mótið en fullt nafn var „Íslandsmótið 1. deild 1987/SL mótið“ Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka fyrstu deildarfélaga og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýnar, undirrituðu tímamótasamning 13. apríl 1987 í þá nýinnréttuðum og glæsilegum húsakynnum Knattspyrnusambandsins.Logo úrvalsdeildar frá stofnun 1992. Vantar Sjóvá-Almennra. #fotbolti#logospic.twitter.com/8necAKSTrF — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 23, 2013„Ég vonast til þess að þetta samkomulag verði Íslandsmótinu til eflingar og sömuleiðis knattspyrnunni í heild. Ætlunin er vitanlega sú að báðir aðilar hafi hag af þessum samningi," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við blaðamann DV eftir undirritun samkomulagsins í apríl 1987. Samvinnuferðir greiddu Íslandsmeisturunum 400.000 krónur þetta fyrsta sumar, liðið sem varð í öðru sæti fékk 100.000 og þriðja sætið gaf 50.000. Samvinnuferðir verðlaunuðu líka þau félög sem skoruðu mest í hverri umferð en markahæsta félag hverrar umferðar, fékk þannig í sinn hlut 7.500 krónur. Auglýsingin fyrir SL-mótið vakti líka talsverða athygli en þar voru mættir þeir Halli og Laddi eins og sjá má hér fyrir ofan. Á þeim 32 árum sem eru liðin hefur nafn deildarinnar breyst tíu sinnum og nú síðasta úr Pepsi-deildinni í PepsiMax-deildina í gær. Það muna kannski ekki allir eftir öllum nöfnunum eða nafnabreytingunum en allan listann má sjá hér fyrir neðan.Styrktaraðilar efstu deildar í knattspyrnu: Samvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992) Getraunadeild (1993) Trópídeild (1994) Sjóvá-Almennra deild (1995-1997) Landssímadeild (1998-2000) Símadeild (2001-2002) Landsbankadeild (2003-2008) Pepsideild (2009-2018) PepsiMax-deild (2019-2021)Pepsi-deildin verður Pepsi Max deildin https://t.co/MaUKAoUQmu — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2019 Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira
Efsta deild karla og kvenna í knattspyrnu fengu nýtt nafn í gær en í sumar munu deildirnar heita Pepsi Max deildirnar. Það eru liðin meira en þrjátíu ár síðan að fyrirtæki urðu fyrst aðalstyrktaraðilar Íslandsmótsins í knattspyrnu og fengu deildirnar skírðar eftir sér. Fyrsta fyrirtækið var Samvinnuferðir-Landsýn sem styrkti deildina sumurin 1987 og 1988. Samvinnuferðar-Landsýn mótið þótti reyndar svo óþjált að það var stytt í SL-mótið en fullt nafn var „Íslandsmótið 1. deild 1987/SL mótið“ Ellert B. Schram, formaður Knattspyrnusambands Íslands, Halldór B. Jónsson, formaður Samtaka fyrstu deildarfélaga og Helgi Jóhannsson, framkvæmdastjóri Samvinnuferða Landsýnar, undirrituðu tímamótasamning 13. apríl 1987 í þá nýinnréttuðum og glæsilegum húsakynnum Knattspyrnusambandsins.Logo úrvalsdeildar frá stofnun 1992. Vantar Sjóvá-Almennra. #fotbolti#logospic.twitter.com/8necAKSTrF — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) September 23, 2013„Ég vonast til þess að þetta samkomulag verði Íslandsmótinu til eflingar og sömuleiðis knattspyrnunni í heild. Ætlunin er vitanlega sú að báðir aðilar hafi hag af þessum samningi," sagði Ellert B. Schram, formaður KSÍ, í viðtali við blaðamann DV eftir undirritun samkomulagsins í apríl 1987. Samvinnuferðir greiddu Íslandsmeisturunum 400.000 krónur þetta fyrsta sumar, liðið sem varð í öðru sæti fékk 100.000 og þriðja sætið gaf 50.000. Samvinnuferðir verðlaunuðu líka þau félög sem skoruðu mest í hverri umferð en markahæsta félag hverrar umferðar, fékk þannig í sinn hlut 7.500 krónur. Auglýsingin fyrir SL-mótið vakti líka talsverða athygli en þar voru mættir þeir Halli og Laddi eins og sjá má hér fyrir ofan. Á þeim 32 árum sem eru liðin hefur nafn deildarinnar breyst tíu sinnum og nú síðasta úr Pepsi-deildinni í PepsiMax-deildina í gær. Það muna kannski ekki allir eftir öllum nöfnunum eða nafnabreytingunum en allan listann má sjá hér fyrir neðan.Styrktaraðilar efstu deildar í knattspyrnu: Samvinnuferðar-Landsýn mótið, SL-mótið (1987-88) Hörpudeildin (1989-1991) Samskipadeild (1992) Getraunadeild (1993) Trópídeild (1994) Sjóvá-Almennra deild (1995-1997) Landssímadeild (1998-2000) Símadeild (2001-2002) Landsbankadeild (2003-2008) Pepsideild (2009-2018) PepsiMax-deild (2019-2021)Pepsi-deildin verður Pepsi Max deildin https://t.co/MaUKAoUQmu — Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 21, 2019
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Sjá meira