Þrír stjórnarþingmenn ganga til liðs við klofningshópinn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. febrúar 2019 12:33 Skammur tími er til stefnu fyrir May að ná samkomulagi því Bretar eiga að yfirgefa ESB 29. mars. Vísir/EPA Þrír stjórnarþingmenn breska Íhaldsflokksins hafa sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við nýjan hóp þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni. BBC greinir frá. Anna Soubry, Sarah Wollaston og Heidi Allen tilkynntu Theresu May, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra, um ákvörðun þeirra bréfleiðis í dag. Þær segja að stefna flokksins vegna Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera ástæða þess að þær yfirgefa flokkinn. Þær eru allar hlynntar áframhaldandi veru Bretlands í ESB. Í bréfinu segja þær að Íhaldsflokkurinn hafi færst of mikið til hægri og gagnrýna þær sérstaklega samstarf flokksins við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP). Þá hafi flokkurinn verið hertekinn af þeim sem krefjist þess að Bretland yfirgefi ESB. „Það er óforsvaranlegt að flokkur sem lagði alla áherslu á efnahaginn standi nú fyrir því að ýta okkur á ábyrgðarlausan hátt í átt að engu samkomulagi,“ skrifuðu þremenningarnir. Munu þær ganga til liðs við Sjálfstæða hópinn, hóp átta þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni, meðal annars vegna ósættis við hvernig flokkurinn hefur tekið á Brexit. Ellefu þingmenn mynda því hinn nýja hóp sem er þá orðinn fjölmennari en þingflokkur Lýðræðislega sambandsflokksins og jafnstór þingflokki Frjálslyndra demókrata. Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Þrír stjórnarþingmenn breska Íhaldsflokksins hafa sagt sig úr flokknum og gengið til liðs við nýjan hóp þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni. BBC greinir frá. Anna Soubry, Sarah Wollaston og Heidi Allen tilkynntu Theresu May, leiðtoga flokksins og forsætisráðherra, um ákvörðun þeirra bréfleiðis í dag. Þær segja að stefna flokksins vegna Brexit, útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu vera ástæða þess að þær yfirgefa flokkinn. Þær eru allar hlynntar áframhaldandi veru Bretlands í ESB. Í bréfinu segja þær að Íhaldsflokkurinn hafi færst of mikið til hægri og gagnrýna þær sérstaklega samstarf flokksins við Lýðræðislega sambandsflokkinn (DUP). Þá hafi flokkurinn verið hertekinn af þeim sem krefjist þess að Bretland yfirgefi ESB. „Það er óforsvaranlegt að flokkur sem lagði alla áherslu á efnahaginn standi nú fyrir því að ýta okkur á ábyrgðarlausan hátt í átt að engu samkomulagi,“ skrifuðu þremenningarnir. Munu þær ganga til liðs við Sjálfstæða hópinn, hóp átta þingmanna sem sögðu sig úr Verkamannaflokknum í vikunni, meðal annars vegna ósættis við hvernig flokkurinn hefur tekið á Brexit. Ellefu þingmenn mynda því hinn nýja hóp sem er þá orðinn fjölmennari en þingflokkur Lýðræðislega sambandsflokksins og jafnstór þingflokki Frjálslyndra demókrata.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10 Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Sjö þingmenn hættir í Verkamannaflokknum vegna Corbyn Þingmennirnir eru ósáttur með stefnu leiðtofa flokksins vegna Brexit og hvernig hann hefur tekið á ásökunum um meinta andgyðinglega afstöðu flokksins. 18. febrúar 2019 11:10
Klofningur Verkamannaflokksins hryggir Corbyn Sjö breskir þingmenn tilkynntu í gær að þeir hefðu sagt sig úr Verkamannaflokknum og myndu í staðinn sitja á þingi sem bandalag óháðra þingmanna. Í hópnum eru til að mynda fjórir skuggaráðherrar. 19. febrúar 2019 06:00