Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. mars 2019 18:30 Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum. Áfram verður bólusett á morgun og er enn til nóg af bóluefni. Yfirlæknir telur að margir hafi hreinlega gleymt því hversu alvarlegur sjúkdómur mislingar eru. Fimm staðfest mislingatilfelli hafa komið upp á Íslandi frá því um miðjan febrúar og var því ákveðið bjóða upp á bólusetningu gegn mislingum um helgina fyrir forgangshópa á höfuðborgarsvæðinu og á Austurlandi. Áætlað er á heilsugæslustöðvunum fimmtán á höfuðborgarsvæðinu hafi meðaltali 50 til 70 ungbörn fengið bólusetningu í dag. Heildarfjöldi þeirra gæti því verið um 1000. Það séu því jákvæð tíðindi að sögn Sigríðar Dóru Magnúsdóttur, yfirlæknis hjá Heilsugæslustöð Miðbæjar, að margar heilsugæslustöðvar hafi hreinlega fyllst af fólki um hádegi. Mikilvægt sé að tryggja um 95 prósent þekjun svo að þessi mislingar fari ekki aftur á stjá. „Þetta er mjög mikilvæg bólusetning enda er um hættulegan sjúkdóm að ræða. Þetta er sjúkdómur sem flest eldra fólk man eftir. Margir muna auk þess eftir því að hafa orðið mjög veikir,“ segir Sigríður. Það eigi þó ekki við um þá sem yngri eru. Sjá einnig: Bólusetningar gengu vel í dag „Við erum kannski búin að gleyma því. Það er það sem er kannski hvað erfiðast við þessa sjúkdóma, við erum búin að gleyma því hvað þessir sjúkdómar eru erfiðir.“ Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. Netið - Skírteini - Ættingjar Fjölmargir hafa á síðustu dögum spurst fyrir um hvort þau hafi fengið bólusetningu á yngri árum. Sigríður ráðleggur fólki að leita fyrst svara við spurningunni á vefgáttinni Heilsuveru. Ef þar er ekki að finna gamlar bólusetningar þarf fólk að leita í bólusetningarskírteini sem Sigríður vonast til að séu á flestum heimilum. Ef ekki leggur hún til að fólk ræði við eldri vini og ættingja sem gætu lumað á svörum. Sé fólk í vafa er þó enn til nóg af bóluefni en áfram verður bólusett á heilsugæslustöðvum næstu daga. Óbólusett börn og fullorðnir verði sem fyrr í forgangi. „Ef fer sem horfir og við eigum enn nægt bóluefni geta þeir sem eru óöryggir með bólusetningastöðu sína farið að láta sjá sig þegar líður á vikuna,“ segir Sigríður. Nánari upplýsingar má nálgast á vef heilsugæslunnar eða í síma 1700.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30 Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11 Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18 Mest lesið Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Innlent Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Erlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ellefu mánaða barn greindist með mislinga um helgina. Barnalæknir segir foreldrana eiga hrós skilið fyrir viðbrögðin. Barninu var haldið heima og önnur börn voru ekki í smithættu. 5. mars 2019 07:30
Fimmta mislingatilfellið staðfest Í dag staðfesti veirufræðideild Landspítala nýtt mislingatilfelli og er það fimmta tilfellið sem staðfest hefur verið frá því 18. febrúar síðastliðinn. 8. mars 2019 17:11
Afar sérstakt að svo margir smitist af mislingum í einu Þarf þó ekki að koma á óvart sökum mislingafaraldurs í Evrópu segir sóttvarnalæknir. 5. mars 2019 20:18
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?