Kona á réttum stað Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. mars 2019 07:00 Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hagsmunum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráðherrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt um þeirra eigin flokksmenn að ræða. Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina. Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menningarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissulega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hugmyndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga. Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögulegum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmálaráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl. Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða. Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í menntamálum til að fjölga kennurum og styðja við hið mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin: „Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu. Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi hún vera þar sem lengst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Sjá meira
Ráðherraembætti þykir víst gott djobb en þeim einstaklingum sem því gegna hverju sinni verður mismikið úr verki. Sumir halla sér makindalega aftur í ráðherrastólnum og reyna að hafa það sem notalegast. Það er helst að þeir sýni lit þegar sérhagsmunaöfl krefjast þess að þörfum þeirra sé sinnt. Þá kinkar ráðherrann nánast sjálfkrafa samþykkjandi kolli. Þetta hefur til dæmis iðulega orðið raunin þegar kemur að hagsmunum stórútgerðarinnar sem er stöðugt að græða en ber sig samt alltaf jafn illa. Þá bregst varla að ráðherrar sýni sanna hluttekningu í verki, enda yfirleitt um þeirra eigin flokksmenn að ræða. Svo eru ráðherrar sem hafa lifandi áhuga á þeim málaflokki sem þeir sinna og leggja sig fram við að koma góðum hlutum í framkvæmd. Mennta- og menningarmálaráðherra Lilja Alfreðsdóttir er þessarar gerðar. Það liggur við að þátttaka hennar í þessari ríkisstjórn sé ein og sér ástæða til að styðja stjórnina. Lilja hefur ekki setið lengi á stól mennta- og menningarmálaráðherra en nýtir tíma sinn gríðarlega vel og henni hefur þegar orðið mikið úr verki. Það er vissulega skynsamlegt því á þessum síðustu og ekki alltaf jafn góðu tímum hefur ríkisstjórnum landsins ekki orðið langra lífdaga auðið. Sumir iðja jafnvel við það að telja niður daga þessarar ríkisstjórnar og spá henni óförum fyrr en síðar. Til þess þarf ekki mikið hugmyndaflug, séu örlög síðustu ríkisstjórna höfð í huga. Lilja vann bókmenntum í landinu mikið gagn með frumvarpi um stuðning við útgáfu bóka á íslensku, en í því felst að bókaútgefendur fá endurgreiðslur á hluta kostnaðar við útgáfu. Bókaútgáfa á Íslandi er erfið og við hana þarf að styðja með öllum mögulegum ráðum. Þar hefur mennta- og menningarmálaráðherra sannarlega lagt sitt af mörkum. Lilja veit að lestur er þroskandi, eykur samkennd og víðsýni og eflir hið mikilvæga ímyndunarafl. Ráðherranum er sömuleiðis annt um að bæta rekstrarumhverfi einkarekinna fjölmiðla á Íslandi, eins og sannarlega er þörf á. Þar má vissulega deila um einstaka útfærslur en því ber að fagna að loksins sé gripið til nauðsynlegra björgunaraðgerða. Í vikunni boðaði Lilja síðan stórsókn í menntamálum til að fjölga kennurum og styðja við hið mikilvæga starf þeirra. Frá og með næsta hausti býðst nemendum á lokaári meistaranáms til kennsluréttinda á leik- og grunnskólastigi launað starfsnám og þeir geta einnig sótt um námsstyrki. Það er ekki oft sem ákvarðanir stjórnmálamanna framkalla orðin: „Loksins, loksins …“ en Ragnar Þór Pétursson, formaður Kennarasambandsins, lét einmitt þau orð falla í viðtali og bætti við að nú væri fókusinn kominn á réttan stað, sem sagt á mannauðinn í menntakerfinu. Það er langt í frá að þjóðin sé alltaf ánægð með ráðherra sína. Hún á samt að kunna að meta það sem vel er gert. Ljóst er að Lilja Alfreðsdóttir er að standa sig stórvel í mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þarna er kona sem er sannarlega á réttum stað. Megi hún vera þar sem lengst.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun