Gætu þurft að ganga mun lengra í aðgerðaplaninu Sighvatur Arnmundsson skrifar 7. mars 2019 06:45 Þau Sólveig Anna Jónsdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson standa í ströngu þessa dagana. Fréttablaðið/Eyþór Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðugrundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfallsaðgerða Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragnar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að allsherjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðunar fyrstu aðgerða Eflingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirnar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félagsmenn hafi samband þessa dagana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lágmarksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Eflingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfsmenn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverkfall frá og með 1. maí. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00 Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Ekki fékkst niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðaðs verkfalls Eflingar sem fara á fram á morgun. Atkvæðagreiðsla vegna næstu aðgerða hjá VR og Eflingu gengur hins vegar vel. Deiluaðilar munu hittast hjá ríkissáttasemjara í dag. Formaður VR er ekki bjartsýnn á að þar myndist umræðugrundvöllur. „Ég vona að það komi eitthvað fram á fundinum sem getur myndað einhvers konar umræðugrundvöll. Ég á samt ekki von á því miðað við hvernig afstaða Samtaka atvinnulífsins hefur verið gagnvart okkar kröfugerð,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um fund deiluaðila hjá ríkissáttasemjara í dag. Lögum samkvæmt verða aðilar að hittast innan fjórtán daga frá því að viðræðum er slitið og þurfti því að boða til fundarins í síðasta lagi í dag. Undirbúningur verkfallsaðgerða Eflingar, VR, Verkalýðsfélags Akraness og Verkalýðsfélags Grindavíkur heldur áfram. Varðandi framhaldið segir Ragnar að svo geti farið að ganga þurfi mun lengra í aðgerðaplaninu en orðið er til þess að fá samningsaðila að borðinu eins og gerst hafi 2015. „Þá var farið að glitta í að farið yrði í verkfallsaðgerðir eftir að allsherjarverkföll voru samþykkt. Þá fyrst komu menn að borðinu og ég á nú von á því að við klárum þetta áður en það kemur til átaka. Það er okkar stefna og einlæga von.“ Ekki fékkst hins vegar niðurstaða í Félagsdómi í gær um lögmæti boðunar fyrstu aðgerða Eflingar eins og búist var við. Það mun því ekki skýrast fyrr en í dag hvort hótelþernur muni leggja niður störf klukkan 10 í fyrramálið á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. VR náði í gær lágmarksþátttöku í atkvæðagreiðslu meðal sinna félagsmanna sem fyrirhugaðar aðgerðir munu ná til. „Við náðum þessum 20 prósentum í hádeginu. Við erum komin yfir lágmarkið á aðeins rúmlega sólarhring og ég er bara himinlifandi með þá niðurstöðu,“ segir Ragnar Þór. Atkvæðagreiðslan mun standa yfir þangað til 12. mars þannig að Ragnar segir að það stefni í mjög góða þátttöku. „Við erum búin að funda með trúnaðarmönnum á þeim vinnustöðum sem aðgerðirnar ná til. Fram undan eru svo fundir með sjálfu starfsfólkinu.“ Ragnar segir að margir félagsmenn hafi samband þessa dagana. „Í aðdraganda svona aðgerða hringja alltaf margir inn. Bæði þeir sem hafa áhyggjur og þeir sem eru að lýsa yfir stuðningi. Það er mjög eðlilegt. Það ber á meiri stuðningi en við höfum fundið fyrir áður.“ Um miðjan dag í gær hafði lágmarksþátttaka náðst í þremur af sjö verkfallsboðunum Eflingar. Verði aðgerðirnar samþykktar hjá VR og Eflingu og samningar takist ekki fyrir þann tíma myndu þeir starfsmenn sem um ræðir leggja niður störf 22. mars og aftur í tvo daga í lok mánaðarins. Fjögur þriggja daga verkföll í apríl myndu svo fylgja í kjölfarið og að lokum yrði farið í allsherjarverkfall frá og með 1. maí.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00 Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Fleiri fréttir Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Sjá meira
Ragnar Þór hrifinn af kjarapakkanum Meirihluti borgarstjórnar felldi í gær fjórar tillögur Sjálfstæðisflokksins sem lagðar voru fram til að liðka fyrir kjarasamningum. Borgarstjóri sagði tillögurnar lýðskrum. Formaður VR telur tillögurnar gott innlegg í umræðuna. 6. mars 2019 06:00
Setja alla orkuna í næsta verkfall ef málið tapast Formaður Eflingar segir að talsverður hópur félagsmanna hafi haft samband og kvartað undan óeðlilegum afskiptum atvinnurekenda af atkvæðagreiðslu Eflingar um verkföll. 6. mars 2019 15:03