Þruman er að boða okkur stríð Bubbi Morthens skrifar 5. mars 2019 07:00 Hvernig geta menn verið hissa á því að það sé lítil sem engin virðing borin fyrir alþingismönnum eða ráðherrum? Við verðum ítrekað vitni að mögnuðum atvikum sem vekja upp sorg og vanmátt sem brýst út og verður oft að reiði. Auðkýfingur með ítök og tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn skrifar sjávarútvegsráðherra bréf og biður hann um að koma því í kring að hann geti stundað sínar hvalveiðar. Honum verður að ósk sinni eins og ekkert sé. Annar auðmaður ásamt fyrrverandi forseta Alþingis sem er talsmaður Norðmanna er eiga nærri öll laxeldisfyrirtæki á Íslandi hefur nánast óheftan aðgang að þingmönnum og ráðherrum í gegnum sitt fólk. Báðir þessir ágætu menn hafa ítök og vinatengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hafa samband við þá sem ráða og segja: Það eru einhver ráðuneyti að pönkast í laxeldinu fyrir vestan og hafa fellt niður leyfin þeirra. Er ekki hægt að laga þetta? Slagorð þeirra verður: „Björgum Vestfjörðum!“ Og á nokkrum dögum fer áróðursmaskína í gang og sjávarútvegsráðherra breytir einfaldlega lögum til að bjarga Vestfjörðum og kannski einhverjum öðrum í leiðinni. Því um daginn voru nokkrir einstaklingar að selja Norðmönnum hluta sinn í laxeldisfyrirtæki. Sumir fengu á annan milljarð í vasann en „Björgum Vestfjörðum“ fékk ekkert. Við erum æði mörg sem horfum á og hugsum: Ætlar enginn að gera neitt? Ætlar enginn að stoppa svona skítamix? Á sama tíma og virðing Alþingis er í frjálsu falli mæta Klaustursmenn galvaskir aftur á þing og segja haldið kjafti með glott á vör. Og við sem stöndum utan við og horfum og hlustum erum orðlaus. Alþingi er algjörlega rúið virðingu og ráðamenn margir sömuleiðis. Og svo eru menn hissa á að alþýðan sé reið. Menn skulu ekki vera hissa þótt himnarnir ræski sig. Þruman er að boða okkur stríð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bubbi Morthens Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig geta menn verið hissa á því að það sé lítil sem engin virðing borin fyrir alþingismönnum eða ráðherrum? Við verðum ítrekað vitni að mögnuðum atvikum sem vekja upp sorg og vanmátt sem brýst út og verður oft að reiði. Auðkýfingur með ítök og tengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn skrifar sjávarútvegsráðherra bréf og biður hann um að koma því í kring að hann geti stundað sínar hvalveiðar. Honum verður að ósk sinni eins og ekkert sé. Annar auðmaður ásamt fyrrverandi forseta Alþingis sem er talsmaður Norðmanna er eiga nærri öll laxeldisfyrirtæki á Íslandi hefur nánast óheftan aðgang að þingmönnum og ráðherrum í gegnum sitt fólk. Báðir þessir ágætu menn hafa ítök og vinatengsl inn í Sjálfstæðisflokkinn. Þeir hafa samband við þá sem ráða og segja: Það eru einhver ráðuneyti að pönkast í laxeldinu fyrir vestan og hafa fellt niður leyfin þeirra. Er ekki hægt að laga þetta? Slagorð þeirra verður: „Björgum Vestfjörðum!“ Og á nokkrum dögum fer áróðursmaskína í gang og sjávarútvegsráðherra breytir einfaldlega lögum til að bjarga Vestfjörðum og kannski einhverjum öðrum í leiðinni. Því um daginn voru nokkrir einstaklingar að selja Norðmönnum hluta sinn í laxeldisfyrirtæki. Sumir fengu á annan milljarð í vasann en „Björgum Vestfjörðum“ fékk ekkert. Við erum æði mörg sem horfum á og hugsum: Ætlar enginn að gera neitt? Ætlar enginn að stoppa svona skítamix? Á sama tíma og virðing Alþingis er í frjálsu falli mæta Klaustursmenn galvaskir aftur á þing og segja haldið kjafti með glott á vör. Og við sem stöndum utan við og horfum og hlustum erum orðlaus. Alþingi er algjörlega rúið virðingu og ráðamenn margir sömuleiðis. Og svo eru menn hissa á að alþýðan sé reið. Menn skulu ekki vera hissa þótt himnarnir ræski sig. Þruman er að boða okkur stríð.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar