Hvað mun sigra? Guðmundur Steingrímsson skrifar 4. mars 2019 07:00 Framlag Íslands í Júróvisjón í ár er hressandi. Það fær mann til að hugsa. Og hlæja. Og fara í stuð. Þetta er frábært atriði. Auðvitað er hægt að afgreiða lagið sem gjörning ungmenna, brosa pínulítið, hrista höfuðið og halda svo áfram að horfa á línulega dagskrá. Allt er þetta leikur. Afþreying. Eitthvað til að lyfta fólki upp í myrkrinu, yfir snakki og ídýfu. Kapítalisminn sigrar. En ég held að það sé meira í þessu en svo. Þetta er tundurskeyti í hversdagsleikann. Upplyfting í amstrinu. Við erum semsagt að fara að senda lag í Júróvisjón um hatur. Tja, hví ekki? Það tístir í manni við tilhugsunina, að við skulum ætla að senda svona grallaraspóa inn í þessa glimmerveröld. Þetta verður álíka spennandi og fyrir vísindamenn í Sviss að horfa á árekstur tveggja einda í hraðli. Hvað gerist? Mun allt springa? Verður til svarthol? Hjálparsveit skáta í Kópavogi getur glaðst yfir vissum sigri BDSM-lífsstílsins og kannski fær hann byr undir báða vængi nú á næstu misserum. Krókar í loftum víða. Aðrar vangaveltur eiga þó hug minn. Eftir að hafa horft á úrslitakvöldið í tölvunni með fjölskyldunni í útlöndum og við höfðum nokkurn veginn sameinast í fylgispekt okkar við Hatara, fór ég að velta fyrir mér spurningunni sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn — ekki jafn reyndur í hótfyndni og kaldhæðni og við hin — lét falla í einlægni sinni: Hvað eiga þeir við? Af hverju mun hatrið sigra?Atlaga að útskýringu Ég, sem heimspekimenntaður, rýk alltaf til þegar svona spurningar gera vart við sig meðal afkvæma minna og lít á það sem heilaga skyldu, sprottna af hæfni, að útskýra vel og vandlega flóknari hliðar tilverunnar, þegar minnsti vottur af áhuga á slíku gerir vart við sig. Það er merkilegt hvað mér mistekst þetta oft. Eiginlega alltaf. Á því var engin breyting nú. Ég gat ekki útskýrt almennilega hvað þeir eiga við, þessir menn. Mun hatrið sigra? Stundum, sonur sæll, segir fólk hið þveröfuga á við það sem það vonar samt sjálft innst inni að gerist, skilurðu. Maður sem vonar að ástin muni sigra getur talið það góða leið til þess að vekja aðra til umhugsunar að klæða sig í þröngt plast og reipi og öskra að hatrið muni sigra. Eða eitthvað. Samskipti fólks eru flókin. Listin er margbrotin. Nú skulum við bursta tennurnar.Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson.Fréttablaðið/Sigtryggur AriKafað dýpra Hver er þá hin mikla undirliggjandi heimspekilega sögn Hatara? Mér finnst hið bitastæða vera þetta: Svartsýnisspámaðurinn Matthías tekur sér stöðu á goðsagnakenndu sviði og hrópar hið fornkveðna, eins og ótal bölsýnisspámenn fyrri tíma hafa gert, að heimurinn muni kollsteypa sér í hörmungar og myrkur, að allt sé fánýtt gagnvart eyðingarmætti hatursins. Mótsöngvarinn — með hárgreiðslu sem ég reyndi einu sinni að fá mér sjálfur með ömurlegum afleiðingum — er svo táknmynd hins eilífa og viðkvæma blóms fegurðarinnar, sem er fórnað á eyðingaraltari myrkursins. Þetta er sterk mynd. Þetta öskur hefur oft verið hrópað. Það sem blasir við í mínum huga er hins vegar sú niðurstaða, að þrátt fyrir máttugt öskur hatursins, þá mun hatrið aldrei sigra. Það má sín líka lítils, eins og fegurðin og ástin. Af hverju? Jú, vegna þess að veröldin heldur alltaf áfram. Tíminn stoppar ekki. Hatrið sigrar einu sinni. Ástin næst. Og svo endalaust, koll af kolli. Ekkert mun sigra. Ekki einu sinni dauðinn, því af honum sprettur líf. Í texta Hatara er þetta viðurkennt. „Rísið úr öskunni,“ hrópar spámaðurinn. „Sameinuð sem eitt.“ Í þessu felst vonin. Í áframhaldinu — svo lengi sem það slokknar ekki á sólinni (sem yrði bömmer) — felst alltaf von. Mannkynssagan, eins og margir magnaðir heimspekingar hafa bent á, er barátta andstæðna, sem hættir aldrei.Spurning laganna tveggja En hvað ef tíminn er afmarkaður, eins og í tilviki einstaklinga? Manni er skaffað eitt líf. Innan þess ramma getur hatrið vissulega sigrað, ekki satt? Lögin tvö sem kepptu til úrslita mynduðu þannig spurningu sem er mjög umhugsunarverð: Hvað ef ég get ekki elskað og hatrið mun sigra? Barátta kærleika og haturs þar sem annað aflið getur í raun og veru unnið fullnaðarsigur á sér stað í hjörtum manna. Í hinni einstaklingsbundnu baráttu fólks við sjálft sig og kringumstæður sínar. Þess vegna er frábært að senda þetta lag til Ísrael. Í Ísrael býr fullt af góðu fólki, en manni sýnist stundum að þar sé líka þónokkuð af áhrifafólki sem hefur ákveðið að láta hatur ráða ákvörðunum sínum. Framlag Íslands er einhvers konar öfug sálfræði inn í þessar kringumstæður, svipað og maður notar stundum á börn. Farðu þá bara ekki að sofa! Látið þá bara hatrið sigra! Kannski vakna einhverjir til umhugsunar og skynja ádeiluna, beiðnina, sem í þessu felst. Þetta er nefnilega ekki bara grín. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Framlag Íslands í Júróvisjón í ár er hressandi. Það fær mann til að hugsa. Og hlæja. Og fara í stuð. Þetta er frábært atriði. Auðvitað er hægt að afgreiða lagið sem gjörning ungmenna, brosa pínulítið, hrista höfuðið og halda svo áfram að horfa á línulega dagskrá. Allt er þetta leikur. Afþreying. Eitthvað til að lyfta fólki upp í myrkrinu, yfir snakki og ídýfu. Kapítalisminn sigrar. En ég held að það sé meira í þessu en svo. Þetta er tundurskeyti í hversdagsleikann. Upplyfting í amstrinu. Við erum semsagt að fara að senda lag í Júróvisjón um hatur. Tja, hví ekki? Það tístir í manni við tilhugsunina, að við skulum ætla að senda svona grallaraspóa inn í þessa glimmerveröld. Þetta verður álíka spennandi og fyrir vísindamenn í Sviss að horfa á árekstur tveggja einda í hraðli. Hvað gerist? Mun allt springa? Verður til svarthol? Hjálparsveit skáta í Kópavogi getur glaðst yfir vissum sigri BDSM-lífsstílsins og kannski fær hann byr undir báða vængi nú á næstu misserum. Krókar í loftum víða. Aðrar vangaveltur eiga þó hug minn. Eftir að hafa horft á úrslitakvöldið í tölvunni með fjölskyldunni í útlöndum og við höfðum nokkurn veginn sameinast í fylgispekt okkar við Hatara, fór ég að velta fyrir mér spurningunni sem yngsti fjölskyldumeðlimurinn — ekki jafn reyndur í hótfyndni og kaldhæðni og við hin — lét falla í einlægni sinni: Hvað eiga þeir við? Af hverju mun hatrið sigra?Atlaga að útskýringu Ég, sem heimspekimenntaður, rýk alltaf til þegar svona spurningar gera vart við sig meðal afkvæma minna og lít á það sem heilaga skyldu, sprottna af hæfni, að útskýra vel og vandlega flóknari hliðar tilverunnar, þegar minnsti vottur af áhuga á slíku gerir vart við sig. Það er merkilegt hvað mér mistekst þetta oft. Eiginlega alltaf. Á því var engin breyting nú. Ég gat ekki útskýrt almennilega hvað þeir eiga við, þessir menn. Mun hatrið sigra? Stundum, sonur sæll, segir fólk hið þveröfuga á við það sem það vonar samt sjálft innst inni að gerist, skilurðu. Maður sem vonar að ástin muni sigra getur talið það góða leið til þess að vekja aðra til umhugsunar að klæða sig í þröngt plast og reipi og öskra að hatrið muni sigra. Eða eitthvað. Samskipti fólks eru flókin. Listin er margbrotin. Nú skulum við bursta tennurnar.Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haraldsson.Fréttablaðið/Sigtryggur AriKafað dýpra Hver er þá hin mikla undirliggjandi heimspekilega sögn Hatara? Mér finnst hið bitastæða vera þetta: Svartsýnisspámaðurinn Matthías tekur sér stöðu á goðsagnakenndu sviði og hrópar hið fornkveðna, eins og ótal bölsýnisspámenn fyrri tíma hafa gert, að heimurinn muni kollsteypa sér í hörmungar og myrkur, að allt sé fánýtt gagnvart eyðingarmætti hatursins. Mótsöngvarinn — með hárgreiðslu sem ég reyndi einu sinni að fá mér sjálfur með ömurlegum afleiðingum — er svo táknmynd hins eilífa og viðkvæma blóms fegurðarinnar, sem er fórnað á eyðingaraltari myrkursins. Þetta er sterk mynd. Þetta öskur hefur oft verið hrópað. Það sem blasir við í mínum huga er hins vegar sú niðurstaða, að þrátt fyrir máttugt öskur hatursins, þá mun hatrið aldrei sigra. Það má sín líka lítils, eins og fegurðin og ástin. Af hverju? Jú, vegna þess að veröldin heldur alltaf áfram. Tíminn stoppar ekki. Hatrið sigrar einu sinni. Ástin næst. Og svo endalaust, koll af kolli. Ekkert mun sigra. Ekki einu sinni dauðinn, því af honum sprettur líf. Í texta Hatara er þetta viðurkennt. „Rísið úr öskunni,“ hrópar spámaðurinn. „Sameinuð sem eitt.“ Í þessu felst vonin. Í áframhaldinu — svo lengi sem það slokknar ekki á sólinni (sem yrði bömmer) — felst alltaf von. Mannkynssagan, eins og margir magnaðir heimspekingar hafa bent á, er barátta andstæðna, sem hættir aldrei.Spurning laganna tveggja En hvað ef tíminn er afmarkaður, eins og í tilviki einstaklinga? Manni er skaffað eitt líf. Innan þess ramma getur hatrið vissulega sigrað, ekki satt? Lögin tvö sem kepptu til úrslita mynduðu þannig spurningu sem er mjög umhugsunarverð: Hvað ef ég get ekki elskað og hatrið mun sigra? Barátta kærleika og haturs þar sem annað aflið getur í raun og veru unnið fullnaðarsigur á sér stað í hjörtum manna. Í hinni einstaklingsbundnu baráttu fólks við sjálft sig og kringumstæður sínar. Þess vegna er frábært að senda þetta lag til Ísrael. Í Ísrael býr fullt af góðu fólki, en manni sýnist stundum að þar sé líka þónokkuð af áhrifafólki sem hefur ákveðið að láta hatur ráða ákvörðunum sínum. Framlag Íslands er einhvers konar öfug sálfræði inn í þessar kringumstæður, svipað og maður notar stundum á börn. Farðu þá bara ekki að sofa! Látið þá bara hatrið sigra! Kannski vakna einhverjir til umhugsunar og skynja ádeiluna, beiðnina, sem í þessu felst. Þetta er nefnilega ekki bara grín.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun