Meiri menn í Kringlunni Björk Eiðsdóttir skrifar 1. mars 2019 06:30 Sýningin Meiri menn er hluti af Mottumars 2019 og opnar á morgun á sex stöðum; í Kringlunni, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, á Glerártorgi Akureyri, í JMJ herradeild á Akureyri, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar og í Neistanum á Ísafirði Ásta Kristjáns Ljósmyndasýningin Meiri menn opnar á morgun en hún byggir á persónulegum sögum átta karlmanna sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina. Sýningin er hluti af Mottumars 2019 og er sýnd á sex stöðum; í Kringlunni, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, á Glerártorgi Akureyri, í JMJ herradeild á Akureyri, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar og í Neistanum á Ísafirði. Allir þeir karlar sem taka þátt í sýningunni segja frá sinni persónulegu reynslu en lengri útgáfur sagnanna er að finna á karlaklefinn.is sem og myndskeið af frásögnum þeirra.Saga Davíðs Ólafssonar af ristilkrabbameini „Ég vissi að það var eitthvað að. Ég var búinn að lesa mér það mikið til að ég gerði mér grein fyrir að það væri sennilega æxli. En svo er þetta svo hart. Maður liggur þarna á bekknum ber að neðan. Læknirinn þræðir upp járnstöng með linsu og myndavél. Kemur svo til baka og segir: „Horfðu nú á skjáinn Davíð minn. Þetta er illkynja krabbamein.““ Þannig hefst sjúkrasaga Davíðs Ólafssonar, óperusöngvara og fasteignasala, sem greindist 47 ára gamall með ristilkrabbamein. Hann náði tímabundnum bata en í janúar 2019, tveimur árum síðar, tók krabbameinið sig upp aftur. Davíð Ólafsson óperusöngvari og fasteignasali segir sögu sína af ristilskrabbameiniÁsta Kristjánsdóttir Mottumars rak Davíð til læknis Fyrir greiningu hafði Davíð tekið eftir einkennum sem hann hélt fyrst að gætu tengst mat sem hann hafði borðað. „Ég hafði hlustað á auglýsingar Mottumars nokkrum árum áður þar sem Þorsteinn Guðmundsson, leikari og vinur minn, las slagorðin. Ég fékk hann á öxlina með alla frasana: „Ekki segja pass við þinn rass“ og svo framvegis. Og þetta sat í mér. Þegar einkennin héldu áfram heyrði ég stöðugt í honum. Ég átti að láta athuga mig og ekki vera feiminn við það. Og það er ástæðan fyrir því að ég fór og lét skoða mig.“ Davíð sagði í upphafi engum frá nema eiginkonu sinni og við tók óvissutími sem hann vildi nýta til að afla sér upplýsinga um stöðu sína og sjúkdóminn: „Mér fannst mjög mikilvægt að hafa allar staðreyndir á hreinu og var hálfnaður með geislameðferð þegar ég sagði fjölskyldunni frá þessu. Þetta var orðið þriðja stigs og komið í eitla og eftir á að hyggja er ég feginn að ég gerði þetta svona þrátt fyrir að vera ráðlagt gegn því.“ Hluti ristilsins var síðan fjarlægður og Davíð fékk tímabundið stóma á meðan ristillinn var að jafna sig. Við tók langt bataferli. „Það er ekkert vandamál að berjast við krabbamein, en það er miklu erfiðara að eiga við afleiðingarnar.“Erfitt að þiggja hjálp Vinir og kunningar veittu mikinn stuðning, sérstaklega á þeim tíma þegar Davíð var tekjulaus. En honum fannst erfitt að taka við hjálp: „Ég hef alltaf unnið sjálfstætt og þegar maður er kominn á þann stað að maður getur ekki bjargað sér er það mjög erfitt. Ég held að það sé sérstaklega sterkt í karlmönnum að vilja sjá fyrir öllu og hafa fólkið sitt ánægt.“ Álag á fjölskylduna Davíð reyndi eftir megni að hlífa fjölskyldunni í veikindaferlinu og hjónin reyndu að lifa eins eðlilegu lífi og hægt var: „Á sama tíma fattaði ég ekki að það snerist í raun allt heimilið um mig. Ég spurði konuna mína til dæmis aldrei; hvernig líður þér? Það gleymdist alveg.“ Þegar Davíð fékk endurgreiningu í janúar 2019 fékk hann leyfi hjá lækninum til að fresta aðgerðinni um tvær vikur svo hann gæti haldið upp á fimmtugsafmælið sitt og farið í helgarferð til Berlínar áður en ristillinn yrði fjarlægður. „Þegar ég fæ varanlegt stóma get ég fengið líf mitt aftur til baka. Þá þarf ég ekkert að hugsa um þetta og get farið að hlaupa aftur, hjóla og labba. Það eru hlutir sem ég get ekki í dag.“ Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira
Ljósmyndasýningin Meiri menn opnar á morgun en hún byggir á persónulegum sögum átta karlmanna sem greinst hafa með ólíkar tegundir krabbameina. Sýningin er hluti af Mottumars 2019 og er sýnd á sex stöðum; í Kringlunni, Herrafataverslun Kormáks og Skjaldar, á Glerártorgi Akureyri, í JMJ herradeild á Akureyri, í Ráðhúsi Reykjanesbæjar og í Neistanum á Ísafirði. Allir þeir karlar sem taka þátt í sýningunni segja frá sinni persónulegu reynslu en lengri útgáfur sagnanna er að finna á karlaklefinn.is sem og myndskeið af frásögnum þeirra.Saga Davíðs Ólafssonar af ristilkrabbameini „Ég vissi að það var eitthvað að. Ég var búinn að lesa mér það mikið til að ég gerði mér grein fyrir að það væri sennilega æxli. En svo er þetta svo hart. Maður liggur þarna á bekknum ber að neðan. Læknirinn þræðir upp járnstöng með linsu og myndavél. Kemur svo til baka og segir: „Horfðu nú á skjáinn Davíð minn. Þetta er illkynja krabbamein.““ Þannig hefst sjúkrasaga Davíðs Ólafssonar, óperusöngvara og fasteignasala, sem greindist 47 ára gamall með ristilkrabbamein. Hann náði tímabundnum bata en í janúar 2019, tveimur árum síðar, tók krabbameinið sig upp aftur. Davíð Ólafsson óperusöngvari og fasteignasali segir sögu sína af ristilskrabbameiniÁsta Kristjánsdóttir Mottumars rak Davíð til læknis Fyrir greiningu hafði Davíð tekið eftir einkennum sem hann hélt fyrst að gætu tengst mat sem hann hafði borðað. „Ég hafði hlustað á auglýsingar Mottumars nokkrum árum áður þar sem Þorsteinn Guðmundsson, leikari og vinur minn, las slagorðin. Ég fékk hann á öxlina með alla frasana: „Ekki segja pass við þinn rass“ og svo framvegis. Og þetta sat í mér. Þegar einkennin héldu áfram heyrði ég stöðugt í honum. Ég átti að láta athuga mig og ekki vera feiminn við það. Og það er ástæðan fyrir því að ég fór og lét skoða mig.“ Davíð sagði í upphafi engum frá nema eiginkonu sinni og við tók óvissutími sem hann vildi nýta til að afla sér upplýsinga um stöðu sína og sjúkdóminn: „Mér fannst mjög mikilvægt að hafa allar staðreyndir á hreinu og var hálfnaður með geislameðferð þegar ég sagði fjölskyldunni frá þessu. Þetta var orðið þriðja stigs og komið í eitla og eftir á að hyggja er ég feginn að ég gerði þetta svona þrátt fyrir að vera ráðlagt gegn því.“ Hluti ristilsins var síðan fjarlægður og Davíð fékk tímabundið stóma á meðan ristillinn var að jafna sig. Við tók langt bataferli. „Það er ekkert vandamál að berjast við krabbamein, en það er miklu erfiðara að eiga við afleiðingarnar.“Erfitt að þiggja hjálp Vinir og kunningar veittu mikinn stuðning, sérstaklega á þeim tíma þegar Davíð var tekjulaus. En honum fannst erfitt að taka við hjálp: „Ég hef alltaf unnið sjálfstætt og þegar maður er kominn á þann stað að maður getur ekki bjargað sér er það mjög erfitt. Ég held að það sé sérstaklega sterkt í karlmönnum að vilja sjá fyrir öllu og hafa fólkið sitt ánægt.“ Álag á fjölskylduna Davíð reyndi eftir megni að hlífa fjölskyldunni í veikindaferlinu og hjónin reyndu að lifa eins eðlilegu lífi og hægt var: „Á sama tíma fattaði ég ekki að það snerist í raun allt heimilið um mig. Ég spurði konuna mína til dæmis aldrei; hvernig líður þér? Það gleymdist alveg.“ Þegar Davíð fékk endurgreiningu í janúar 2019 fékk hann leyfi hjá lækninum til að fresta aðgerðinni um tvær vikur svo hann gæti haldið upp á fimmtugsafmælið sitt og farið í helgarferð til Berlínar áður en ristillinn yrði fjarlægður. „Þegar ég fæ varanlegt stóma get ég fengið líf mitt aftur til baka. Þá þarf ég ekkert að hugsa um þetta og get farið að hlaupa aftur, hjóla og labba. Það eru hlutir sem ég get ekki í dag.“
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Forsetahjónin létu sig ekki vanta Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Leikjavísir Bieber fékk sér smók í Skagafirði Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ Lífið Fleiri fréttir Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Sjá meira