Birkir Már: Þurfum að gera það sem okkur er sagt Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 09:00 Birkir Már Sævarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu hungraðir og að þeir ætli sér að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Ísland hóf í gær sinn undirbúning fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2020 en strákarnir okkar mæta Andorra á föstudag. Eftir það bíður erfiður leikur gegn heimsmeisturum Frakklands í París á mánudagskvöld. „Það er gaman að fá keppnisleik aftur. Það hafa verið nokkrir mánuðir síðan,“ sagði Birkir við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í Peralada á Spáni í gær. Birkir leikur með Val í Pepsi Max-deildinni og hefur því ekki spilað marga keppnisleiki í vetur. „Það er líka gaman að byrja nýja keppni. Við sjáum EM í hyllingum,“ bætti hann við.Birkir á HM í Rússlandi síðasta sumar.Vísir/GettyMunum sýna aftur rétt hugarfar Birkir segir að leikir Íslands í Þjóðadeildinni í haust hafi verið erfiðir. Ekki aðeins hafi andstæðingar Íslands verið sterkir. „Það voru mikið af meiðslum en nú erum við komnir allir saman. Það er mikill vilji og hungur í að fara á annað stórmót,“ sagði bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það sem hafi einkennt lið Íslands síðustu ár, samheldni og barátta, sé enn til staðar. Hugarfarið sé enn gott. „Þó svo að það hafi ekki endilega sést í síðustu leikjum þá munum við sýna það í þeim leikjum sem við eigum fram undan,“ sagði hann.Birkir Már í leik með Val.Vísir/BáraHausinn í lagi Birkir segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og landsliði Andorra. Hann þekkir það vel eftir að Valur mætti Santa Coloma, besta félagsliði Andorra, í Evrópuleik síðastliðið sumar. „Ég býst við svipuðu dæmi. Þeir munu liggja til baka, taka sér langan tíma í allt og reyna að komast í hausinn hjá okkur. Við þurfum að vera einbeittir og hugsa um okkur sjálfa. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Erik Hamren tók við þjálfun íslenska landsliðsins eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með það síðastliðið sumar. Birkir segir að hann hafi nú fengið nægan tíma til að koma sínu áleiðis til leikmanna. „Við höfum fengið þokkalegan tíma með honum og hann er búinn að koma sínu til skila. Nú er að fara með það inn á völlinn og gera það sem okkur er sagt.“ EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Birkir Már Sævarsson segir að leikmenn íslenska landsliðsins séu hungraðir og að þeir ætli sér að komast inn á sitt þriðja stórmót í röð. Ísland hóf í gær sinn undirbúning fyrir fyrsta leik sinn í undankeppni EM 2020 en strákarnir okkar mæta Andorra á föstudag. Eftir það bíður erfiður leikur gegn heimsmeisturum Frakklands í París á mánudagskvöld. „Það er gaman að fá keppnisleik aftur. Það hafa verið nokkrir mánuðir síðan,“ sagði Birkir við Vísi eftir æfingu íslenska landsliðsins í Peralada á Spáni í gær. Birkir leikur með Val í Pepsi Max-deildinni og hefur því ekki spilað marga keppnisleiki í vetur. „Það er líka gaman að byrja nýja keppni. Við sjáum EM í hyllingum,“ bætti hann við.Birkir á HM í Rússlandi síðasta sumar.Vísir/GettyMunum sýna aftur rétt hugarfar Birkir segir að leikir Íslands í Þjóðadeildinni í haust hafi verið erfiðir. Ekki aðeins hafi andstæðingar Íslands verið sterkir. „Það voru mikið af meiðslum en nú erum við komnir allir saman. Það er mikill vilji og hungur í að fara á annað stórmót,“ sagði bakvörðurinn öflugi. Hann segir að það sem hafi einkennt lið Íslands síðustu ár, samheldni og barátta, sé enn til staðar. Hugarfarið sé enn gott. „Þó svo að það hafi ekki endilega sést í síðustu leikjum þá munum við sýna það í þeim leikjum sem við eigum fram undan,“ sagði hann.Birkir Már í leik með Val.Vísir/BáraHausinn í lagi Birkir segir að það sé erfitt að spila gegn liði eins og landsliði Andorra. Hann þekkir það vel eftir að Valur mætti Santa Coloma, besta félagsliði Andorra, í Evrópuleik síðastliðið sumar. „Ég býst við svipuðu dæmi. Þeir munu liggja til baka, taka sér langan tíma í allt og reyna að komast í hausinn hjá okkur. Við þurfum að vera einbeittir og hugsa um okkur sjálfa. Við þurfum að vera með hausinn rétt skrúfaðan á.“ Erik Hamren tók við þjálfun íslenska landsliðsins eftir að Heimir Hallgrímsson hætti með það síðastliðið sumar. Birkir segir að hann hafi nú fengið nægan tíma til að koma sínu áleiðis til leikmanna. „Við höfum fengið þokkalegan tíma með honum og hann er búinn að koma sínu til skila. Nú er að fara með það inn á völlinn og gera það sem okkur er sagt.“
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00 Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00
Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Arnór Sigurðsson er yngsti leikmaður íslenska landsliðsins en gæti fengið stórt hlutverk í leikjunum sem eru fram undan. 19. mars 2019 08:00
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti