Arnór Sig: Verðum að vera klárir í alvöru slag Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Peralada skrifar 19. mars 2019 08:00 Hinn nítján ára Arnór Sigurðsson gæti fengið stórt hlutverk í leikjum Íslands sem eru fram undan í undankeppni EM 2020. Arnór er eini leikmaðurinn í leikmannahópnum sem er undir tvítugu. Albert Guðmundsson, sóknarmaður AZ, er 21 árs en annars eru allir í íslenska landsliðinu 24 ára eða eldri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru allir þvílíkt spenntir og gíraðir. Þetta verða tveir ólíkir leikir en það eru allir mjög spenntir að byrja,“ sagði Arnór og engu líkara en að hann hafi verið í landsliðinu til fjölda ára. „Við vitum hversu mikilvægir þessir fyrstu leikirnir í riðlinum eru. Við þurfum að vera 100 prósent klárir í alvöru slag,“ bætti hann við. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður útileikurinn gegn Andorra á föstudag. Eitt helsta umræðuefnið fyrir þann leik er gervigrasvöllurinn þar sem leikurinn fer fram, en völlurinn þykir í slæmu ástandi. „Við þurfum að fara inn í þennan leik eins og að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur. Við vitum af gervigrasinu en þetta eru líka baráttumenn og við þurfum að vera þolinmóðir. En við ætlum okkur að klára þennan leik.“ Arnór er í stóru hlutverki hjá rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann hefur spilað flesta leiki tímabilsins og oftast verið byrjunarliðsmaður, þó svo að hann hafi komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Þetta hefur farið mjög vel af stað [eftir vetrarfríið]. Við tókum tvo mánuði í undirbúningstímabil á Spáni í vetur og nú er þetta byrjað aftur. Við erum í öðru sæti í deildinni og erum að berjast um titilinn. Mér líður mjög vel í Rússlandi, þetta er stór og flottur klúbbur.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Hinn nítján ára Arnór Sigurðsson gæti fengið stórt hlutverk í leikjum Íslands sem eru fram undan í undankeppni EM 2020. Arnór er eini leikmaðurinn í leikmannahópnum sem er undir tvítugu. Albert Guðmundsson, sóknarmaður AZ, er 21 árs en annars eru allir í íslenska landsliðinu 24 ára eða eldri. „Þetta leggst mjög vel í mig. Það eru allir þvílíkt spenntir og gíraðir. Þetta verða tveir ólíkir leikir en það eru allir mjög spenntir að byrja,“ sagði Arnór og engu líkara en að hann hafi verið í landsliðinu til fjölda ára. „Við vitum hversu mikilvægir þessir fyrstu leikirnir í riðlinum eru. Við þurfum að vera 100 prósent klárir í alvöru slag,“ bætti hann við. Fyrsti leikurinn í riðlinum verður útileikurinn gegn Andorra á föstudag. Eitt helsta umræðuefnið fyrir þann leik er gervigrasvöllurinn þar sem leikurinn fer fram, en völlurinn þykir í slæmu ástandi. „Við þurfum að fara inn í þennan leik eins og að þetta sé úrslitaleikur fyrir okkur. Við vitum af gervigrasinu en þetta eru líka baráttumenn og við þurfum að vera þolinmóðir. En við ætlum okkur að klára þennan leik.“ Arnór er í stóru hlutverki hjá rússneska stórliðinu CSKA Moskvu. Hann hefur spilað flesta leiki tímabilsins og oftast verið byrjunarliðsmaður, þó svo að hann hafi komið inn á sem varamaður í síðustu tveimur leikjum liðsins. „Þetta hefur farið mjög vel af stað [eftir vetrarfríið]. Við tókum tvo mánuði í undirbúningstímabil á Spáni í vetur og nú er þetta byrjað aftur. Við erum í öðru sæti í deildinni og erum að berjast um titilinn. Mér líður mjög vel í Rússlandi, þetta er stór og flottur klúbbur.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Birkir: Alls ekki ánægðir með 2018 Birkir Bjarnason er kominn aftur í bláa búninginn og þar líður honum vel. 18. mars 2019 19:00