„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2019 15:15 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á Alþingi í dag. vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka eigi dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt alvarlega. Alþingi og stjórnvöld eigi hins vegar líka að gefa sér tíma til þess að reifa dóminn, bæði niðurstöðuna og svo sjónarmið sem koma fram í minnihlutaáliti. Ekki eiga að hleypa umræðunni í pólitískar skotgrafir ef þingmönnum er alvara með því að vilja tryggja frið um réttarkerfið. Þetta kom fram í máli Katrínar á Alþingi í dag þar sem hún flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en dómarar við réttinn ákváðu að taka engin mál fyrir í síðustu viku eftir að dómur MDE féll. Þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru þvert á lista hæfnisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu heldur aðeins þeir ellefu sem voru á lista nefndarinnar. Tækifæri fyrir þingið að sýna hvað í því býr Katrín lagði áherslu á það Alþingi og stjórnvöld gæfu sér tíma í málið. Markmiðið væri að eyða óvissunni og finna farsæla lausn. „Ég held að við höfum ákveðið tækifæri sem þing að sýna hvað í okkur býr hvernig við tökumst á við þennan dóm,“ sagði Katrín og bætti við að hún ætlaði að óska eftir fundi með formönnum flokkanna á Alþingi til að fara betur yfir efni dómsins og þá valkosti sem eru upp. Þá kom jafnframt fram í ræðu Katrínar að hún hefði skipað hóp sérfræðinga til þess að fara yfir málið með stjórnvöldum. Í hópnum sitja þau Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómar, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, og Björg Thorarensen, prófessor í lögum við HÍ. Hefur hópurinn nú þegar fundað með fulltrúum ríkislögmanns og fulltrúum dómsmálaráðuneytisins og verður fundað áfram. Sigríður hafi axlað pólitíska ábyrgð Katrín sagði að Sigríður Á. Andersen hefði axlað pólitíska ábyrgð á málinu þegar hún sagði af sér í síðustu viku en fyrir liggur að eyða þarf óvissu varðandi starfsemi Landsréttar og ákveða hvort stjórnvöld vísi málinu til yfirdeildar MDE. Ríkið hefur þrjá mánuði til þess að vísa málinu þangað. Katrín sagði skiptar skoðanir um það hvort bæri að vísa málinu til yfirdeildarinnar. Ákvörðun um hvort það verður gert mun ekki vera tekin fyrr en ítarlegt mat á þeim hagsmunum sem liggja undir í málinu hefur farið fram að sögn Katrínar. Katrín sagði að sér þætti áhugavert að heyra þá umræðu að minnihlutaálitið hefði ekki vægi. Hún teldi þá skoðun ekki standast þar sem minnihlutaálit hefðu oft haft gríðarleg áhrif. „Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um að gera það sem er rétt. Það sem er rétt fyrir íslenskt samfélag og réttarkerfi og líka í alþjóðlegu samhengi. Við þurfum að tryggja eðlilegt umhverfi dómstólsins óháð því hvaða ákvörðun er tekin,“ sagði ráðherra. Dómsmálaráðherra með til skoðunar hvort skipa eigi nýja dómara Þá sagði Katrín mjög margar ólíkar skoðanir á því hversu víðtækar ályktanir ætti að draga af dómnum. Alþingi Íslendinga ætti ekki að bæta gráu ofan á svart með vanhugsuðum ráðstöfunum í þeim viðkvæma málaflokki sem dómskerfið er. „Við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa hann, reifa sjónarmið dómsins, reifa sjónarmið í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir ef okkur er alvara með því að við viljum tryggja hér frið um réttarkerfið,“ sagði Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, kom upp í andsvörum og spurði ráðherra hvort það kæmi til greina að fara í það að skipa í stöður þeirra fjögurra dómara við Landsrétt sem ekki eru þar lengur að störfum vegna dóms MDE. Katrín svaraði því til að þetta væri til skoðunar hjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra. Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. 17. mars 2019 12:55 Segir það vera sterk rök að dómur MDE sé byggður á pólitík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að gefa minnihlutaáliti dóms MDE gaum. Honum finnst ekki rétt að sú krafa hafi verið gerð til Sigríðar Á. Andersen að segja af sér á grundvelli niðurstöðu MDE. 17. mars 2019 14:43 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að taka eigi dóm Mannréttindadómstól Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt alvarlega. Alþingi og stjórnvöld eigi hins vegar líka að gefa sér tíma til þess að reifa dóminn, bæði niðurstöðuna og svo sjónarmið sem koma fram í minnihlutaáliti. Ekki eiga að hleypa umræðunni í pólitískar skotgrafir ef þingmönnum er alvara með því að vilja tryggja frið um réttarkerfið. Þetta kom fram í máli Katrínar á Alþingi í dag þar sem hún flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. Meirihluti dómsins komst að þeirri niðurstöðu í síðustu viku að skipan dómara bryti gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi. Landsréttur tók aftur til starfa í dag en dómarar við réttinn ákváðu að taka engin mál fyrir í síðustu viku eftir að dómur MDE féll. Þeir fjórir dómarar sem skipaðir voru þvert á lista hæfnisnefndar munu ekki starfa við réttinn að svo stöddu heldur aðeins þeir ellefu sem voru á lista nefndarinnar. Tækifæri fyrir þingið að sýna hvað í því býr Katrín lagði áherslu á það Alþingi og stjórnvöld gæfu sér tíma í málið. Markmiðið væri að eyða óvissunni og finna farsæla lausn. „Ég held að við höfum ákveðið tækifæri sem þing að sýna hvað í okkur býr hvernig við tökumst á við þennan dóm,“ sagði Katrín og bætti við að hún ætlaði að óska eftir fundi með formönnum flokkanna á Alþingi til að fara betur yfir efni dómsins og þá valkosti sem eru upp. Þá kom jafnframt fram í ræðu Katrínar að hún hefði skipað hóp sérfræðinga til þess að fara yfir málið með stjórnvöldum. Í hópnum sitja þau Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, Jóhannes Karl Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, Hjördís Hákonardóttir, fyrrverandi hæstaréttardómar, Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, og Björg Thorarensen, prófessor í lögum við HÍ. Hefur hópurinn nú þegar fundað með fulltrúum ríkislögmanns og fulltrúum dómsmálaráðuneytisins og verður fundað áfram. Sigríður hafi axlað pólitíska ábyrgð Katrín sagði að Sigríður Á. Andersen hefði axlað pólitíska ábyrgð á málinu þegar hún sagði af sér í síðustu viku en fyrir liggur að eyða þarf óvissu varðandi starfsemi Landsréttar og ákveða hvort stjórnvöld vísi málinu til yfirdeildar MDE. Ríkið hefur þrjá mánuði til þess að vísa málinu þangað. Katrín sagði skiptar skoðanir um það hvort bæri að vísa málinu til yfirdeildarinnar. Ákvörðun um hvort það verður gert mun ekki vera tekin fyrr en ítarlegt mat á þeim hagsmunum sem liggja undir í málinu hefur farið fram að sögn Katrínar. Katrín sagði að sér þætti áhugavert að heyra þá umræðu að minnihlutaálitið hefði ekki vægi. Hún teldi þá skoðun ekki standast þar sem minnihlutaálit hefðu oft haft gríðarleg áhrif. „Í mínum huga snýst þetta fyrst og fremst um að gera það sem er rétt. Það sem er rétt fyrir íslenskt samfélag og réttarkerfi og líka í alþjóðlegu samhengi. Við þurfum að tryggja eðlilegt umhverfi dómstólsins óháð því hvaða ákvörðun er tekin,“ sagði ráðherra. Dómsmálaráðherra með til skoðunar hvort skipa eigi nýja dómara Þá sagði Katrín mjög margar ólíkar skoðanir á því hversu víðtækar ályktanir ætti að draga af dómnum. Alþingi Íslendinga ætti ekki að bæta gráu ofan á svart með vanhugsuðum ráðstöfunum í þeim viðkvæma málaflokki sem dómskerfið er. „Við eigum að taka úrskurðinn alvarlega en við eigum líka að gefa okkur svigrúm til að reifa hann, reifa sjónarmið dómsins, reifa sjónarmið í minnihlutaálitinu og við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir ef okkur er alvara með því að við viljum tryggja hér frið um réttarkerfið,“ sagði Katrín. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, kom upp í andsvörum og spurði ráðherra hvort það kæmi til greina að fara í það að skipa í stöður þeirra fjögurra dómara við Landsrétt sem ekki eru þar lengur að störfum vegna dóms MDE. Katrín svaraði því til að þetta væri til skoðunar hjá Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, dómsmálaráðherra.
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. 17. mars 2019 12:55 Segir það vera sterk rök að dómur MDE sé byggður á pólitík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að gefa minnihlutaáliti dóms MDE gaum. Honum finnst ekki rétt að sú krafa hafi verið gerð til Sigríðar Á. Andersen að segja af sér á grundvelli niðurstöðu MDE. 17. mars 2019 14:43 Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi Innlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Innlent „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Fleiri fréttir Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Sjá meira
Spyr hver ávinningurinn sé af áfrýjun á dómi MDE Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir að full ástæða sé til að staldra við spyrja hver ávinningurinn sé af því að framlengja óvissu í Landsréttarmálinu. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu hafi verið afdráttarlaus og vel rökstuddur. Verði dómum skotið til yfirdeildar gæti það tekið talsvert langan tíma. 17. mars 2019 12:55
Segir það vera sterk rök að dómur MDE sé byggður á pólitík Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra, segir að það sé full ástæða til að gefa minnihlutaáliti dóms MDE gaum. Honum finnst ekki rétt að sú krafa hafi verið gerð til Sigríðar Á. Andersen að segja af sér á grundvelli niðurstöðu MDE. 17. mars 2019 14:43
Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun dómstólasýslunnar Forseti Landsréttar samþykkti ekki bókun stjórnar dómstólasýslunnar á föstudag um fjölgun dómara í Landsrétti eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu um ólöglega skipan dómara í réttinn. 18. mars 2019 12:00