Hryðjuverkamaðurinn leiddur fyrir dómara Margrét Helga Erlingsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 15. mars 2019 23:45 Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Vísir/ap Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Tveir aðrir eru einnig í haldi lögreglu. Hryðjuverkamaðurinn er 28 ára Ástrali að nafni Brenton Tarrant. Hann er fyrrverandi einkaþjálfari og yfirlýstur fasisti. Í réttarsalnum gjóaði hann augunum við og við til fjölmiðla sem voru viðstaddir. Tarrant mætti fyrir dómara í handjárnum og virtist svipbrigðalaus á meðan dómarinn talaði. Gert er ráð fyrir að ákæruliðum á hendur honum fjölgi talsvert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Tarrant fór ekki fram á að vera látinn laus gegn tryggingu og var færður aftur í varðhald en hann mun þurfa að mæta aftur fyrir dómara 5. apríl næstkomandi. Fyrir utan réttarsalinn voru synir Daoud Nabi, afgansks manns á áttræðisaldri sem var myrtur í hryðjuverkaárásinni. Þeir kröfðust réttlætis og annar þeirra sagði að tilfinningin sem bærðist um innra með honum í kjölfar morðsins á föður hans væri hryllileg. „Þetta er hryllilegt, tilfinningin er hryllileg.“ Nabi var skotinn til bana í Deans Ave moskunni þar sem hann iðkaði trú sína. Hann lést við að skýla öðrum gestum fyrir kúluregni hryðjuverkamannsins. Sjá nánar: Maður á áttræðisaldri fyrstur til að vera nafngreindur Nabi var formaður samtaka Afgana í Nýja-Sjálandi en það eru samtök sem hverfast um að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og hjálpa innflytjendum að aðlagast samfélaginu í Nýja-Sjálandi. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Hægri öfgamaðurinn sem myrti að minnsta kosti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi var að morgni laugardags að staðartíma leiddur fyrir dómara þar sem honum var gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Tveir aðrir eru einnig í haldi lögreglu. Hryðjuverkamaðurinn er 28 ára Ástrali að nafni Brenton Tarrant. Hann er fyrrverandi einkaþjálfari og yfirlýstur fasisti. Í réttarsalnum gjóaði hann augunum við og við til fjölmiðla sem voru viðstaddir. Tarrant mætti fyrir dómara í handjárnum og virtist svipbrigðalaus á meðan dómarinn talaði. Gert er ráð fyrir að ákæruliðum á hendur honum fjölgi talsvert eftir því sem rannsókn málsins vindur fram. Tarrant fór ekki fram á að vera látinn laus gegn tryggingu og var færður aftur í varðhald en hann mun þurfa að mæta aftur fyrir dómara 5. apríl næstkomandi. Fyrir utan réttarsalinn voru synir Daoud Nabi, afgansks manns á áttræðisaldri sem var myrtur í hryðjuverkaárásinni. Þeir kröfðust réttlætis og annar þeirra sagði að tilfinningin sem bærðist um innra með honum í kjölfar morðsins á föður hans væri hryllileg. „Þetta er hryllilegt, tilfinningin er hryllileg.“ Nabi var skotinn til bana í Deans Ave moskunni þar sem hann iðkaði trú sína. Hann lést við að skýla öðrum gestum fyrir kúluregni hryðjuverkamannsins. Sjá nánar: Maður á áttræðisaldri fyrstur til að vera nafngreindur Nabi var formaður samtaka Afgana í Nýja-Sjálandi en það eru samtök sem hverfast um að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og hjálpa innflytjendum að aðlagast samfélaginu í Nýja-Sjálandi.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12
Öryggisgæsla við franska tilbeiðslustaði hert eftir blóðbaðið í Christchurch Stærsta samfélag múslima er Vestur-Evrópu er í Frakklandi. Skotárásin í Christchurch beindist að tveimur moskum. 15. mars 2019 12:01
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00