„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2019 08:36 Árásarmenn hófu skothríð í tveimur moskum í Christchurch í nótt, um klukkan 13:40 að nýsjálenskum tíma. EPA/EFE Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. Hann segir Christchurch rólega borg og að enginn hafi búist við því að svo hryllileg voðaverk yrðu framin þar.Strax ljóst að ástandið var alvarlegt Svavar Gísli Ragnarsson hefur verið búsettur í Christchurch síðastliðin sjö ár ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hann var á leið á spítala í nágrenninu með mat handa starfsfólki þegar fréttastofa náði tal af honum í morgun. Skotárásin var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma en Svavar segist hafa fengið fyrstu fregnir af henni um tuttugu mínútum síðar.Svavar Gísli Ragnarsson.Mynd/Aðsend„Um tvöleytið fór ég að heyra af því að það hefði orðið skotárás hérna einhvers staðar, og ekki langt frá okkur. Svo rétt um 14:30 byrjaði ég að keyra heim úr miðborginni í úthverfið og þá sá ég að það voru lögreglubílar og sjúkrabílar alls staðar, fram og til baka. Og mér fannst svo merkilegt að sjá að þeir voru allir að keyra í mismunandi áttir,“ segir Svavar. Þá lýsir hann því að hann hafi séð hóp þungvopnaðra lögreglumanna koma út af lögreglustöð í götunni hjá sér. „Maður sá strax þá að það var eitthvað mikið um að vera.“Skólar dætranna í „lockdown“ Svavar sá fljótlega fram á að komast ekki heim þar sem búið var að loka götum víða í borginni. „Og meira að segja leiðin sem ég fer heim, það var þar sem þeir náðu fyrsta skotmanninum. Og því ástæða fyrir því að ég gat ekki farið þá leið.“ Svavar og fjölskylda hans búa í Búa í Prebbleton, smábæ rétt fyrir utan Christchurch. Hann segir að skólum dætra sinna, sem eru fimm og sjö ára, hafi verið lokað fljótlega eftir árásina og mátti enginn fara þangað inn eða út. „[…] sem er svolítið svona sérstök tilfinning, að geta ekki sótt börnin þín. Við fórum bæði heim, ég og eiginkonan var heima, biðum aðeins þar og fréttum svo að leikskólinn væri að hleypa inn foreldrum en ef foreldrar færu inn máttu þeir ekki fara út aftur. Þannig að eiginkonan fór á leikskólann til að vera með litlu og ég beið við miðlana til að bíða eftir fréttum um að við mættum sækja skólastelpuna.“Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað í Christchurch.Vísir/GEttyTrúir því enginn að þetta hafi gerst Hjónin komu dætrunum loks heim um sexleytið en Svavar segir að stúlkunum hafi ekki verið sagt af árásinni í skólanum. Hann hafi sjálfur stiklað á stóru um árásina við eldri dóttur sína en ekki sagt þeirri yngri neitt. „[Það er] skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum.“ Aðspurður segir Svavar að íbúar Christchurch séu slegnir yfir árásinni. Hann lýsir því að hrætt fólk hafi leitað skjóls á skyndibitastaðnum sem hann rekur í borginni, The Kiwi Viking, á meðan lögregluaðgerðir stóðu sem hæst síðdegis. „Það eru bara allir í sjokki. Það trúir enginn að þetta gerist í þessu þjóðfélagi hér. Christschurch er alveg einstaklega róleg borg, sérstaklega eftir jarðskjálftann. Borgin er búin að taka svo ægilega langan tíma að taka við sér aftur, þannig að hún er ægilega róleg, sérstaklega á kvöldin og annað. Og náttúrulega bara skrýtið að við erum oft búin að vera þarna í Hagley park, og þetta er innan við þrjá kílómetra frá okkur á báða vegu, það sem gerðist.“ Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. Hann segir Christchurch rólega borg og að enginn hafi búist við því að svo hryllileg voðaverk yrðu framin þar.Strax ljóst að ástandið var alvarlegt Svavar Gísli Ragnarsson hefur verið búsettur í Christchurch síðastliðin sjö ár ásamt eiginkonu sinni og tveimur dætrum. Hann var á leið á spítala í nágrenninu með mat handa starfsfólki þegar fréttastofa náði tal af honum í morgun. Skotárásin var gerð um klukkan 13:40 að staðartíma en Svavar segist hafa fengið fyrstu fregnir af henni um tuttugu mínútum síðar.Svavar Gísli Ragnarsson.Mynd/Aðsend„Um tvöleytið fór ég að heyra af því að það hefði orðið skotárás hérna einhvers staðar, og ekki langt frá okkur. Svo rétt um 14:30 byrjaði ég að keyra heim úr miðborginni í úthverfið og þá sá ég að það voru lögreglubílar og sjúkrabílar alls staðar, fram og til baka. Og mér fannst svo merkilegt að sjá að þeir voru allir að keyra í mismunandi áttir,“ segir Svavar. Þá lýsir hann því að hann hafi séð hóp þungvopnaðra lögreglumanna koma út af lögreglustöð í götunni hjá sér. „Maður sá strax þá að það var eitthvað mikið um að vera.“Skólar dætranna í „lockdown“ Svavar sá fljótlega fram á að komast ekki heim þar sem búið var að loka götum víða í borginni. „Og meira að segja leiðin sem ég fer heim, það var þar sem þeir náðu fyrsta skotmanninum. Og því ástæða fyrir því að ég gat ekki farið þá leið.“ Svavar og fjölskylda hans búa í Búa í Prebbleton, smábæ rétt fyrir utan Christchurch. Hann segir að skólum dætra sinna, sem eru fimm og sjö ára, hafi verið lokað fljótlega eftir árásina og mátti enginn fara þangað inn eða út. „[…] sem er svolítið svona sérstök tilfinning, að geta ekki sótt börnin þín. Við fórum bæði heim, ég og eiginkonan var heima, biðum aðeins þar og fréttum svo að leikskólinn væri að hleypa inn foreldrum en ef foreldrar færu inn máttu þeir ekki fara út aftur. Þannig að eiginkonan fór á leikskólann til að vera með litlu og ég beið við miðlana til að bíða eftir fréttum um að við mættum sækja skólastelpuna.“Lögregla hefur verið með mikinn viðbúnað í Christchurch.Vísir/GEttyTrúir því enginn að þetta hafi gerst Hjónin komu dætrunum loks heim um sexleytið en Svavar segir að stúlkunum hafi ekki verið sagt af árásinni í skólanum. Hann hafi sjálfur stiklað á stóru um árásina við eldri dóttur sína en ekki sagt þeirri yngri neitt. „[Það er] skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum.“ Aðspurður segir Svavar að íbúar Christchurch séu slegnir yfir árásinni. Hann lýsir því að hrætt fólk hafi leitað skjóls á skyndibitastaðnum sem hann rekur í borginni, The Kiwi Viking, á meðan lögregluaðgerðir stóðu sem hæst síðdegis. „Það eru bara allir í sjokki. Það trúir enginn að þetta gerist í þessu þjóðfélagi hér. Christschurch er alveg einstaklega róleg borg, sérstaklega eftir jarðskjálftann. Borgin er búin að taka svo ægilega langan tíma að taka við sér aftur, þannig að hún er ægilega róleg, sérstaklega á kvöldin og annað. Og náttúrulega bara skrýtið að við erum oft búin að vera þarna í Hagley park, og þetta er innan við þrjá kílómetra frá okkur á báða vegu, það sem gerðist.“
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Krikketlið frá Bangladess rétt slapp í skotárásinni á Nýja Sjálandi Heilt íþróttalið frá Bangladess var í einni moskunni sem ráðist var á í skotárásunum í borginni Christchurch á Nýja Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 08:15