Breskur fyrrverandi hermaður ákærður vegna blóðuga sunnudagsins Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2019 13:32 Fjölskyldur þeirra sem voru myrtir á blóðuga sunnudeginum kröfðust réttlætis fyrir þá í Derry í dag. Vísir/Getty Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010. Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira
Saksóknarar á Bretland telja nægar sannanir fyrir hendi til að ákæra fyrrverandi hermann fyrir morð á tveimur mönnum á mótmælum á Norður-Írlandi á svonefndum „blóðuga sunnudeginum“ árið 1972. Hermaðurinn fyrrverandi verður einnig ákærður fyrir að reyna að drepa fjóra aðra mótmælendur. Breskir hermenn skutu þrettán manns til bana á mótmælum í Derry á Norður-Írlandi 30. janúar árið 1972. Dagurinn hefur gengið undir nafninu „blóðugi sunnudagurinn“ síðan. Ákæran sem tilkynnt var um í dag er á hendur ónefndum breskum hermanni vegna morðsins á James Wray og William McKinney. Saksóknararnir sögðu ekki nægilegar sannanir fyrir hendi til að ákæra sextán aðra hermenn og tvo liðsmenn Írska lýðveldishersins (IRA), að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Liam Wray, bróðir James, sagði fjölskyldunni létt en að hann sé hryggur vegna ættingja þeirra sem fá réttlætinu ekki fullnægt. „Það eru margir sorgmæddir og hryggbrotnir í dag,“ sagði hann. Gavin Williamson, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að stjórnvöld muni greiða lögfræðikostnað hermannsins og halda honum uppi. „Við stöndum í skuld við þessa hermenn sem þjónuðu af hugrekki og sæmd til að koma á friði á Norður-Írlandi. Velferð þessar fyrrverandi hermanna er gríðarlega mikilvæg,“ sagði Williamson. Breski herinn hefur sagt að 21 hermaður hafi skotið 108 skotum þegar þeir reyndu að dreifa mótmælendum. Mótmælendurnir höfðu kastað grjóti að hermönnunum þegar þeir reyndu að beina þeim annað. Fjórtán manns féllu af þeim 28 sem voru skotnir. Fjölskyldur þeirra látnu töldu opinbera rannsókn sem var gerð á sínum tíma hvítþvott fyrir herinn. Tony Blair, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, lét rannsaka atburðina aftur árið 1998. Í fimm þúsund blaðsíðna skýrslu Saville lávarðs kom fram að enginn þeirra sem létust hefðu ógnað lífi eða limum og að hermennirnir hefðu misst stjórn á sér. Tuttugu sakborningar voru nefndir í tilvísun Saville til saksóknara en rannsókn hans tók tólf ár. Átján þeirra voru fyrrverandi hermenn en einn þeirra lést í fyrra. David Cameron, þáverandi forsætisráðherra, baðst afsökunar á framferði hermannanna árið 2010.
Bretland Írland Norður-Írland Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Sjá meira