Ekki meirihluti fyrir annarri Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslu Kjartan Kjartansson skrifar 11. mars 2019 08:49 Andstæðingur Brexit mótmælir við breska þinghúsið. Breska þjóðin er klofin í tvær svipað stórar fylkingar í afstöðunni til útgöngunnar. Vísir/EPA Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Meirihluti breskra þingmanna styður ekki að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um útgöngu úr Evrópusambandinu verði haldin. Þingið greiðir atkvæði um útgöngusamning Theresu May, forsætisráðherra, á morgun en aðeins þrjár vikur eru nú þar til útgangan á að verða að veruleika. Ef marka má opinber ummæli breskra þingmanna sem Reuters-fréttastofan hefur tekið saman er ekki meirihluti fyrir annarri þjóðaratkvæðagreiðslu á þinginu. Kröfur um slíka atkvæðagreiðslu hafa orðið háværari undanfarna mánuði. Tímamót urðu í þeirri umræðu þegar Verkamannaflokkurinn lýsti sig fylgjandi öðru þjóðaratkvæði í febrúar. Aðeins 219 þingmenn hafa lýst yfir vilja til að láta aðra þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram og 65 til viðbótar hafa ekki látið skoðun sína uppi. Alls þarf 318 atkvæði á þingi til að samþykkja tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. May hefur útilokað að leggja fram tillögu um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu. Verkamannaflokkurinn hefur einnig sagt að hann ætli ekki að gera það á morgun. Ekki er þó loku fyrir það skotið að einstaka þingmenn gætu lagt fram slíka tillögu. Fyrri útgöngusamningi May var hafnað með afgerandi meirihluta á þingi í janúar. Hún hefur sagt að verði samningur hennar felldur aftur muni hún biðja þingmenn um að greiða atkvæði um hvort þeir vilji ganga úr Evrópusambandinu án samnings 29. mars. Reynist ekki meirihluti fyrir því láti hún greiða atkvæði um að fresta útgöngunni.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50 Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47 Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi Sjá meira
Ekkert þokast í Brexit-viðræðum Ekkert þokast í viðræðum Breta og Evrópusambandsins hvað varðar Brexit en á morgun eiga þingmenn á breska þinginu að kjósa á ný um samning Theresu May forsætisráðherra um útgöngu úr sambandinu. 11. mars 2019 07:50
Líklegt að Brexit verði frestað hafni þingmenn samningi Fjármálaráðherra Bretlands segist viss um að breska þingið muni hafna því að ganga úr Evrópusambandinu án útgöngusamnings. 7. mars 2019 10:47
Norður-Írar vilja mildustu útgáfu Brexit Skoðanakönnun leiðir í ljós að tveir af hverjum þremur Norður-Írum vilja að Bretland verði áfram hluti af innri markaði ESB og tollabandalagi frekar en að sett verði upp landamæraeftirlit á Írlandi. 8. mars 2019 10:55