Arabinn í Kólumbíu Guðmundur Steingrímsson skrifar 11. mars 2019 07:30 Um daginn hitti ég araba sem var á ferðalagi um heiminn og hafði farið víða. Ég þekki manninn ekki neitt og mun líklega aldrei hitta hann aftur. Þetta var yfir kvöldmat í bændagistingu í Kólumbíu, hvar við fjölskyldan höfum verið á flandri undanfarið. Fólk rakti ferðir sínar. Kom þá ekki á daginn — sem gladdi auðvitað hjarta eyjarskeggjans — að maðurinn hafði komið til Íslands. Í sex klukkutíma. Hann millilenti á leið sinni annað, og ákvað að bregða sér í Bláa lónið. Af vitnisburði mannsins mátti greina að hann var ekki alltof hrifinn af landi og þjóð. Tvennt tók hann fram. Hið fyrra kom ekki á óvart. Hann nánast stóð upp og fórnaði höndum yfir verðlaginu. Það kostaði 85 dollara að taka leigubíl frá flugvellinum að Bláa lóninu, sagði hann. Svona verði á leigubíl hafði hann aldrei kynnst. Sem Íslendingur er ég auðvitað alvanur gagnrýni útlendinga á verðlagið. Maður er orðinn góður í því að setja upp viðeigandi svipi til viðurkenningar á þessum raunveruleika. Ísland er dýrt. Hitt gagnrýnisatriði mannsins kom okkur hjónum hins vegar í opna skjöldu. Þetta höfðum við ekki heyrt fyrr, að minnsta kosti ekki á þennan hátt. Maðurinn vildi meina að Íslendingar væru allir eins. „Þeir líta allir eins út,“ sagði hann. Við urðum smá hvumsa. Það var augljóst að maðurinn leitaði að orði í huganum til að lýsa betur því sem hann átti við. „Það er eins og Íslendingar sé allir svona?… þið vitið?… hvað er aftur orðið?… ?“ „Einræktaðir?“ sagði þá konan mín varfærnislega. „Já, einmitt!“ hljóðaði maðurinn og tuggði. „Einræktaðir.“Skrítinn dagur í lóninu Við töluðum ekki mikið meira saman. Ég get ekki sagt að ég sé sammála manninum, þannig séð. Mér finnst Íslendingar ekki líta allir eins út. Þótt það sé kannski ekki rosalegur munur á til dæmis Steingrími J. Sigfússyni og Ómari Ragnarssyni, þá sé ég greinilegan mun á til dæmis Katrínu Jakobsdóttur og Ásdísi Rán. Kannski var maðurinn í Bláa lóninu með bara Ármanni og Sverri. Þeir líta auðvitað eins út vegna þess að þeir eru tvíburar. Kannski var þetta furðulegur dagur í Bláa lóninu. Kannski voru keppendur um rauðasta hárið á írsku dögunum á Akranesi allir komnir í lónið. Maður veit ekki. Reyndar tók maðurinn fram að hann ætti ekki við fólkið í lóninu, enda eru þar vitaskuld á hverjum venjulegum degi fulltrúar hinna ýmsu þjóðerna. Hann átti við íslenska starfsfólkið og þá sem hann var nokkuð viss um að væru Íslendingar.Sannleikskorn? Gott og vel. Þetta fannst manninum. Ekki ætlaði ég að rökræða við hann. Sú samræða hefði ekki farið langt. „Við erum ekki eins,“ hefði ég sagt. „Jú, víst,“ hefði hann sagt. Engum greiði gerður. Síðan þetta gerðist, fyrir um tveimur vikum, hef ég hins vegar spáð svolítið í hvað maðurinn meinti. Hvað átti hann við? Á hvaða hátt er hægt að segja að Íslendingar séu allir eins? Að sjálfsögðu er ekki hægt að taka þetta bókstaflega. Hitt blasir þó við: Því er ekki að neita að maður þarf ekki að fara langt út fyrir landsteinana til þess að fá einhverja hugmynd um það hvernig manninum hefur mögulega liðið á Íslandi. Tökum London. Á götum London er margfalt meiri fjölbreytni í mannlífi heldur en nokkurn tímann sést á Íslandi. Maður finnur þetta strax. Fólk er miklu meira alls konar. Ekki bara vegna þess að það á sér ólíkan uppruna heldur líka vegna þess að fjölbreytnin í viðfangsefnum fólks, tísku þess, lífsstíl þess og viðhorfum er svo miklu, miklu meiri.Varðstaða um einsleitni Eiginlega, eftir því sem ég hugsa meira um það, skil ég manninn nokkuð vel. Ég sé sannleikskorn. Þegar ég hugsa til Íslands úr fjarlægð og ber saman við lífið sem blasir við í borgum heimsins, kemur einsleitni upp í hugann. Í samanburði við aðrar þjóðir einkennist Ísland af fábreytni. Það vantar fleiri íbúa. Kem ég þá að ástæðu greinarinnar. Enn og aftur berast fregnir af því að íslensk yfirvöld séu ákaflega upptekin af því að vísa flóttafólki úr landi. Jafnvel á að setja lög sem gera yfirvöldum þetta auðveldara. Ég spyr: Af hverju? Hvert er markmiðið? Hver er váin? Ég velti fyrir mér, hvort ekki þurfi að taka vissa grundvallarumræðu áður en lengra er haldið: Er það vilji fólks að samfélagið sé einsleitt — og þá að setja lög sem verja þann veruleika — eða er það vilji fólks að samfélagið sé opnara og fjölbreyttara? Mér finnst hið síðara eftirsóknarverðara. Fjölbreytt mannlíf felur í sér aukin lífsgæði. Lögin ættu að stuðla að slíku samfélagi, en ekki hinu. Eftir samræðuna við arabann í Kólumbíu hef ég sannfærst enn frekar um það að hin harðneskjulega, þvermóðskufulla og ómanneskjulega barátta íslenskra yfirvalda gegn fjölbreytni og til varnar einsleitni sé fáránleg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn hitti ég araba sem var á ferðalagi um heiminn og hafði farið víða. Ég þekki manninn ekki neitt og mun líklega aldrei hitta hann aftur. Þetta var yfir kvöldmat í bændagistingu í Kólumbíu, hvar við fjölskyldan höfum verið á flandri undanfarið. Fólk rakti ferðir sínar. Kom þá ekki á daginn — sem gladdi auðvitað hjarta eyjarskeggjans — að maðurinn hafði komið til Íslands. Í sex klukkutíma. Hann millilenti á leið sinni annað, og ákvað að bregða sér í Bláa lónið. Af vitnisburði mannsins mátti greina að hann var ekki alltof hrifinn af landi og þjóð. Tvennt tók hann fram. Hið fyrra kom ekki á óvart. Hann nánast stóð upp og fórnaði höndum yfir verðlaginu. Það kostaði 85 dollara að taka leigubíl frá flugvellinum að Bláa lóninu, sagði hann. Svona verði á leigubíl hafði hann aldrei kynnst. Sem Íslendingur er ég auðvitað alvanur gagnrýni útlendinga á verðlagið. Maður er orðinn góður í því að setja upp viðeigandi svipi til viðurkenningar á þessum raunveruleika. Ísland er dýrt. Hitt gagnrýnisatriði mannsins kom okkur hjónum hins vegar í opna skjöldu. Þetta höfðum við ekki heyrt fyrr, að minnsta kosti ekki á þennan hátt. Maðurinn vildi meina að Íslendingar væru allir eins. „Þeir líta allir eins út,“ sagði hann. Við urðum smá hvumsa. Það var augljóst að maðurinn leitaði að orði í huganum til að lýsa betur því sem hann átti við. „Það er eins og Íslendingar sé allir svona?… þið vitið?… hvað er aftur orðið?… ?“ „Einræktaðir?“ sagði þá konan mín varfærnislega. „Já, einmitt!“ hljóðaði maðurinn og tuggði. „Einræktaðir.“Skrítinn dagur í lóninu Við töluðum ekki mikið meira saman. Ég get ekki sagt að ég sé sammála manninum, þannig séð. Mér finnst Íslendingar ekki líta allir eins út. Þótt það sé kannski ekki rosalegur munur á til dæmis Steingrími J. Sigfússyni og Ómari Ragnarssyni, þá sé ég greinilegan mun á til dæmis Katrínu Jakobsdóttur og Ásdísi Rán. Kannski var maðurinn í Bláa lóninu með bara Ármanni og Sverri. Þeir líta auðvitað eins út vegna þess að þeir eru tvíburar. Kannski var þetta furðulegur dagur í Bláa lóninu. Kannski voru keppendur um rauðasta hárið á írsku dögunum á Akranesi allir komnir í lónið. Maður veit ekki. Reyndar tók maðurinn fram að hann ætti ekki við fólkið í lóninu, enda eru þar vitaskuld á hverjum venjulegum degi fulltrúar hinna ýmsu þjóðerna. Hann átti við íslenska starfsfólkið og þá sem hann var nokkuð viss um að væru Íslendingar.Sannleikskorn? Gott og vel. Þetta fannst manninum. Ekki ætlaði ég að rökræða við hann. Sú samræða hefði ekki farið langt. „Við erum ekki eins,“ hefði ég sagt. „Jú, víst,“ hefði hann sagt. Engum greiði gerður. Síðan þetta gerðist, fyrir um tveimur vikum, hef ég hins vegar spáð svolítið í hvað maðurinn meinti. Hvað átti hann við? Á hvaða hátt er hægt að segja að Íslendingar séu allir eins? Að sjálfsögðu er ekki hægt að taka þetta bókstaflega. Hitt blasir þó við: Því er ekki að neita að maður þarf ekki að fara langt út fyrir landsteinana til þess að fá einhverja hugmynd um það hvernig manninum hefur mögulega liðið á Íslandi. Tökum London. Á götum London er margfalt meiri fjölbreytni í mannlífi heldur en nokkurn tímann sést á Íslandi. Maður finnur þetta strax. Fólk er miklu meira alls konar. Ekki bara vegna þess að það á sér ólíkan uppruna heldur líka vegna þess að fjölbreytnin í viðfangsefnum fólks, tísku þess, lífsstíl þess og viðhorfum er svo miklu, miklu meiri.Varðstaða um einsleitni Eiginlega, eftir því sem ég hugsa meira um það, skil ég manninn nokkuð vel. Ég sé sannleikskorn. Þegar ég hugsa til Íslands úr fjarlægð og ber saman við lífið sem blasir við í borgum heimsins, kemur einsleitni upp í hugann. Í samanburði við aðrar þjóðir einkennist Ísland af fábreytni. Það vantar fleiri íbúa. Kem ég þá að ástæðu greinarinnar. Enn og aftur berast fregnir af því að íslensk yfirvöld séu ákaflega upptekin af því að vísa flóttafólki úr landi. Jafnvel á að setja lög sem gera yfirvöldum þetta auðveldara. Ég spyr: Af hverju? Hvert er markmiðið? Hver er váin? Ég velti fyrir mér, hvort ekki þurfi að taka vissa grundvallarumræðu áður en lengra er haldið: Er það vilji fólks að samfélagið sé einsleitt — og þá að setja lög sem verja þann veruleika — eða er það vilji fólks að samfélagið sé opnara og fjölbreyttara? Mér finnst hið síðara eftirsóknarverðara. Fjölbreytt mannlíf felur í sér aukin lífsgæði. Lögin ættu að stuðla að slíku samfélagi, en ekki hinu. Eftir samræðuna við arabann í Kólumbíu hef ég sannfærst enn frekar um það að hin harðneskjulega, þvermóðskufulla og ómanneskjulega barátta íslenskra yfirvalda gegn fjölbreytni og til varnar einsleitni sé fáránleg.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun