Hamren: Við höfum allt að vinna Eiríkur Stefán Ásgeirsson í París skrifar 25. mars 2019 11:00 Erik Hamren, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að strákarnir okkar hafi engu að tapa gegn heimsmeisturunum. Ísland mætir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Okkar menn höfðu 2-0 sigur gegn Andorra ytra á föstudagskvöldið en það var fyrsti leikur þeirra í undankeppninni. Frakar unnu á sama tíma sigur á Moldóvu, 4-1. En þrátt fyrir að leikurinn í kvöld sé gerólíkt verkefni frá leiknum á föstudag eiga þeir þó eitt sameiginlegt, að sögn Hamren. „Hugarfarið skiptir mestu máli í öllum leikjum. Það var hugarfarið sem skipti máli gegn Andorra vegna eðli þess leiks. Það er líka hugarfarið sem skiptir mestu á morgun en það er af allt öðrum ástæðum. Á föstudag höfðum við öllu að tapa en á morgun höfum við allt að vinna. Ég vona að við getum sýnt það,“ sagði þjálfarinn. Hamren segir gott að íslenska liðið búi að þeirri reynslu að hafa spilað á tveimur stórumótum, það nýtist sérstaklega vel í leikjum sem þessum í kvöld. „Þeir vita hvernig það er að spila á þessum stóra leikvangi. Svo eru aðri sem hafa minni reynslu en þessir reynslumeiri geta verið fordæmi fyrir hina,“ sagði hann. Franska liðið er ógnarsterkt og mun mæða mikið á íslensku vörninni í kvöld. Hamren hvetur sína menn til að vera samstilltir í leiknum. „Við getum ekki spilað á þá einn á einn. Við þurfum að gera þetta saman, eins og Ísland hefur gert svo mörgum sinnum áður. Við þurfum að vinna saman sem liðsheild, þá eigum við möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Erik Hamren, landsliðsþjálfari í fótbolta, segir að strákarnir okkar hafi engu að tapa gegn heimsmeisturunum. Ísland mætir Frakklandi á Stade de France í undankeppni EM 2020 í kvöld. Okkar menn höfðu 2-0 sigur gegn Andorra ytra á föstudagskvöldið en það var fyrsti leikur þeirra í undankeppninni. Frakar unnu á sama tíma sigur á Moldóvu, 4-1. En þrátt fyrir að leikurinn í kvöld sé gerólíkt verkefni frá leiknum á föstudag eiga þeir þó eitt sameiginlegt, að sögn Hamren. „Hugarfarið skiptir mestu máli í öllum leikjum. Það var hugarfarið sem skipti máli gegn Andorra vegna eðli þess leiks. Það er líka hugarfarið sem skiptir mestu á morgun en það er af allt öðrum ástæðum. Á föstudag höfðum við öllu að tapa en á morgun höfum við allt að vinna. Ég vona að við getum sýnt það,“ sagði þjálfarinn. Hamren segir gott að íslenska liðið búi að þeirri reynslu að hafa spilað á tveimur stórumótum, það nýtist sérstaklega vel í leikjum sem þessum í kvöld. „Þeir vita hvernig það er að spila á þessum stóra leikvangi. Svo eru aðri sem hafa minni reynslu en þessir reynslumeiri geta verið fordæmi fyrir hina,“ sagði hann. Franska liðið er ógnarsterkt og mun mæða mikið á íslensku vörninni í kvöld. Hamren hvetur sína menn til að vera samstilltir í leiknum. „Við getum ekki spilað á þá einn á einn. Við þurfum að gera þetta saman, eins og Ísland hefur gert svo mörgum sinnum áður. Við þurfum að vinna saman sem liðsheild, þá eigum við möguleika.“Vísir fylgir eftir strákunum okkar á leið þeirra á lokakeppni EM 2020 í knattspyrnu. Stöð 2 Sport sýnir fjölda leikja í undankeppninni næstu daga, fylgstu með dagskránni á stod2.is.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52 Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00 Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00 Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00 Mest lesið Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Körfubolti Sneypuför danskra til Lundúna Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Sjá meira
Svona var blaðamannafundur Hamrén Erik Hamrén og Aron Einar Gunnarsson sátu fyrir svörum á blaðamannafundi í París í dag. 24. mars 2019 15:52
Birkir hefur skorað í þremur landsleikjum í röð gegn Frökkum Birki Bjarnasyni virðist líða vel í leikjum gegn heimsmeisturum Frakka. Hann hefur skorað í öllum þremur landsleikum sínum gegn þeim. 24. mars 2019 12:00
Hamren: Vitum að við getum refsað Frökkum Erik Hamren segir að það hafi verið áfall að missa Jóhann Berg Guðmundsson úr íslenska landsliðinu vegna meiðsla. 25. mars 2019 06:00
Strákarnir æfa á Stade de France í kvöld Íslenska landsliðið í fótbolta eru komnir til Parísar eftir að hafa sótt þrjú stig til Andorra á föstudag. 24. mars 2019 08:00