Veit vel hversu gott lið Ísland er með Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. mars 2019 11:30 Didier Deschamps eftir sigurleikinn á Moldóvu. Getty/Xavier Laine Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“ Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira
Það var auðsýnilegt hvað Didier Deschamps, þjálfari franska landsliðsins, og Hugo Lloris, fyrirliði liðsins, bera mikla virðingu fyrir íslenska landsliðinu þegar þeir sátu fyrir svörum á blaðamannafundi á Stade de France, þjóðarleikvangi Frakka, í gærkvöldi í aðdraganda leiksins. Deschamps er að stýra franska liðinu í þriðja sinn gegn Íslandi sem þjálfari eftir að hafa mætt Íslendingum fjórum sinnum sem leikmaður. Deschamps sagðist ekki eiga von á því að Frakkland myndi stýra leiknum jafn vel og þegar liðin mættust í átta liða úrslitum Evrópumótsins. „Það eru þrjú ár liðin frá þeim leik og ég á von á öðruvísi leik í dag. Við náðum að stýra honum vel enda höfðum við langan tíma til að skoða styrkleika íslenska liðsins og undirbúa okkur. Þeir eru orðnir betri í að halda boltanum á jörðinni en árið 2016 þegar þeir byggðu spilamennsku sína meira á löngum sendingum. Við fengum styttri tíma fyrir þennan leik en mætum fullir sjálfstrausts eftir sigurinn á Moldóvu,“ sagði Deschamps sem man vel eftir jafnteflinu í október. „Þeim tókst að spila vel og halda aftur af okkur en okkur tókst að bjarga jafntefli. Ég veit vel hversu gott lið Ísland er með og við þurfum augljóslega að spila betur heldur en í október.“ Fyrirliði Tottenham og franska landsliðsins, markvörðurinn Lloris, var samherji Gylfa Þórs Sigurðssonar hjá Tottenham í tvö ár. Hann á von á erfiðum leik í kvöld. „Ísland er með sterkt lið eins og hefur sýnt sig undanfarin ár. Íslenska liðið er sterkt í föstum leikatriðum, miklir íþróttamenn og hættulegir þegar þeir sækja en þetta er í okkar höndum. Það er undir okkur komið að spila vel og þá verður Ísland í vandræðum með að ráða við okkur. Við þurfum að halda einbeitingu og vera reiðubúnir.“ Lloris sagði að vottur af kæruleysi hefði gert vart við sig hjá franska landsliðinu fyrir æfingaleik liðanna í haust. „Þetta eru allt aðrar kringumstæður en síðast þegar liðin mættust. Við vorum kannski of kærulausir í síðasta leik sem kostaði okkur í fyrri hálfleik og í fyrra markinu hjá Íslandi. Markmið okkar er að vinna alla leiki og um leið riðilinn.“
Birtist í Fréttablaðinu EM 2020 í fótbolta Mest lesið Vilja fjölskyldusvæði og að áfengi sé ekki selt í sjoppum fyrir börn Sport Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Fótbolti „Ég held að hann verði að skoða þetta“ Fótbolti Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Sæmundur heimsmeistari aftur Sport Heimsmeistarinn skiptir mjög óvænt um grein Sport Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Mbappé kemur ekki til Íslands Fótbolti Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Körfubolti Fleiri fréttir Valur - Breiðablik | Nýkrýndir meistarar mæta á Hlíðarenda FH - Víkingur | FH-ingar vilja tryggja sér annað sætið Liverpool-maðurinn missir líka af leiknum á móti Íslandi Ekki alvarleg meiðsli hjá Mbappé Myndin af Beckham með Shaq og Yao Ming ekki úr gervigreind Rooney er ósammála Gerrard Myndasyrpa eftir nístingssárt tap gegn Úkraínu Mbappé kemur ekki til Íslands „Ég held að hann verði að skoða þetta“ „Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Virkilega galið tap“ „Við vorum bara flottir í kvöld“ Baulað á þjálfarann og Svíar á botninum „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Frakkar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Haaland og Glasner bestir í september Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Sjá meira