Vakúmpakkaða gúrkan Sigríður María Egilsdóttir skrifar 21. mars 2019 17:00 Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á „adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum? Ég greip þessa í landsliðsbúningnum enda kýs ég yfirleitt íslenska framleiðslu. Þegar heim var komið og ég rétt búin að ná lambhagasalatinu úr boxinu og plastinu utan af paprikutvennunni þurfti ég að kljást við vakúmpökkuðu gúrkuna. Þeim samskiptum má helst líkja við handalögmál, en með lausa tönn og brotna nögl stóð ég þó að lokum uppi sem sigurvegari. En af hverju allt þetta plast? Í skýrslu um kolefnisspor grænmetis sem unnin var fyrir Samband Garðyrkjubænda kom m.a. fram: Í fyrsta lagi: Framleiðendur hérlendis vilja að grænmetinu sé pakkað í umbúðir svo unnt sé að tilgreina það sem íslenska afurð. Í öðru lagi: Kolefnisspor íslensks grænmetis er minna en innfluttra afurða, þrátt fyrir plastflíkurnar. Ég skil vel áhyggjur grænmetisbænda. Innlend vara er oftar en ekki dýrari en sú innflutta og ef horft væri á tvær ómerktar og allsberar gúrkur hlið við hlið, myndu sennilega flestir grípa þá ódýrari. Helsta samkeppnisforskotið felst því í upprunalandinu og þjóðarstolti. Áfram Ísland! Seinni punktur skýrslunnar afsakar þó ekki tilgangslausar umbúðir og því er mikilvægt að samtvinna sjónarmið kolefnisjöfnunar og samkeppni. Hvað með að útbúa sérstaka standa í verslunum þar sem íslensku grænmeti, í sínum náttúrulegu umbúðum, má stilla upp? Standa sem eru merktir bak og fyrir sem íslensk framleiðsla og hægt að tína til allskyns íslenskt grænmeti í merkta bréfpoka. Neytendur vilja leggja sitt að mörkum í umhverfismálum. Hér er kjörið tækifæri fyrir íslenska grænmetisbændur að auka samkeppnisforskot sitt, og samtímis afklæða íslensku gúrkuna úr plastspandexinu sem braut á mér nöglina.Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. PS. Hættið að setja tómata í ísskápinn. Þeir eiga heima við stofuhita í skjóli frá sólinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður María Egilsdóttir Umhverfismál Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir stuttu átti ég leið í matvöruverslun og í grænmetisdeildinni stóð ég frammi fyrir vali; hvort ætti ég að kaupa gúrku á „adamsklæðunum” eða gúrku í plastbúning í fánalitunum? Ég greip þessa í landsliðsbúningnum enda kýs ég yfirleitt íslenska framleiðslu. Þegar heim var komið og ég rétt búin að ná lambhagasalatinu úr boxinu og plastinu utan af paprikutvennunni þurfti ég að kljást við vakúmpökkuðu gúrkuna. Þeim samskiptum má helst líkja við handalögmál, en með lausa tönn og brotna nögl stóð ég þó að lokum uppi sem sigurvegari. En af hverju allt þetta plast? Í skýrslu um kolefnisspor grænmetis sem unnin var fyrir Samband Garðyrkjubænda kom m.a. fram: Í fyrsta lagi: Framleiðendur hérlendis vilja að grænmetinu sé pakkað í umbúðir svo unnt sé að tilgreina það sem íslenska afurð. Í öðru lagi: Kolefnisspor íslensks grænmetis er minna en innfluttra afurða, þrátt fyrir plastflíkurnar. Ég skil vel áhyggjur grænmetisbænda. Innlend vara er oftar en ekki dýrari en sú innflutta og ef horft væri á tvær ómerktar og allsberar gúrkur hlið við hlið, myndu sennilega flestir grípa þá ódýrari. Helsta samkeppnisforskotið felst því í upprunalandinu og þjóðarstolti. Áfram Ísland! Seinni punktur skýrslunnar afsakar þó ekki tilgangslausar umbúðir og því er mikilvægt að samtvinna sjónarmið kolefnisjöfnunar og samkeppni. Hvað með að útbúa sérstaka standa í verslunum þar sem íslensku grænmeti, í sínum náttúrulegu umbúðum, má stilla upp? Standa sem eru merktir bak og fyrir sem íslensk framleiðsla og hægt að tína til allskyns íslenskt grænmeti í merkta bréfpoka. Neytendur vilja leggja sitt að mörkum í umhverfismálum. Hér er kjörið tækifæri fyrir íslenska grænmetisbændur að auka samkeppnisforskot sitt, og samtímis afklæða íslensku gúrkuna úr plastspandexinu sem braut á mér nöglina.Höfundur er varaþingmaður Viðreisnar. PS. Hættið að setja tómata í ísskápinn. Þeir eiga heima við stofuhita í skjóli frá sólinni.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar