Erdogan birti aftur myndband af árásinni í Christchurch Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2019 08:32 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. Vísir/AP Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, birti í gær aftur myndband af árásinni í Cristchurch á Nýja-Sjálandi þar sem hvítur þjóðernissinni myrti 50 manns í tveimur moskum. Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. Erdogan gagnrýndi Nýja-Sjáland og Ástralíu einnig harðlega fyrir að hafa sent hermenn til Tyrklands í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði það hafa verið gert vegna fordóma gegn íslam. Ríkin sendur hermenn til Gallipoli-skaga árið 1915 en innrásin misheppnaðist og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. „Hvað höfðuð til að sækja hingað? Við áttum ekki í deilum við ykkur, af hverju komu þið alla leið hingað?“ hefur AP fréttaveitan eftir Erdogan. „Eina ástæðan er sú að við erum múslimar og þau eru kristin.“Erdogan gaf einnig í skyn að allir þeir sem kæmu til Tyrklands og sýndu andúð gegn múslimum yrðu sendur heim í líkkistum, „eins og afar þeirra“ voru í Gallipoli-innrásinni. Erdogan sagði einnig að ef yfirvöld Nýja-Sjálands myndu ekki refsa árásarmanninum harðlega myndu Tyrkiri sjá til þess að honum yrði refsað, samkvæmt Guardian.Kosningasamkoma Erdogan var í Canakkale í Tyrklandi þar sem margar orrustur fóru fram. Þann 25. apríl á hverju ári ferðast hundruð manna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til héraðsins til að minnast innrásarinnar og þeirra sem féllu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ummæli Erdogan og kallaði sendiherra Tyrklands í Ástralíu á teppið í nótt og krafðist þess að Erdogan drægi ummæli sín til baka. Þá hefur ríkisstjórn hans varað Ástrala við því að ferðast til Canakkale vegna afmælis innrásarinnar. Morrison sagði ummæli Erdogan vera móðgandi og glæfraleg.Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig komið mótmælum á framfæri við yfirvöld Tyrklands. Erdogan hefur notað myndbönd frá árásinni, sem árásarmaðurinn streymdi á Facebook í beinni útsendingu, á kosningasamkomum sínum í aðdraganda kosninga í lok mars. Erdogan hefur lengi verið sakaður um einræðistilburði í Tyrklandi og hefur hann meðal annars fangelsað þúsundir andstæðinga sinna og lokað fjölmiðlum sem eru ekki hliðhollir ríkisstjórn hans. Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tyrkland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, birti í gær aftur myndband af árásinni í Cristchurch á Nýja-Sjálandi þar sem hvítur þjóðernissinni myrti 50 manns í tveimur moskum. Erdogan notaði myndbandið á kosningasamkomu til að fordæma það sem hann sagði vera aukið hatur og fordóma gagnvart íslam. Erdogan gagnrýndi Nýja-Sjáland og Ástralíu einnig harðlega fyrir að hafa sent hermenn til Tyrklands í fyrri heimsstyrjöldinni. Hann sagði það hafa verið gert vegna fordóma gegn íslam. Ríkin sendur hermenn til Gallipoli-skaga árið 1915 en innrásin misheppnaðist og kostaði hundruð þúsunda mannslífa. „Hvað höfðuð til að sækja hingað? Við áttum ekki í deilum við ykkur, af hverju komu þið alla leið hingað?“ hefur AP fréttaveitan eftir Erdogan. „Eina ástæðan er sú að við erum múslimar og þau eru kristin.“Erdogan gaf einnig í skyn að allir þeir sem kæmu til Tyrklands og sýndu andúð gegn múslimum yrðu sendur heim í líkkistum, „eins og afar þeirra“ voru í Gallipoli-innrásinni. Erdogan sagði einnig að ef yfirvöld Nýja-Sjálands myndu ekki refsa árásarmanninum harðlega myndu Tyrkiri sjá til þess að honum yrði refsað, samkvæmt Guardian.Kosningasamkoma Erdogan var í Canakkale í Tyrklandi þar sem margar orrustur fóru fram. Þann 25. apríl á hverju ári ferðast hundruð manna frá Ástralíu og Nýja-Sjálandi til héraðsins til að minnast innrásarinnar og þeirra sem féllu. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, fordæmdi ummæli Erdogan og kallaði sendiherra Tyrklands í Ástralíu á teppið í nótt og krafðist þess að Erdogan drægi ummæli sín til baka. Þá hefur ríkisstjórn hans varað Ástrala við því að ferðast til Canakkale vegna afmælis innrásarinnar. Morrison sagði ummæli Erdogan vera móðgandi og glæfraleg.Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja-Sjálands, hefur einnig komið mótmælum á framfæri við yfirvöld Tyrklands. Erdogan hefur notað myndbönd frá árásinni, sem árásarmaðurinn streymdi á Facebook í beinni útsendingu, á kosningasamkomum sínum í aðdraganda kosninga í lok mars. Erdogan hefur lengi verið sakaður um einræðistilburði í Tyrklandi og hefur hann meðal annars fangelsað þúsundir andstæðinga sinna og lokað fjölmiðlum sem eru ekki hliðhollir ríkisstjórn hans.
Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tyrkland Tengdar fréttir Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40 Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31 Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46 Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Sjá meira
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Eyddu einni og hálfri milljón myndbanda af árásinni á Facebook Forsvarsmenn fyrirtækja á Nýja-Sjálandi íhuga að hætta að auglýsa á samfélagsmiðlum. 18. mars 2019 10:40
Embætti ríkislögreglustjóra rannsakar ferðir hryðjuverkamanns um Ísland Embætti ríkislögreglustjóra vinnur nú að því að kortleggja ferðir Brentons Tarrant, ástralska karlmannsins sem ber ábyrgð á mannskæðustu hryðjuverkum í sögu Nýja-Sjálands, um Ísland. Hann er talinn hafa komið hingað til lands árið 2017 18. mars 2019 17:31
Hyggst aldrei nefna árásarmanninn á nafn Nýsjálenska forsætisráðherranum var tíðrætt um nauðsyn þess að hugsa og ræða fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar og aðstandendur þeirra. 19. mars 2019 10:46
Kynna nýja og herta vopnalöggjöf á næstu dögum Ríkisstjórnin á Nýja Sjálandi hefur samþykkt fyrir sitt leiti nýja vopnalöggjöf í landinu eftir hryðjuverkið í Christchurch þar sem fimmtíu féllu fyrir hendi byssumanns sem vopnaður var hálfsjálfvirkum rifflum og haglabyssum. 18. mars 2019 07:54