Gísli Einars fer um sveitir á sínum uppgerða forna Land Rover Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2019 13:30 Gísli er vinsæll sjónvarpsmaður og skemmtikraftur. „Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp. Bílar Tímamót Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
„Það tók aðallega tíma að koma sér að verki og ég var í raun búinn að gefa þetta upp á bátinn,“ segir sjónvarpsmaðurinn góðkunni Gísli Einarsson sem fékk eldri Land Rover í fertugsafmælisgjöf 26.janúar 2007. Gísli deilir skemmtilegu myndbandi á Facebook þar sem hann fer yfir viðgerðarferlið og nú loksins er bifreiðin klár.Land Rover-inn tekinn í gegn Í byrjun mars á síðasta ári var loks ráðist í endurreisn Land Roversins og fór það þannig að tengdasonurinn, Ingi Björn Ragnarsson, sá um vinnuna að mestu leyti og þar var ekki kastað til höndum, allt tekið í sundur og skipt um eða lagað með vandvirkni. Sjálfur pússaði hann bílinn og gerði það sem krafðist ekki mikilla hæfileika. Öll málningarvinna var unnin af Hjálmi Árnasyni hjá Búhagur ehf á Skarði í Lundarreykjadal. Aðrir sem komu að verkinu voru Kári Gíslason, Friðrik Pálmi Pálmason, Jón Ingi Þórðarson, Rakel Bryndís Gísladóttir, Pálmi Rögnvaldsson og Haukur Þórðarson. Nokkrir vinir Gísla gáfu Gísla bifreiðina í afmælisgjöf fyrir tólf árum. Er sveitamaður fyrst og síðast „Þetta tók vissulega tíma en þetta var tekið alveg í tætlur. Ég er mikill Land Rover maður en ég er aðallega sveitamaður. Það er partur af því að vera sveitamaður að eiga Land Rover og algjört stöðutákn og hentar mér miklu betur heldur en Buick eða Benz. Það er síðan bara unaðsleg tilfinning að horfa á þessar fallegu línu og einstaka sköpunarverk. Það er enginn bíll hannaður eins fullkomlega og fjölbreyttur eins og Land Roverinn. Þetta var notað í hernaði, sem faratæki á vegum og vegleysum og svo var þetta landbúnaðartæki,“ segir Gísli og bætir við að það krefjist þolinmæði að keyra um á bílnum.„Þetta er svona núvitundarbíll því maður fer ekkert hratt á þessu. Þú verður að horfa inn á við og það er nægur tími til þess,“ segir Gísli sem ætlar að nota bílinn sparlega. Hér neðar má sjá myndbandið sem Gísli sendi Vísi og sýnir hvernig Land Roverinn góði var gerður upp.
Bílar Tímamót Mest lesið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira