Heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 4. apríl 2019 08:00 Hymnodia. Eyþór Ingi er lengst til hægri. Öll tónlistin verður flutt án undirleiks í kvöld. Við reynum alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Hymnodiu, um verkefnaval á tónleikum kvöldsins sem verða í Akureyrarkirkju klukkan 20. „Núna erum við að flytja verk eftir fjögur tónskáld, fjóra Íslendinga og einn Færeying, og það eru fimm frumflutningar á dagskránni, allt verk sem við höfum pantað. Þetta eru heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Þau reyna á aðra hluti en hafa verið hjá okkur áður. Þau reyna á úthald, það er erfitt að skipuleggja andanir, sem er gaman að glíma við, lögin flæða hægt og mjúklega – mörg þeirra.“ Eitt hinna nýju laga er við hið þekkta kvæði Davíðs Stefánssonar Til eru fræ. Eyþór Ingi segir það dramatískt og bendir á að textinn sé það líka. „Það er engin von í þessum texta, bara svartnætti og verkið er í þeim anda. Tónskáldinu, Kára Bæk, tekst afar vel að mála textann.“ Kári er færeyska tónskáldið í hópnum. Eyþór Ingi kveðst hafa rekist á hann þegar báðir voru í námi við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og Hymnodia hafi flutt eftir hann þrjú verk áður. Önnur verk sem frumflutt verða eru eftir Þorvald Örn Davíðsson og Sigurð Sævarsson. Þó titlar þeirra bendi ekki til neinnar léttúðar eins og Gott er sjúkum að sofna, Stóð við krossinn og O sacrum convivium, vill Eyþór Ingi ekki meina að öll tónlistin sé dramtísk. „Hann Sigurður Sævarsson er afar mjúkur maður og músíkin hans afskaplega tær og hrein og alveg gullfalleg. Svo er Þorvaldur Örn svipaður karakter. Það er svolítið drama í sumu sem hann gerir en verkin sem við erum með núna eru ekkert mjög alvarleg. Við erum líka með Önnu Þorvalds á okkar höfundaskrá, flytjum bara eitt verk eftir hana núna en komum suður með tónleika 12. maí og ætlum að vera með fleiri þá.“ Hann segir kórinn syngja allt án undirleiks á tónleikunum í kvöld. Skyldi það vera regla? „Nei, nei, við höfum oft verið með tónleika með hljómsveitum og spilum stundum sjálf, það eru hljóðfæraleikarar í kórnum. Við höfum verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Skálmöld nokkrum sinnum. Tökum alveg þátt í svoleiðis verkefnum en hitt er meira krefjandi, að hafa engan undirleik og þar af leiðandi er það skemmtilegra. Þannig er það núna.“ Eyþór Ingi er organisti í Akureyrarkirkju og kennir líka orgelleik, spuna og kórstjórn. Hann segir alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á Hymnodiu. „Einstaka flytur í burtu en þó er ótrúlega lítil hreyfing. Við höfum verið 16 í hópnum í nokkur ár, flestir Akureyringar, ein kona úr Mývatnssveitinni og önnur á heima hér inni í Eyjafjarðarsveit. Hann segir Hymnodiu hafa æfingaaðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. „Þar er frábær aðstaða, þó að þetta sé ekkert tónleikahús er fínt að æfa í hljómburði sem er ekki of góður.“ Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Við reynum alltaf að finna upp á einhverju nýju,“ segir Eyþór Ingi Jónsson, kórstjóri Hymnodiu, um verkefnaval á tónleikum kvöldsins sem verða í Akureyrarkirkju klukkan 20. „Núna erum við að flytja verk eftir fjögur tónskáld, fjóra Íslendinga og einn Færeying, og það eru fimm frumflutningar á dagskránni, allt verk sem við höfum pantað. Þetta eru heimsklassaverk, ótrúlega fjölbreytt og krefjandi. Þau reyna á aðra hluti en hafa verið hjá okkur áður. Þau reyna á úthald, það er erfitt að skipuleggja andanir, sem er gaman að glíma við, lögin flæða hægt og mjúklega – mörg þeirra.“ Eitt hinna nýju laga er við hið þekkta kvæði Davíðs Stefánssonar Til eru fræ. Eyþór Ingi segir það dramatískt og bendir á að textinn sé það líka. „Það er engin von í þessum texta, bara svartnætti og verkið er í þeim anda. Tónskáldinu, Kára Bæk, tekst afar vel að mála textann.“ Kári er færeyska tónskáldið í hópnum. Eyþór Ingi kveðst hafa rekist á hann þegar báðir voru í námi við tónlistarháskólann í Piteå í Svíþjóð og Hymnodia hafi flutt eftir hann þrjú verk áður. Önnur verk sem frumflutt verða eru eftir Þorvald Örn Davíðsson og Sigurð Sævarsson. Þó titlar þeirra bendi ekki til neinnar léttúðar eins og Gott er sjúkum að sofna, Stóð við krossinn og O sacrum convivium, vill Eyþór Ingi ekki meina að öll tónlistin sé dramtísk. „Hann Sigurður Sævarsson er afar mjúkur maður og músíkin hans afskaplega tær og hrein og alveg gullfalleg. Svo er Þorvaldur Örn svipaður karakter. Það er svolítið drama í sumu sem hann gerir en verkin sem við erum með núna eru ekkert mjög alvarleg. Við erum líka með Önnu Þorvalds á okkar höfundaskrá, flytjum bara eitt verk eftir hana núna en komum suður með tónleika 12. maí og ætlum að vera með fleiri þá.“ Hann segir kórinn syngja allt án undirleiks á tónleikunum í kvöld. Skyldi það vera regla? „Nei, nei, við höfum oft verið með tónleika með hljómsveitum og spilum stundum sjálf, það eru hljóðfæraleikarar í kórnum. Við höfum verið í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands, Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Skálmöld nokkrum sinnum. Tökum alveg þátt í svoleiðis verkefnum en hitt er meira krefjandi, að hafa engan undirleik og þar af leiðandi er það skemmtilegra. Þannig er það núna.“ Eyþór Ingi er organisti í Akureyrarkirkju og kennir líka orgelleik, spuna og kórstjórn. Hann segir alltaf einhverjar smávægilegar breytingar á Hymnodiu. „Einstaka flytur í burtu en þó er ótrúlega lítil hreyfing. Við höfum verið 16 í hópnum í nokkur ár, flestir Akureyringar, ein kona úr Mývatnssveitinni og önnur á heima hér inni í Eyjafjarðarsveit. Hann segir Hymnodiu hafa æfingaaðstöðu í Laxdalshúsi, elsta húsi Akureyrar. „Þar er frábær aðstaða, þó að þetta sé ekkert tónleikahús er fínt að æfa í hljómburði sem er ekki of góður.“
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Fleiri fréttir „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira