17 þúsund króna hækkun strax og 26 þúsund króna eingreiðsla handan við hornið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. apríl 2019 00:26 Drífa Snædal og Katrín Jakobsdóttir að lokinni kynningu um það leyti sem klukkan sló miðnætti. Vísir/Vilhelm Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila. Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira
Kjarasamningar verslunar-, skrifstofu- og verkafólks sem undirritaðir voru í dag gilda frá 1. apríl síðastliðnum og til 1. nóvember 2022. Um er að ræða þriggja ára og átta mánaða samningstíma. Í tilkynningu frá Alþýðusambandi Íslands eru tölulegar breytingar kynntar sem samningurinn felur í sér. 17 þúsund krónu hækkun verður á öll mánaðarlaun frá 1. apríl 2019. Lægstu laun hækka mest og er um að ræða 30% hækkun á lægsta taxta. Þá verður aukið vinnustaðalýðræði með möguleika á verulegri styttingu vinnutímans sem ASÍ segir vera mestu breytingar í hálfa öld. Eingreiðsla upp á 26 þúsund krónur kemur til útborgunar í byrjun maí 2019. Þá eru skilyrði sköpuð fyrir verulega vaxtalækkun á samningstímanum og skattbyrði hinna tekjulægstu lækkar um 10 þúsund kr. á mánuði. Nánar um tölulegar breytingar að neðan.Drífa Snædal, forseti ASÍ, og Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Vísir/VilhelmAlmenn hækkun á mánaðarlaun fyrir fullt starf1. apríl 2019 17.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 18.000 kr. 1. janúar 2021 15.750 kr. 1. janúar 2022 17.250 kr.Kauptaxtar hækka sérstaklega 1. apríl 2019 17.000 kr. 1. apríl 2020 24.000 kr. 1. janúar 2021 23.000 kr. 1. janúar 2022 26.000 kr. Á árunum 2020-2023 komi til framkvæmda launaauki að gefinni ákveðinnar þróunar á vergri landsframleiðslu á hvern íbúa. Tenging við hagvöxt (hagvaxtarauki) tryggir launafólki hlutdeild í verðmætasköpuninni. Þetta ákvæði nýtist best þeim tekjulægri þar sem þessi hækkun fer af fullum þunga á taxtakaup og ¾ á önnur laun. Hagvaxtarauki getur hækkað taxtalaun um 3-13 þúsund á ári eftir því hvað verg landsframleiðsla á mann hækkar mikið á tímabilinu. 2,5% hækkun á aðra liði kjarasamninganna eins og bónusa 2020-2022.Lágmarkstekjur fyrir fullt starf 1. apríl 2019 317.000 kr. á mánuði 1. apríl 2020 335.000 kr. 1. janúar 2021 351.000 kr. 1. janúar 2022 368.000 krDesemberuppót (var 89.000 kr. 2018) 2019 92.000 kr. 2020 94.000 kr. 2021 96.000 kr. 2022 98.000 kr.Orlofsuppbót fyrir hvert orlofsár (var 48.000 kr. 2018) 1. maí 2019 50.000 kr. 1. maí 2020 51.000 kr. 1. maí 2021 52.000 kr. 1. maí 2022 53.000 kr. Eingreiðslan kemur sem sérstakt álag á orlofsuppbót árið 2019 uppá 26.000 kr. sem greiðist eigi síðar en 2. maí 2019.Forsendur kjarasamninganna eru eftirfarandi Kaupmáttur launa hafi aukist á samningstímabilinu skv. launavísitölu Hagstofu Íslands. Vextir lækki verulega fram að endurskoðun samnings í september 2020 og haldist lágir út samningstímann. Stjórnvöld standi við gefin fyrirheit skv. yfirlýsingum ríkisstjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninganna. Forsendur kjarasamninga verða metnar í september 2020 og september 2021. Forsendunefnd verður skipuð þremur fulltrúum frá hvorum samningsaðila.
Kjaramál Verkföll 2019 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Sjá meira