Engin niðurstaða í Hillsborough dómsmálinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2019 13:26 Hillsborough harmleikurinn 15. apríl 1989. Getty/ Bob Thomas Málaferlin yfir lögreglustjóranum á vakt í Hillsborough harmleiknum eru í uppnámi eftir að kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu. Tíu vikna málaferli og átta daga samtal milli meðlima kviðdómsins bar engan árangur og málið er líklegast á leiðinni aftur í réttarsal. Prosecution seek retrial in Hillsborough case after jury fail to reach verdict on match commander David Duckenfield https://t.co/fDMvGtGgHR — BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 3, 2019 Sá sem var ákærður var David Duckenfield sem er nú 74 ára gamall en hann var lögreglustjórinn í Sheffied þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough leikvanginum árið 1989. Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu og saksóknari mun nú reyna að fara með málið aftur í réttarsal. Duckenfield var ákærður fyrir að hafa sýnt alvarlega vanrækslu í starfi þegar hann hafði umsjón með löggæslunni á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest fyrir 30 árum síðan. BREAKING David Duckenfield jury fails to reach manslaughter verdict in Hillsborough trial https://t.co/utQIfMX6fgpic.twitter.com/uLoAmZ9ITv — Mirror Breaking News (@MirrorBreaking_) April 3, 2019 Hann hefur verið uppvís að því að ljúga í málinu meðal annars um það að það hafi verið áhorfendurnir sem opnuðu hliðið sem varð til þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool ruddust inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum fyrir þá áhorfendur sem krömdust upp við stálgrindverkið við leikvöllinn. Lögfræðingar David Duckenfield hafa barist fyrir sakleysi hans og segja málaferlin mjög ósanngjörn þar sem hann hafi alltaf reynt að gera það rétta í stöðunni. Ítarlega hefur verið fjallað um aðkomu hans þar á meðal í heimildarmynd um harmleikinn. 15. apríl næstkomandi verða loðin þrjátíu ár síðan slysið varð. Stuðningsmenn Liverpool voru lengi vel taldir vera sökudólgarnir í málinu en aðstandendur þeirra sem létust og fleiri gáfust aldrei upp í baráttunni við að hreinsa nafn þeirra sem loksins bar árangur. BREAKING: Jury at the trial of Hillsborough match commander David Duckenfield has been discharged after failing to reach a verdict. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 3, 2019 Fyrir þremur árum komust kviðdómendur í tveggja ára réttarrannsókn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið grófri vanrækslu lögreglu og skipuleggjenda að kenna að harmleikurinn átti sér stað en stuðningsmönnum Liverpool. Dánardómstjóri hóf nýja réttarrannsókn á Hillsborough harmleiknum árið 2014 eftir að fyrri niðurstaða um að stuðningsmennirnir hafi farist af slysförum var felld úr gildi. Það eru fleiri en sem bíða dóms. Ákærur á fjóra aðra verða teknar fyrir í seinna í haust þar sem aðilar eru meðal annars er sakaðir um manndráp af gáleysi, hindrun réttvísinnar og misnotkun í opinberu starfi. #Liverpool is to stage a commemorative event marking the 30th anniversary of the Hillsborough football disaster on Monday, 15 April at @SGHLpool Plateau. Event will begin at 5:30pm.#READ: https://t.co/SpczENLOTipic.twitter.com/QYZ7MjwWPc — Liverpool City Council (@lpoolcouncil) April 1, 2019 Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Málaferlin yfir lögreglustjóranum á vakt í Hillsborough harmleiknum eru í uppnámi eftir að kviðdómur gat ekki komið sér saman um niðurstöðu. Tíu vikna málaferli og átta daga samtal milli meðlima kviðdómsins bar engan árangur og málið er líklegast á leiðinni aftur í réttarsal. Prosecution seek retrial in Hillsborough case after jury fail to reach verdict on match commander David Duckenfield https://t.co/fDMvGtGgHR — BBC Breaking News (@BBCBreaking) April 3, 2019 Sá sem var ákærður var David Duckenfield sem er nú 74 ára gamall en hann var lögreglustjórinn í Sheffied þegar 96 stuðningsmenn Liverpool létust í troðningi á Hillsborough leikvanginum árið 1989. Kviðdómurinn komst ekki að niðurstöðu og saksóknari mun nú reyna að fara með málið aftur í réttarsal. Duckenfield var ákærður fyrir að hafa sýnt alvarlega vanrækslu í starfi þegar hann hafði umsjón með löggæslunni á undanúrslitaleik Liverpool og Nottingham Forest fyrir 30 árum síðan. BREAKING David Duckenfield jury fails to reach manslaughter verdict in Hillsborough trial https://t.co/utQIfMX6fgpic.twitter.com/uLoAmZ9ITv — Mirror Breaking News (@MirrorBreaking_) April 3, 2019 Hann hefur verið uppvís að því að ljúga í málinu meðal annars um það að það hafi verið áhorfendurnir sem opnuðu hliðið sem varð til þess að þúsundir stuðningsmanna Liverpool ruddust inn á leikvanginn með skelfilegum afleiðingum fyrir þá áhorfendur sem krömdust upp við stálgrindverkið við leikvöllinn. Lögfræðingar David Duckenfield hafa barist fyrir sakleysi hans og segja málaferlin mjög ósanngjörn þar sem hann hafi alltaf reynt að gera það rétta í stöðunni. Ítarlega hefur verið fjallað um aðkomu hans þar á meðal í heimildarmynd um harmleikinn. 15. apríl næstkomandi verða loðin þrjátíu ár síðan slysið varð. Stuðningsmenn Liverpool voru lengi vel taldir vera sökudólgarnir í málinu en aðstandendur þeirra sem létust og fleiri gáfust aldrei upp í baráttunni við að hreinsa nafn þeirra sem loksins bar árangur. BREAKING: Jury at the trial of Hillsborough match commander David Duckenfield has been discharged after failing to reach a verdict. — Sky Sports News (@SkySportsNews) April 3, 2019 Fyrir þremur árum komust kviðdómendur í tveggja ára réttarrannsókn að þeirri niðurstöðu að það hafi verið grófri vanrækslu lögreglu og skipuleggjenda að kenna að harmleikurinn átti sér stað en stuðningsmönnum Liverpool. Dánardómstjóri hóf nýja réttarrannsókn á Hillsborough harmleiknum árið 2014 eftir að fyrri niðurstaða um að stuðningsmennirnir hafi farist af slysförum var felld úr gildi. Það eru fleiri en sem bíða dóms. Ákærur á fjóra aðra verða teknar fyrir í seinna í haust þar sem aðilar eru meðal annars er sakaðir um manndráp af gáleysi, hindrun réttvísinnar og misnotkun í opinberu starfi. #Liverpool is to stage a commemorative event marking the 30th anniversary of the Hillsborough football disaster on Monday, 15 April at @SGHLpool Plateau. Event will begin at 5:30pm.#READ: https://t.co/SpczENLOTipic.twitter.com/QYZ7MjwWPc — Liverpool City Council (@lpoolcouncil) April 1, 2019
Enski boltinn Hillsborough-slysið Bretland England Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira